Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2025 10:25 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Flugfélagið Icelandair gekk í morgun frá starfslokum við 38 starfsmenn. Flestir sem misstu vinnuna eru starfsfólk á skrifstofu félagsins í Hafnarfirði. Forstjórinn segir ákvörðunina mjög erfiða. „Svona ákvarðanir eru alltaf mjög erfiðar. Þær hafa áhrif á starfsfólk sem kveður og þau sem eftir verða og sjá á eftir góðum vinnufélögum,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair í tilkynningu. Þar segir að um sé að ræða starfsfólk í ýmsum deildum, aðallega á skrifstofu félagsins í Hafnarfirði. Þessar breytingar séu liður í hagræðingaraðgerðum, en um þessar mundir sé höfuðáhersla lögð á að bæta afkomu félagsins. Undanfarin misseri hafi félagið gripið til fjölmargra aðgerða og megi þar nefna aðlögun leiðakerfisins að markaðsaðstæðum, fækkun flugvéla í rekstri um tvær og að hætta rekstri breiðþotna á næsta ári, auk ýmissa umbótaverkefna þvert á fyrirtækið sem hafi skilað sér í aukinni skilvirkni og sjálfvirknivæðingu. „Undanfarin misseri höfum við verið að velta við öllum steinum til þess að snúa rekstri félagsins við. Það er nauðsynlegt til þess að Icelandair geti tekist á við sveiflur í síbreytilegu umhverfi flugrekstrar, til að tryggja samkeppnishæfni og bæta afkomu félagsins til framtíðar. Einn liður í þessari vegferð er einföldun skipulags og fækkun verkefna sem leiðir því miður til breytinga í starfsmannahópnum sem við tilkynntum starfsfólki okkar í dag. Ég vil þakka öllu því góða fólki sem nú lætur af störfum fyrir þeirra framlag til Icelandair og óska þeim alls hins besta,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. Neikvæð afkoma áttunda árið í röð Hagnaður Icelandair eftir skatta á þriðja ársfjórðungi nam sjö milljörðum króna, samanborið við 8,5 milljarða hagnað á sama tímabili í fyrra. Félagið áætlar að afkoma fyrir vaxtagreiðslur og skatta árið 2025 verði neikvæð um 1,2 til 2,4 milljarða króna. Félagið hafði þegar birt afkomuviðvörun þar sem kom fram að kostnaður á fjórðungnum hefði verið meiri en búist var við. Flugfélagið Play, helsti samkeppnisaðili Icelandair, varð gjaldþrota í september. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í tilkynningu til Kauphallar á dögunum að eftir átta ár í ósjálfbærum rekstri væri áhersla Icelandair skýr. Að snúa rekstri félagsins við ekki síðar en á árinu 2026. „Í því skyni höfum við aðlagað flugframboð okkar fyrir árið 2026 að aðstæðum, munum fækka flugvélum í farþegaleiðakerfinu um tvær og höfum ákveðið að hætta rekstri Boeing 767 breiðþotna í lok 2026. Í lok þriðja ársfjórðungs höfðum við ráðist í umbótaverkefni sem við gerum ráð fyrir að muni skila yfir 100 milljónum dala á ársgrundvelli þegar þau verða komin að fullu til framkvæmda. Við munum ekki láta staðar numið þar.“ Boðaði frekari hagræðingaraðgerðir Bogi sagði frekari hagræðingaraðgerðir væru í kortunum. Tveimur vikum síðar hefur verið gripið til uppsagna. „Við erum nú að hefja mikilvægar kjaraviðræður við flugstéttirnar sem munu hafa áhrif á framtíð Icelandair. Lykilþáttur í því að félagið komist í arðbæran rekstur og geti vaxið og dafnað til framtíðar er að nýir kjarasamningar muni stuðla að samkeppnishæfni félagsins í krefjandi rekstrarumhverfi, styðja við fjárfestingar í nýjum flota og á sama tíma tryggja áfram spennandi störf og eftirsótt vinnuumhverfi.“ 3166 starfsmenn voru skráðir hjá Icelandair Group um síðustu áramót. Fréttin var uppfært klukkan 11:34 með tilkynningu frá Icelandair. Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Icelandair Vistaskipti Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
