Atvinnulíf

Atvinna: Fertug og einhleyp

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Úttekt starfa í Bandaríkjunum sýnir að hátt hlutfall þeirra sem eru fertugir og starfa sem barþjónar, eru fráskildir eða ekki í sambúð.
Úttekt starfa í Bandaríkjunum sýnir að hátt hlutfall þeirra sem eru fertugir og starfa sem barþjónar, eru fráskildir eða ekki í sambúð. Visir/Getty

Nýverið var tekinn saman listi yfir þau störf í Bandaríkjunum sem fertugt fólk starfar og er skráð einhleypt eða fráskilið. Gögnin eru samantekin frá American Community Survey PUMS gagnagrunninum fyrir tímabilið 2012-2016. Vísir veit ekki til þess að sambærileg gögn séu til um fólk á Íslandi en niðurstöður samantektarinnar miðað við Bandarískan vinnumarkað er eftirfarandi.

Hlutfallstölur sýna það hlutfall starfsfólks sem er fertugt þegar það er í tilteknum störfum og ekki skráð í sambúð.

Barþjónar: 74%.

Starfsfólk við flísalögn (hérlendis í höndum múrara): 73%

Afgreiðslufólk á skyndibitastöðum: 69%

Leiðsögufólk: 65%

Sölufólk varahluta: 64%

Aðstoðarfólk einstaklinga í heimaþjónustu: 63%

Flugþjónar: 61%

Aðstoðarfólk dýralækna: 61%

Starfsfólk póstdreifingar: 60%

Innpökkun matvæla: 60%

Miðað við vinnumarkaðinn í Bandaríkjunum er sögð fylgni á milli þeirra starfa sem eru á listanum og þeirra starfa þar sem starfsmannaveltan er hvað mest.  Í umfjöllun um listann er ýmislegt rakið til líklegra skýringa. Til dæmis að vaktir séu langar og henti ekki parsamböndum eða fjölskyldum, að sum störfin kalli á mikil ferðalög og fjarveru frá heimili og fleira.

Þá er því haldið fram að tíðni skilnaða sé minni í Bandaríkjunum hjá fólki í hálaunastörfum og eru þar nefnd störf framkvæmdastjóra, tannlækna, verkfræðinga, flugstjóra og fleiri. Í þessum störfum sé hlutfall fertugra lágt sem ekki eru skráð í sambúð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×