Viðskipti innlent

Uppsagnir á Fréttablaðinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Davíð Stefánsson tók við starfi ritstjóra í apríl síðastliðnum.
Davíð Stefánsson tók við starfi ritstjóra í apríl síðastliðnum. fbl/anton brink

Davíð Stefánssyni, öðrum ritstjóra Fréttablaðsins, hefur verið sagt upp störfum. Um er að ræða hluta af niðurskurðaraðgerðum sem kynntar voru á starfsmannafundi á fimmta tímanum í dag.

Sunna Karen Sigurþórsdóttir, sem ritstýrt hefur Frettabladid.is, mun sömuleiðis hætta störfum.

Garðar Örn Úlfarsson, sem starfað hefur í lengri tíma á Fréttablaðinu tekur við fréttastjórn á blaðinu ásamt Ara Brynjólfssyni.

Töluverðar breytingar hafa átt sér stað á Fréttablaðinu undanfarin misseri. Fréttablaðið rann saman við Hringbraut á síðasta ári og í farvatninu er samruni við DV að fengnu samþykki frá Samkeppniseftirlitinu.

Á vef Fréttablaðsins er vísað í tilkynningu frá Torgi þar sem segir að Kristjón Kormákur Guð­jóns­son verði einn rit­stjóri fretta­bladid.is og hring­braut.is.

Enn­fremur verður Jón Þóris­son rit­stjóri Frétta­blaðsins og á­byrgðar­maður, jafn­framt aðal­rit­stjóri.

„Ég er að hverfa til annarra verkefna. Ég geri ráð fyrir því að vera í verkefnum niðri á blaði fram á sumar. Svo ætla ég að taka mér gott sumarfrí og ný verkefni næsta haust,“ segir Davíð Stefánsson í samtali við Vísi.


Tengdar fréttir

Kaup Fréttablaðsins á DV staðfest

Torg ehf sem gefur út Fréttablaðið hefur fest kaup á tilteknum eignum Frjálsrar fjölmiðlunar þar á meðal útgáfuréttinum að DV og vefmiðlinum DV.is ásamt gafnasafni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
0
4
52.475
MAREL
0
8
69.997

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-4,56
10
126.705
REITIR
-4,03
6
42.780
REGINN
-3,09
15
82.623
SJOVA
-2,88
8
33.092
VIS
-2,16
6
80.631
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.