Fleiri fréttir

Hagnaður Íslandsbanka lækkaði um þriðjung

Neikvæðar virðisbreytingar á útlánum og áframhaldandi taprekstur hjá einu af dótturfélögum Íslandsbanka eru helstu ástæður þess að hagnaður bankans dróst saman á milli ára

Ryanair gæti rekið hundruð flugmanna og þjóna

Kyrrsetning Boeing-flugvéla, minnkandi hagnaður og vaxandi líkur á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu án samnings eru á meðal ástæðna uppsagna sem gripið verður til í lok sumars.

Allt stefnir í verkfall hjá flugmönnum British Airways

Útlit er fyrir að flugmenn í Flugmannafélagi British Airways (BALPA) muni fara í verkfall síðar í sumar eftir að áfrýjunardómstóll hafnaði í dag beiðni flugfélagsins um að setja lögbann til að koma í veg fyrir verkfallið.

Hreyfingu bannað að auglýsa ókeypis líkamsrækt

Neytendastofa hefur bannað líkamsræktarstöðinni Hreyfingu að gefa í skyn að fólk geti æft frítt í stöðinni - þegar nauðsynlegt er að kaupa árskort til að nýta sér tilboðið.

Apple fær engar undanþágur

Bandaríkin hafa átt í tollastríði við Kína að undanförnu og ýmsir nýir tollar verið kynntir til sögunnar. Apple sótti í síðustu viku um undan­þágu frá þeim 25 prósenta tolli sem er á fimmtán íhluti sem nýttir eru til þess að framleiða tölvurnar.

Kaupmáttur launa eykst

Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hækkaði launavísitala um 4,3 prósent á síðustu tólf mánuðum og er það minnsta ársbreyting síðan árið 2011. Launavísitala hækkaði um 0,1% á milli maí og júní á þessu ári.

Litlar og liprar dráttarvélar rjúka út eins og heitar lummur

Véla- og tækjaverslunin Vallarbraut ehf flytur inn dráttarvélar, mótorhjól, landbúnaðartæki, kerrur og vagna. Litlar 26 hestafla dráttarvélar njóta mikilla vinsælda og segir Jón Valur, framkvæmdastjóri Vallarbrautar, marga vilja eiga eina slíka í skúrnum.

Neytendasamtökin krefjast tafarlauss endurútreiknings smálána

Í fréttatilkynningu frá Neytendasamtökunum er farið fram á að Almenn innheimta ehf. stöðvi innheimtu og láti umboðsmann skuldara fá öll nauðsynleg gögn og segja mjög hafa skort á upplýsingagjöf frá Almennri innheimtu efh. til lántakenda. Meira en helmingur þeirra sem leituðu til Umboðsmanns skuldara í fyrra höfðu tekið smálán.

Ólöf Hildur til Advania Data Centers

Ólöf Hildur Pálsdóttir hefur gengið til liðs við Advania Data Centers og tekur við framkvæmdastjórn fjármálasviðs félagsins.

Fimm daga kyrrsetningu aflétt

Flugmálayfirvöld afléttu í gærkvöldi kyrrsetningu á GA8 Airvan flugvélum, sem kyrrsettar voru fyrir tæpri viku vegna flugslyss í Umeå í Svíþjóð.

Sonia Rykiel gjaldþrota

Franska tískuhúsið Sonia Rykiel heyrir nú sögunni til. Þetta varð ljóst eftir að leit að nýjum eigendum bar ekki árangur.

Smálán heyra nú sögunni til

Forstjóri Kredia Group, sem á smálánafyrirtækin 1909, Múla og fleiri, segist bera virðingu fyrir íslenskum lögum. Aðeins verði lánað fyrir hæstu löglegu vexti. Innheimtu lána á hærri vöxtum hafi verið hætt.

Flugmálayfirvöld kannast ekki við fullyrðingar Ballarin um WOW Air

Bandaríska athafnakonan Ballarin hyggst endurreisa flugfélagið WOW Air í gegnum félagið US Aerospace Associates. Ballarin opinberaði áætlanir um veru flugfélagsins á Dulles flugvelli í viðtali við Viðskiptamoggann í gær og sagði þar frá fundum sínum með flugmálayfirvöldum þar í borg.

Störfum líklega fækkað um 12.500 í niðurskurði Nissan

Mikils niðurskurðar er að vænta hjá bílaframleiðandanum Nissan en talið er að störf um 12.500 manns séu í hættu. Uppgjör eftir fyrsta ársfjórðung leit illa út og ekki er útlit fyrir að hagur Nissan vænkist nokkuð á næstunni

Afkoma Landsbankans jákvæð um 11,1 milljarð

"Tekjur bankans voru hærri og kostnaður lægri en gert var ráð fyrir og ljóst er að grunnreksturinn er traustur og skilar góðri arðsemi,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans um uppgjör bankans fyrir fyrri helming ársins 2019.

Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega

Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina.

Sjá næstu 50 fréttir