Viðskipti erlent

Sonia Rykiel gjaldþrota

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Sonia Rykiel árið 2012.
Sonia Rykiel árið 2012. Nordicphotos/Getty.
Franska tískuhúsið Sonia Rykiel heyrir nú sögunni til. Þetta varð ljóst eftir að leit að nýjum eigendum bar ekki árangur.

Fyrirtækið verður nú tekið til gjaldþrotaskipta en reksturinn hafði gengið illa undanfarin ár. Verslunum í New York og London var lokað í apríl síðastliðnum.

Sonia Rykiel stofnaði tískuhúsið í París árið 1968 og var yfirhönnuður þess til 1995 þegar dóttir hennar tók við. Sonia var oft kölluð drottning prjónaflíkurinnar en hönnun hennar er talin einkenna þann anda sem ríkti í París á 7. áratug síðustu aldar.

Leikkonan Audrey Hep­burn gerði meðal annars röndótta prjónapeysu Soniu heimsfræga.

Sonia lést fyrir þremur árum, 86 ára að aldri. Hún hafði þá glímt við Parkinson um árabil






Fleiri fréttir

Sjá meira


×