Ballarin opinberaði áætlanir sínar um endurreisn WOW air í gegnum félagið US Aerospace Associates ViðskiptaMogganum í vikunni. Þar segir hún frá því að WOW verði fyrsta evrópska flugfélagið með höfuðstöðvar á Dulles-flugvelli í Washington.
Þá segir hún frá fundum sínum með flugmálayfirvöldum í bandarísku höfuðborginni og segir þau ótrúlega spennt fyrir komu WOW air. Þessar lýsingar Ballarin eru ekki í takt við þau svör sem ferðamálavefurinn Túristi.is segist hafa fengið hjá fjölmiðlafulltrúum Dulles.
Þar segir að flugmálayfirvöld Washington-svæðisins þekki ekki til US Aerospace Dulles eða félaga sem tengjast frú Ballarin. Þá segi jafnframt í svarinu að forsvarsfólk flugfélaga hafi reglulega samband við yfirvöld og lýsi yfir áhuga á að hefja flug til borgarinnar. Áþessari stundu liggi hins vegar ekkert fyrir um komu nýrra flugfélaga eða nýrra flugleiða til og frá Dulles.
Vonar aðmálinu verði lokaðendanlegaínæstu viku
Í skriflegu svari Páls Ágústs Ólafssonar, lögmanns Ballarin, við fyrirspurn fréttastofu segir aðþað sé rétt að yfirvöld á flugvellinum séu spennt fyrir því að hýsa heimahöfn WOW air. Unnið sé að samningum við flugvöllinn en upplýst verði um það nánar síðar.
Hugmyndir Ballarin í takt viðáætlanir á Keflavíkurflugvelli
Á dögunum átti Ballarin fund með Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, til að„hittast og kynnast“, að sögn Guðna Sigurðssonar, starfandi upplýsingafulltrúi Isavia. Þá standi til að funda aftur með Ballarin á næstunni. „Hún var ánægð með þetta, þau áttu góðan fund,“ segir Guðni.Forsvarsmenn Isavia hafi jafnframt tekið vel í fyrirætlanir Ballarin á Keflavíkurflugvelli. Í viðtali við ViðskiptaMoggann sagðist Ballarin vera áhugasöm um uppbyggingaráform Isavia á vellinum, meðal annars að byggingu landgangs frá aðalflugvellinum, til austurflugstöðvarbyggingarinnar, þannig að farþegar geti gengið beint frá borði inn í flugstöðina.

„Þær eru í rauninni það sem kemur fram í „masterplani Isavia“ og það sem Sveinbjörn kynnti fyrir henni sem framtíðaráætlanir. Þetta eru bara áætlanir Isavia um framhaldið á vellinum.“
WOW-setustofan háð ýmsum ferlum
Ballarin setti einnig fram hugmyndir um byggingu sérstakrar WOW-setustofu á flugvellinum. Guðjón segir að þetta sé eitthvað sem eigi eftir að ræða nánar.„Það er ferli varðandi það þegar fyrirtæki í flugtengdri starfsemi eða flugfélög óska eftir að byggja eða fá aðstöðu. Þá er það bara eitthvað sem fer í gang þegar það kemur formleg fyrirspurn um það.“
Enn sé ekkert formlegt í hendi, málið sé allt á viðræðustigi. Páll Ágúst segir segist vænta þess að Ballarin komi aftur til landsins, ásamt samstarfsfólki, strax í kjölfar þess að lausir endar í kaupsamningnum hafi verið hnýttir.
Fréttin hefur verið uppfærð.