Viðskipti innlent

Uppsagnir á Fréttablaðinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Davíð Stefánsson tók við starfi ritstjóra í apríl síðastliðnum.
Davíð Stefánsson tók við starfi ritstjóra í apríl síðastliðnum. fbl/anton brink

Davíð Stefánssyni, öðrum ritstjóra Fréttablaðsins, hefur verið sagt upp störfum. Um er að ræða hluta af niðurskurðaraðgerðum sem kynntar voru á starfsmannafundi á fimmta tímanum í dag.

Sunna Karen Sigurþórsdóttir, sem ritstýrt hefur Frettabladid.is, mun sömuleiðis hætta störfum.

Garðar Örn Úlfarsson, sem starfað hefur í lengri tíma á Fréttablaðinu tekur við fréttastjórn á blaðinu ásamt Ara Brynjólfssyni.

Töluverðar breytingar hafa átt sér stað á Fréttablaðinu undanfarin misseri. Fréttablaðið rann saman við Hringbraut á síðasta ári og í farvatninu er samruni við DV að fengnu samþykki frá Samkeppniseftirlitinu.

Á vef Fréttablaðsins er vísað í tilkynningu frá Torgi þar sem segir að Kristjón Kormákur Guð­jóns­son verði einn rit­stjóri fretta­bladid.is og hring­braut.is.

Enn­fremur verður Jón Þóris­son rit­stjóri Frétta­blaðsins og á­byrgðar­maður, jafn­framt aðal­rit­stjóri.

„Ég er að hverfa til annarra verkefna. Ég geri ráð fyrir því að vera í verkefnum niðri á blaði fram á sumar. Svo ætla ég að taka mér gott sumarfrí og ný verkefni næsta haust,“ segir Davíð Stefánsson í samtali við Vísi.


Tengdar fréttir

Kaup Fréttablaðsins á DV staðfest

Torg ehf sem gefur út Fréttablaðið hefur fest kaup á tilteknum eignum Frjálsrar fjölmiðlunar þar á meðal útgáfuréttinum að DV og vefmiðlinum DV.is ásamt gafnasafni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
3,66
3
2.287
VIS
2,13
11
161.276
KVIKA
1,44
23
495.696
TM
1,07
8
105.011
FESTI
0,43
6
52.019

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-2,88
15
18.352
ORIGO
-2,43
2
2.210
EIK
-2,23
6
21.414
HEIMA
-1,35
1
439
ICEAIR
-1,08
26
12.014
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.