Viðskipti erlent

Apple fær engar undanþágur

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Bandaríkin hafa átt í tollastríði við Kína að undanförnu og ýmsir nýir tollar verið kynntir til sögunnar. Apple sótti í síðustu viku um undan­þágu frá þeim 25 prósenta tolli sem er á fimmtán íhluti sem nýttir eru til þess að framleiða tölvurnar.
Bandaríkin hafa átt í tollastríði við Kína að undanförnu og ýmsir nýir tollar verið kynntir til sögunnar. Apple sótti í síðustu viku um undan­þágu frá þeim 25 prósenta tolli sem er á fimmtán íhluti sem nýttir eru til þess að framleiða tölvurnar. VÍSIR/GETTY
Það kemur ekki til greina að veita bandaríska tæknirisanum Apple undanþágur frá tollum á íhluti fyrir Mac Pro-tölvur sem framleiddir eru í Kína. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Twitter í gær. „Búið þá til í Bandaríkjunum, engir tollar!“ hélt forsetinn áfram.

Bandaríkin hafa átt í tollastríði við Kína að undanförnu og ýmsir nýir tollar verið kynntir til sögunnar. Apple sótti í síðustu viku um undan­þágu frá þeim 25 prósenta tolli sem er á fimmtán íhluti sem nýttir eru til þess að framleiða tölvurnar.

Upplýsingafulltrúar Apple vildu ekki tjá sig um málið við tæknimiðilinn The Verge. Miðillinn greindi frá því að Apple hafi hingað til komist hjá tollum Trump-stjórnarinnar, meðal annars á íhluti fyrir Apple Watch og AirPods.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×