Fasteignaviðskipti í júní mun færri en í fyrra Birgir Olgeirsson skrifar 30. júlí 2019 09:56 Viðskipti fyrstu 6 mánuði ársins í ár voru 4% færri en á sama tíma í fyrra. Vísir/Vilhelm Viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í júní voru færri en á síðustu mánuðum og mun færri en í júní í fyrra. Viðskipti fyrstu 6 mánuði ársins í ár voru 4% færri en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar segir að töluverðar sveiflur séu jafnan á milli mánaða hvað fjölda fasteignaviðskipta varðar og skipta þar til dæmis máli hvort páskarnir eru í mars eða apríl. Sé litið á seldar íbúðir eftir ársfjórðungum, þar sem sveiflur jafnast meira út, sést að frá upphafi ársins 2014 hafa að meðaltali verið seldar um 1670 íbúðir á ársfjórðungi. Mestu viðskiptin voru á 4. ársfjórðungi 2016 þegar um 2.130 íbúðir voru seldar. Til samanburðar voru um 1.600 íbúðir seldar á 2. ársfjórðungi í ár sem er um fjórðungi minna en undir árslok 2016. Viðskiptum með íbúðarhúsnæði hefur því fækkað töluvert frá því sem var þá. Bein viðskipti milli einstaklinga er lang algengasti sölumátinn á íslenskum fasteignamarkaði, og gildir það einnig um höfuðborgarsvæðið. Um þrír fjórðu hlutar allra viðskipta þar eru jafnan með þeim hætti. Frá upphafi ársins 2016 fram til þessa hefur á bilinu 72-77% viðskipta verið beint milli einstaklinga. Næst algengasti sölumátinn er að fyrirtæki selji til einstaklinga. Í flestum slíkum tilfellum er væntanlega um nýbyggðar íbúðir að ræða. Hlutfall þessara viðskipta hefur verið á bilinu 16-21% frá árinu 2016. Það má því sjá að samsetning viðskiptanna hefur verið nokkuð stöðug á síðustu árum. Mikið var byggt af nýju íbúðarhúsnæði á síðustu árunum fyrir hrun. Þannig voru t.d. seldar yfir 500 nýjar íbúðir til einstaklinga á 2. og 3. ársfjórðungi 2007. Sala fyrirtækja á íbúðum til einstaklinga minnkaði svo mikið á árunum eftir hrun og fór salan niður í rúmlega 50 íbúðir í upphafi ársins 2009. Á tímabilinu frá 2006 fram á mitt ár 2019 hafa að meðaltali um 250 íbúðir á ársfjórðungi farið frá fyrirtækjum til einstaklinga. Viðskipti af þessu tagi hafa aukist nær samfellt síðan, auðvitað í beinu samhengi við aukna byggingarstarfsemi. Allt frá upphafi ársins 2018 hafa viðskiptin verið í kringum 20% allra viðskipta, eða tæplega 400 íbúðir á ársfjórðungi. Eftirspurn fyrirtækja, væntanlega fyrst og fremst leigufélaga, eftir íbúðum á höfuðborgarsvæðinu var mikil á tímabili en virðist hafa minnkað töluvert. Sala einstaklinga til fyrirtækja var um 6% á árunum 2015-2017, en var komin niður í 3-4% á fyrri hluta ársins 2019. Þessar tölur eru vísbending um að eftirspurn leigufélaga eftir íbúðum hafi minnkað og að sama skapi má væntanlega segja að kaup byggingarverktaka á íbúðum til breytinga og niðurrifs hafi minnkað. Minnkunin milli ára er sérstaklega mikil miðsvæðis í Reykjavík. Þar var sala einstaklinga til fyrirtækja á bilinu 10-14% á árunum 2015-2017 en hefur verið í 5-8% frá upphafi ársins 2019. Ætla má að ekki sé mikið eftir af eignum sem fyrirtækjum finnast hentugar til útleigu, breytinga eða niðurrifs. Hlutfallsleg skipting tegunda viðskipta er þannig tiltölulega stöðug. Það má t.d. sjá á nýjustu tölum um 2. ársfjórðung 2019. Viðskipti minnkuðu nokkuð frá fyrsta ársfjórðungi og átti það jafnt við um bein viðskipti milli einstaklinga og sölu fyrirtækja til einstaklinga. Húsnæðismál Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Sjá meira
Viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í júní voru færri en á síðustu mánuðum og mun færri en í júní í fyrra. Viðskipti fyrstu 6 mánuði ársins í ár voru 4% færri en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar segir að töluverðar sveiflur séu jafnan á milli mánaða hvað fjölda fasteignaviðskipta varðar og skipta þar til dæmis máli hvort páskarnir eru í mars eða apríl. Sé litið á seldar íbúðir eftir ársfjórðungum, þar sem sveiflur jafnast meira út, sést að frá upphafi ársins 2014 hafa að meðaltali verið seldar um 1670 íbúðir á ársfjórðungi. Mestu viðskiptin voru á 4. ársfjórðungi 2016 þegar um 2.130 íbúðir voru seldar. Til samanburðar voru um 1.600 íbúðir seldar á 2. ársfjórðungi í ár sem er um fjórðungi minna en undir árslok 2016. Viðskiptum með íbúðarhúsnæði hefur því fækkað töluvert frá því sem var þá. Bein viðskipti milli einstaklinga er lang algengasti sölumátinn á íslenskum fasteignamarkaði, og gildir það einnig um höfuðborgarsvæðið. Um þrír fjórðu hlutar allra viðskipta þar eru jafnan með þeim hætti. Frá upphafi ársins 2016 fram til þessa hefur á bilinu 72-77% viðskipta verið beint milli einstaklinga. Næst algengasti sölumátinn er að fyrirtæki selji til einstaklinga. Í flestum slíkum tilfellum er væntanlega um nýbyggðar íbúðir að ræða. Hlutfall þessara viðskipta hefur verið á bilinu 16-21% frá árinu 2016. Það má því sjá að samsetning viðskiptanna hefur verið nokkuð stöðug á síðustu árum. Mikið var byggt af nýju íbúðarhúsnæði á síðustu árunum fyrir hrun. Þannig voru t.d. seldar yfir 500 nýjar íbúðir til einstaklinga á 2. og 3. ársfjórðungi 2007. Sala fyrirtækja á íbúðum til einstaklinga minnkaði svo mikið á árunum eftir hrun og fór salan niður í rúmlega 50 íbúðir í upphafi ársins 2009. Á tímabilinu frá 2006 fram á mitt ár 2019 hafa að meðaltali um 250 íbúðir á ársfjórðungi farið frá fyrirtækjum til einstaklinga. Viðskipti af þessu tagi hafa aukist nær samfellt síðan, auðvitað í beinu samhengi við aukna byggingarstarfsemi. Allt frá upphafi ársins 2018 hafa viðskiptin verið í kringum 20% allra viðskipta, eða tæplega 400 íbúðir á ársfjórðungi. Eftirspurn fyrirtækja, væntanlega fyrst og fremst leigufélaga, eftir íbúðum á höfuðborgarsvæðinu var mikil á tímabili en virðist hafa minnkað töluvert. Sala einstaklinga til fyrirtækja var um 6% á árunum 2015-2017, en var komin niður í 3-4% á fyrri hluta ársins 2019. Þessar tölur eru vísbending um að eftirspurn leigufélaga eftir íbúðum hafi minnkað og að sama skapi má væntanlega segja að kaup byggingarverktaka á íbúðum til breytinga og niðurrifs hafi minnkað. Minnkunin milli ára er sérstaklega mikil miðsvæðis í Reykjavík. Þar var sala einstaklinga til fyrirtækja á bilinu 10-14% á árunum 2015-2017 en hefur verið í 5-8% frá upphafi ársins 2019. Ætla má að ekki sé mikið eftir af eignum sem fyrirtækjum finnast hentugar til útleigu, breytinga eða niðurrifs. Hlutfallsleg skipting tegunda viðskipta er þannig tiltölulega stöðug. Það má t.d. sjá á nýjustu tölum um 2. ársfjórðung 2019. Viðskipti minnkuðu nokkuð frá fyrsta ársfjórðungi og átti það jafnt við um bein viðskipti milli einstaklinga og sölu fyrirtækja til einstaklinga.
Húsnæðismál Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Sjá meira