Fleiri fréttir

Kerecis býr sig undir skráningu

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur verið í undirbúningsferli hjá Kauphöllinni varðandi skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á næstu misserum.

Tregða í þróun flugfargjalda

Væg hækkun fargjalda í sumar getur átt sér margar skýringar að sögn greinenda. Ice­landair fari varlega í hækkanir, olíuverð hafi lækkað og fall WOW air hafi raskað verðmælingum. Minni samkeppni skili sér þó á endanum með hærri fargjöldum.

Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“

Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ.

Landsvirkjun gæti orðið fyrir talsverðu tjóni dragist að kveikja á kerskálanum

Stjórnendur álversins í Straumsvík héldu upplýsingafund með starfsfólki álversins um stöðuna í morgun. Nýtt súrál kom í verksmiðjuna í gær og verður það unnið í kerskálum eitt og tvö á næstunni. Sérfræðingur í orkumálum segir stjórnendur álversins undir miklum þrýstingi að koma rekstri kerskála þrjú aftur í rekstur. Ef það dragist lengi geti það þýtt milljarða tjón fyrir verksmiðjuna og Landsvirkjun.

Ágreiningur varð til þess að greiðslur fyrir eignir úr þrotabúi WOW drógust

Ágreiningur um einn af nokkrum samningum vegna kaupa á eignum úr þrotabúi WOW air varð til þess að greiðslur á fyrsta samningnum drógust. Þetta herma heimildir fréttastofu en fullyrt er í Viðskiptamogganum að greiðslur fyrir eignirnar hafi enn ekki borist. Michele Ballarin, bandaríska athafnakonan sem hyggst endurreisa flugfélagið segist hafa tryggt félaginu sem hún kallar WOW 2 allt að hundrað milljónir Bandaríkjadala, eða um 12,5 milljarða íslenskra króna.

Horfur úr stöðugum í neikvæðar

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í gær lánshæfismat Íslandsbanka, Arion Banka og Landsbankans í BBB+/A-2.

Undanþága vegna innflutnings á lambakjöti veitt

Íslenskir lambahryggir hafa verið af skornum skammti í sumar en ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara samþykkti í dag að opna tollkvóta á lambahryggjum. Fyrr í sumar hafði ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt verið hafnað.f

Róbert Wessman í stjórn japansks lyfjafyrirtækis

Róbert Wessman, forstjóri Alvogen og stjórnarformaður Alvotech, var í vikunni kjörinn í stjórn japanska lyfjafyrirtækisins Fuji Pharma en japanska fyrirtækið á 4,2% hlut í Alvotech. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alvogen.

Gefa grænt ljós á kaup á Emmessís

Er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruni þessara tveggja fyrirtæki leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist eða að samruninn leiði til þess að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti.

Ráðleggur neytendum að forðast eCommerce

Lánafyrirtækið eCommerce 2020, sem rekur smálánafyrirtækin Kredia, Hraðpeninga og fleiri, hefur lækkað vexti niður í þá hæstu leyfilegu samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hefur efasemdir.

Ólafur Ragnar fer í stjórn Kerecis

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, mun taka sæti í stjórn íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis á hluthafafundi sem hefur verið boðaður fimmtudaginn 1. ágúst næstkomandi.

Boða nauðungarsölu á eignum Björns Inga

Sýslumaðurinn á Vesturlandi, Ríkisskattstjóri, Hvalfjarðarsveit og Vátryggingafélag Íslands hafa farið fram á að fjórar eignir fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar í Hvalfjarðarsveit verði seldar nauðungarsölu.

Ein milljón heyrnartóla fyrir börn seld

Félagið Nordic Enterprises Ltd, sem er að mestu í eigu Íslendinga í Hong Kong og framleiðir heyrnartól í Shenzhen fyrir börn, hefur tryggt sé jafnvirði 125 milljóna króna til að fjármagna vöxt fyrirtækisins.

Afstöðuleysi Bretlands í Huawei-máli skaðlegt

Næsti forsætisráðherra Breta, hvort sem það verður Boris Johnson eða Jeremy Hunt, þarf að drífa í því að taka ákvörðun um þátt kínverska tæknirisans Huawei í 5G-væðingu fjarskiptanets landsins.

Forstjórinn segir hald sem Isavia hafði vegna skuldar WOW air flogið í burtu

Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný.

Trygging Isavia fyrir skuldum WOW air farin

Trygging sem Isavia hafði fyrir skuldum WOW air er farin af landi brott eftir að farþegaþota bandarísku flugvélaleigunnar ALC sem Isavia kyrrsetti fór frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að málinu sé ekki lokið, það verði áfram rekið fyrir dómstólum.

Þota ALC farin af landi brott

Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun.

6,6 milljarða dala högg vegna 737 MAX

Flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða 4,9 milljarða bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 MAX-þotanna.

Erfið staða hjá Netflix

Bandaríska streymisveitan Netflix birti í fyrrinótt fjórðungsskýrslu sína og hafa tæknimiðlar vestan hafs í greiningum sínum sagt hana sýna svarta, eða að minnsta kosti gráa, stöðu hjá fyrirtækinu.

Sjá næstu 50 fréttir