„Svona ákvarðanir eru alltaf mjög erfiðar. Þær hafa áhrif á starfsfólk sem kveður og þau sem eftir verða og sjá á eftir góðum vinnufélögum,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair í tilkynningu. Þar segir að um sé að ræða starfsfólk í ýmsum deildum, aðallega á skrifstofu félagsins í Hafnarfirði. Þessar breytingar séu liður í hagræðingaraðgerðum, en um þessar mundir sé höfuðáhersla lögð á að bæta afkomu félagsins. Undanfarin misseri hafi félagið gripið til fjölmargra aðgerða og megi þar nefna aðlögun leiðakerfisins að markaðsaðstæðum, fækkun flugvéla í rekstri um tvær og að hætta rekstri breiðþotna á næsta ári, auk ýmissa umbótaverkefna þvert á fyrirtækið sem hafi skilað sér í aukinni skilvirkni og sjálfvirknivæðingu. „Undanfarin misseri höfum við verið að velta við öllum steinum til þess að snúa rekstri félagsins við. Það er nauðsynlegt til þess að Icelandair geti tekist á við sveiflur í síbreytilegu umhverfi flugrekstrar, til að tryggja samkeppnishæfni og bæta afkomu félagsins til framtíðar. Einn liður í þessari vegferð er einföldun skipulags og fækkun verkefna sem leiðir því miður til breytinga í starfsmannahópnum sem við tilkynntum starfsfólki okkar í dag. Ég vil þakka öllu því góða fólki sem nú lætur af störfum fyrir þeirra framlag til Icelandair og óska þeim alls hins besta,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. Neikvæð afkoma áttunda árið í röð Hagnaður Icelandair eftir skatta á þriðja ársfjórðungi nam sjö milljörðum króna, samanborið við 8,5 milljarða hagnað á sama tímabili í fyrra. Félagið áætlar að afkoma fyrir vaxtagreiðslur og skatta árið 2025 verði neikvæð um 1,2 til 2,4 milljarða króna. Félagið hafði þegar birt afkomuviðvörun þar sem kom fram að kostnaður á fjórðungnum hefði verið meiri en búist var við. Flugfélagið Play, helsti samkeppnisaðili Icelandair, varð gjaldþrota í september. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í tilkynningu til Kauphallar á dögunum að eftir átta ár í ósjálfbærum rekstri væri áhersla Icelandair skýr. Að snúa rekstri félagsins við ekki síðar en á árinu 2026. „Í því skyni höfum við aðlagað flugframboð okkar fyrir árið 2026 að aðstæðum, munum fækka flugvélum í farþegaleiðakerfinu um tvær og höfum ákveðið að hætta rekstri Boeing 767 breiðþotna í lok 2026. Í lok þriðja ársfjórðungs höfðum við ráðist í umbótaverkefni sem við gerum ráð fyrir að muni skila yfir 100 milljónum dala á ársgrundvelli þegar þau verða komin að fullu til framkvæmda. Við munum ekki láta staðar numið þar.“ Boðaði frekari hagræðingaraðgerðir Bogi sagði frekari hagræðingaraðgerðir væru í kortunum. Tveimur vikum síðar hefur verið gripið til uppsagna. „Við erum nú að hefja mikilvægar kjaraviðræður við flugstéttirnar sem munu hafa áhrif á framtíð Icelandair. Lykilþáttur í því að félagið komist í arðbæran rekstur og geti vaxið og dafnað til framtíðar er að nýir kjarasamningar muni stuðla að samkeppnishæfni félagsins í krefjandi rekstrarumhverfi, styðja við fjárfestingar í nýjum flota og á sama tíma tryggja áfram spennandi störf og eftirsótt vinnuumhverfi.“ 3166 starfsmenn voru skráðir hjá Icelandair Group um síðustu áramót. Fréttin var uppfært klukkan 11:34 með tilkynningu frá Icelandair. Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Icelandair Vistaskipti Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira