Viðskipti innlent

Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar

Verulegar afbókanir hafa verið á hótelum hér á landi vegna  kórónuveirunnar og fólk er uggandi vegna þróunarinnar að sögn talsmanns hóteleiganda. Öll félög í Kauphöllinni hafa lækkað tvo daga í röð. Forstjórinn segir það mjög óvenjulegt.Öll félög í Kauphöllinni hafa lækkað tvo daga í röð vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum sem er sama þróun og erlendis. Icelandair hefur lækkað mest eða um fimmtung á tveimur dögum en alls hefur úrvalsvísitalan lækkað um tæp 6% og virði félaga dregist saman milli 60-70 milljarða.

„Það var álíka lækkun  í gær fyrir einu og hálfu ári en að sjá svona tvo daga í röð er mjög óvenjulegt,“ segir Magnús Harðason forstjóri Kauphallarinnar.  Hann segir að lækkun á virði Icelandair í Kauphöllinni um 20% á tveimur dögum einnig sérstaka. „Það er óvenjulegt og lýsir væntingum um ferðalög vegna veirunnar. Við verðum þó að muna að þetta er væntingardrifið um hvað fólk telur að eigi eftir að gerast,  það er  ekki eins og þessir hlutir séu að hellast yfir okkur hér og nú,“ segir Magnús.

Kristófer Oliversson formaður Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu segir faraldurinn hafa valdið því að fólk afbókar á hótelum hér.

Ferðaþjónustan uggandiSíðasta mánuð hefur faraldurinn haft mikil áhrif á ferðaþjónustu hér á landi og í dag bárust fregnir að japanskt skemmtiferðaskip hafi afbókað komu sína í maí. Hótel hafa ekki farið varhluta af afbókunum síðustu vikur.„Við höfum fundið verulega fyrir afbókunum á þessum mörkuðum. Hópar hafa afbókað og kínverskt flugfélag dró sig til baka. Auðvitað eru menn uggandi. Undanfarnir mánuðir hafa verið erfiðir og allt frá verkföllunum á síðasta ári. Þannig að við þurfum að fara að fá góðar fréttir. Við höfum til að mynda lagt áherslu á það við stjórnvöld að fara í markaðsátak um ferðir til landsins,“ segir Kristófer Oliversson formaður Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu. Kristófer bætir við að aðföng frá svæðum þar sem kórónuveiran hefur geysað séu lengur að berast en áður vegna t.d. lokanna á verksmiðjum t.d. í Kína.

Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi í Háskóla Íslands ætlaði að fara til Mílanó í skiptinám en ákvað að hætta við vegna kórónuveirunnar.

Þurfti að hætta við skiptinám á síðustu stunduKórónuveirufaraldurinn hefur einnig áhrif á áform margra. Meðal þeirra er Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi í Háskóla Íslands sem ætlaði að fara í skiptinám til Mílanó og hugðist fljúga þangað á morgun. 

„Plönin eru fljót að breytast á sunnudaginn var ég á leið til Mílanó í skiptinám í lögfræði. Um morguninn fékk ég tölvupóst frá skólanum úti að búið væri að fresta öllum viðburðum á vegum skólans vegna veirunnar til 29. febrúar og þá yrði staðann aftur metin. Eftir að hafa séð fréttir og heyrt af viðvörunum ákvað ég að hætta við að fara út,“ segir Fjölnir. Fjölnir  hafði greitt fyrir flugfarið út og fyrir leigu í einn mánuð í Mílanó.„Ég fæ flugið ekki endurgreitt en leigusalinn er að skoða hvað hann getur gert vegna þessara aðstæðna,“ segir hann. Fjölnir sem er með ferðatryggingu hjá tryggingafélagi ætlar að kanna hvort hann fái flugfarið endurgreitt þaðan.

„Það er ákvæði í tryggingunni sem mun reyna á en það er þegar opinberir aðilar beina fólki frá því að ferðast á ákveðna staði vegna farsótta,“ segir hann.Hann segir að Háskóli Íslands hafi sýnt málinu skilning og hann fái að fara í fög þrátt fyrir að liðið sé á önnina.„Ég er fegin að vera ekki úti í þessu ástandi og ætla í staðinn að ljúka náminu hér heima í vor,“ segir Fjölnir.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
0
4
52.475
MAREL
0
8
69.997

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-4,56
10
126.705
REITIR
-4,03
6
42.780
REGINN
-3,09
15
82.623
SJOVA
-2,88
8
33.092
VIS
-2,16
6
80.631
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.