Viðskipti erlent

Ryanair gæti rekið hundruð flugmanna og þjóna

Kjartan Kjartansson skrifar
Ryanair hafði pantað 28 Boeing 737 Max-vélar áður en þær voru kyrrsettar. Tafir verða á afhendingu þeirra og því þarf félagið að fækka ferðum næsta sumar.
Ryanair hafði pantað 28 Boeing 737 Max-vélar áður en þær voru kyrrsettar. Tafir verða á afhendingu þeirra og því þarf félagið að fækka ferðum næsta sumar. AP/Martin Meissner

Allt að níu hundruð flugmenn og flugþjónar írska lágfargjaldaflugfélagsins Ryanair gætu fengið reisupassann í hópuppsögn í lok sumars, að sögn Michaels O‘Leary, forstjóra félagsins. Fækkun flugferða næsta sumars vegna kyrrsetningar Boeing 737 Max-farþegaþotanna segir hann ástæðu uppsagnanna.

O‘Leary tilkynnti starfsmönnum Ryanair þetta í myndbandi. Tilkynnt yrði um uppsagnir í lok ágúst en hann nefndi ekki hversu margir kæmu til með að missa vinnuna, aðeins að félagið hefði um 900 flugmönnum og þjónum of mörgum á launaskrá, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Auk vandræðagangs Boeing nefndi O‘Leary minni hagnað, hækkandi olíuverð og óvissu um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Ryanair tilkynnti um fimmtungssamdrátt í hagnaði á öðrum ársfjórðungi á mánudag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,8
2
677
BRIM
0
0
0
HEIMA
0
1
1.218

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-2,9
12
190.976
KVIKA
-2,8
8
47.966
ARION
-2,54
34
992.823
ICEAIR
-2,17
18
37.233
VIS
-1,93
9
87.062
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.