Viðskipti erlent

Stal upplýsingum um milljónir manna og stærði sig af því á netinu

Gunnar Reynir Valþórsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Capital One er stórtækur útgefandi kreditkorta og heldur einnig úti bankastarfsemi vítt og breitt um Norður-Ameríku.
Capital One er stórtækur útgefandi kreditkorta og heldur einnig úti bankastarfsemi vítt og breitt um Norður-Ameríku. Vísir/getty

Lögregla handtók í gær tölvuhakkara í Bandaríkjunum sem hafði tekist að brjótast inn í kerfi fjármálarisans CapitalOne og komast yfir persónuupplýsingar hundrað og sex milljóna einstaklinga í Bandaríkjunum og í Kanada. Lögregla hafði hendur í hári þrjótsins eftir að hún stærði sig af gagnastuldinum á spjallborði á netinu.

Ekki var tilkynnt um tölvuinnbrotið fyrr en þrjóturinn, hin þrjátíu og þriggja ára gamla Paige Thompson, hafði verið handtekinn en brotið átti sér stað þann 19. júlí síðastliðinn.

Capital One er stórtækur útgefandi kreditkorta og heldur einnig úti bankastarfsemi vítt og breitt um Norður-Ameríku.

Thompson, sem er hugbúnaðarverkfræðingur, komst m.a. yfir nöfn, fæðingardaga, kennitölur og reikningsnúmer viðskiptavina Capital One. Stjórnendur segja ólíklegt að hún hafi náð að nýta sér upplýsingarnar að nokkru marki áður en hún var handtekin en lofa að bæta kerfi sín.

Hakkarinn gistir nú fangaklefa í Seattle-borg en lögregla komst á spor hennar þegar hún stærði sig af því á spjallþræði á netinu að hafa náð að brjótast inn í kerfi Capital One. Hún verður leidd fyrir dómara 1. ágúst næstkomandi og á yfir höfði sér fimm ára fangelsi og 250 þúsund dala sekt, andvirði um 30 milljóna íslenskra króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.