Viðskipti innlent

Flugmálayfirvöld kannast ekki við fullyrðingar Ballarin um WOW Air

Eiður Þór Árnason skrifar
Michele Ballarin segir Skúla Mogensen ekki tengjast nýja flugfélaginu. Hún þekki hann þó vel.
Michele Ballarin segir Skúla Mogensen ekki tengjast nýja flugfélaginu. Hún þekki hann þó vel. Vísir/getty

Fulltrúar Dulles flugvallar í Washington kannast ekki við fullyrðingar Michele Ballarin þess efnis að endurreist WOW Air verði fyrsta evrópska flugfélagið til að hafa höfuðstöðvar á flugvellinum. Þetta kemur fram í frétt á vef Túrista.

Bandaríska athafnakonan Ballarin hyggst endurreisa flugfélagið WOW Air í gegnum félagið US Aerospace Associates. Ballarin opinberaði áætlanir um veru flugfélagsins á Dulles flugvelli í viðtali við Viðskiptamoggann í gær og sagði þar frá fundum sínum með flugmálayfirvöldum þar í borg.

Greindi hún jafnframt frá því að flugmálayfirvöld í Washington væru „ótrúlega spennt“ fyrir komu WOW Air. Samkvæmt svörum fjölmiðlafulltrúa Dulles flugvallar við fyrirspurn Túrista kannast flugmálayfirvöld á svæðinu þó ekki við US Aerospace Associates eða önnur félög tengd Ballarin.

Túristi greinir einnig frá því að viðmælendur miðilsins, þar á meðal þeir sem þekki vel til flugreksturs, séu „á einu máli um að yfirlýsingar Ballarin í Mogganum í gær séu ekki trúverðugar.“


Tengdar fréttir

Ágreiningur varð til þess að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW drógust

Ágreiningur um einn af nokkrum samningum vegna kaupa á eignum úr þrotabúi WOW air varð til þess að greiðslur á fyrsta samningnum drógust. Þetta herma heimildir fréttastofu en fullyrt er í Viðskiptamogganum að greiðslur fyrir eignirnar hafi enn ekki borist. Michele Ballarin, bandaríska athafnakonan sem hyggst endurreisa flugfélagið segist hafa tryggt félaginu sem hún kallar WOW 2 allt að hundrað milljónir Bandaríkjadala, eða um 12,5 milljarða íslenskra króna.

Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: „Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“

Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.