Viðskipti erlent

Opnir kælar í verslunum nota meiri raforku en lokaðir

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Opnir kælar nota mun meiri raforku en lokaðir.
Opnir kælar nota mun meiri raforku en lokaðir. Nordicphotos/Getty

Opnir kælar í verslunum nota allt að 25 til 30 prósent meiri orku en lokaðir. Víða sjást enn þá opnir kælar í íslenskum stórverslunum en þeir hafa verið hafðir þannig til að auðvelda viðskiptavinum aðgengi að vörum. Verslanir hafa þó í síauknum mæli verið að skipta yfir í lokaða kæla.

Í Bretlandi nota verslanir um þrjú prósent af orku landsins og um þriðjungur fer í opna kæla. Það þýðir að eitt prósent af orkunotkun landsins fer í opna kæla. Hefur þessu verið lýst sem geigvænlegri sóun á auðlindum og fjármagni. Hafin er undirskriftasöfnun til að skikka verslunareigendur til að loka kælum sínum og hafa 25 þúsund undirskriftir safnast.

Sigurður Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs, sem stuðlar að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun, segir að ekki sé hægt að heimfæra þessar tölur yfir á Ísland. Hér á landi taki stórnotendur mun stærri sneið af kökunni. „Það er hins vegar hægt að nota þessar tölur til að sjá hlutfallið af almennu notkuninni, sem er um tuttugu prósent.“

Að sögn Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, hafa allt að 50 prósent orku sparast með því að loka kælum og setja upp LED-lýsingu. „Við erum ekki búin að endurnýja alls staðar en þar sem við erum að opna, endur­nýja eða breyta förum við alltaf yfir í lokaða kæla,“ segir Gréta.

Það sama er uppi á teningnum hjá Bónus að sögn Guðmundar Marteinssonar framkvæmdastjóra. Lokaðir kælar eru settir í stað eldri opinna kæla og auk þess er skipt úr freoni yfir í koltvísýring. Guðmundur segir að þessi skipti munu þó taka einhvern tíma. „Okkar reynsla er að raforkusparnaðurinn er allt að 50 prósent“ segir hann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.