Viðskipti innlent

British Airways fækkar ferðum til Íslands í vetur

Kristín Ólafsdóttir skrifar
British Airways flýgur fimm sinnum í viku til Íslands yfir vor- og sumarmánuðina.
British Airways flýgur fimm sinnum í viku til Íslands yfir vor- og sumarmánuðina. Vísir/getty
Breska flugfélagið British Airways mun fækka ferðum sínum til Íslands í vetur, samkvæmt heimildum Vísis. Í fyrravetur flaug félagið sjö sinnum til landsins í nóvember og janúar en ellefu sinnum í viku í desember, febrúar og mars. Á komandi vetri verða ferðirnar hins vegar sjö á viku yfir alla vetrarmánuðina.

British Airways hóf flug til á milli Keflavíkur og London á ný síðla árs 2015 eftir nokkurra ára hlé. Þá var flogið þrisvar sinnum í viku frá Heathrow-flugvelli. Tíðni ferða jókst þó jafnt og þétt og á tímabili flaug félagið tvisvar á dag til Íslands.

Greint var frá því á vef Simple Flying í gær að British Airways hygðist fækka ferðum til Íslands. Var þar vísað í breytingar á flugáætlun félagsins milli Keflavíkur og Heathrow. Vísir hefur sent British Airways fyrirspurn vegna málsins.

British Airways flýgur fimm sinnum í viku til Íslands yfir vor- og sumarmánuðina. Ferðum fjölgar því iðulega þegar kólna tekur en samkvæmt upplýsingum frá Isavia virðist sem breskir ferðamenn sæki mjög í íslenskan vetur.


Tengdar fréttir

Móðurfélag British Airways vill 200 nýjar Boeing MAX-vélar

Viljayfirlýsing IAG, móðurfélag breska flugfélagsins British Arways, um kaup á 200 Boeing 737 MAX flugvélum er talinn vera mikill sigur fyrir bandaríska flugvélaframleiðandann sem glímt hefur við erfiðleika vegna flugbanns 737 vélanna eftir tvö mannskæð flugslys.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×