Viðskipti innlent

Ballarin ekki meðal þeirra sem sýna WOW áhuga nú

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Kröfuhafar furða sig á því Michele Ballarin hafi fengið að ganga svona langt án þess að vera búin að greiða krónu fyrir.
Kröfuhafar furða sig á því Michele Ballarin hafi fengið að ganga svona langt án þess að vera búin að greiða krónu fyrir. Vísir/getty
Sala á eignum úr þrotabúi WOW air gengur vel að sögn skiptastjóra. Ýmsir hafi haft samband undanfarið og lýst yfir áhuga á að kaupa flugrekstrarhlutann úr þrotabúinu. Bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin sé ekki meðal þeirra.

Þorsteinn Einarsson annar skiptastjóri þrotabús WOW air segir að ýmsir hafi haft samband undanfarið og lýst yfir áhuga á eignum tengdum flugrekstrarhluta þrotabúsins.

Hann segir að bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin sé ekki meðal þeirra en kauptilboði hennar var rift fyrir nokkru þar sem engin greiðsla hafði borist frá henni.

Nokkrir kröfuhafar lýstu yfir óánægju með að Ballarin hefði fengið að ganga svo langt með yfirlýsingar sínar um að ætla að endurreisa WOW air og að hún hefði keypt eignir úr þrotabúinu þegar ekki reyndist svo vera fótur fyrir því.

Þorsteinn segir að enginn þeirra hafi haft samband við þrotabúið og lýst yfir þessari óánægju. Nú sé verið að undirbúa kröfuhafafund sem verði um miðjan ágúst. Sala á eignum úr þrotabúinu gangi ágætlega.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×