Viðskipti innlent

Boða nauðungarsölu á eignum Björns Inga

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið/Valli

Sýslumaðurinn á Vesturlandi, Ríkisskattstjóri, Hvalfjarðarsveit og Vátryggingafélag Íslands hafa farið fram á að fjórar eignir fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar í Hvalfjarðarsveit verði seldar nauðungarsölu.

Kröfur á eignirnar fjórar, Másstaði 2 til 5, nema alls um 40 milljónum króna að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag. Þar segir jafnframt að sýslumaðurinn á Vesturlandi, sem hefur nauðungarsölur á sinni könnu, hafi boðað að beiðnir um nauðungarsölurnar verði teknar fyrir þann 22. ágúst næstkomandi, hafi þær ekki áður verið felldar niður.

Í útlistun Lögbirtingablaðsins, sem VB greindi fyrst frá, má lesa að kröfur á Másstaði 2 nema alls 10.813.290 krónum, á Másstöðum 3 hvílir 9.597.740 króna krafa, Másstaðir 4 bera 9.651.467 króna kröfur og á Másstöðum 5 liggja 9.725.735 krónur. Alls gera þetta kröfur upp á 39.788.232 krónur.

Björn Ingi rekur nú vefmiðilinn Viljann en hafði áður verið forsvarsmaður Pressusamstæðunnar sem rak meðal annars DV og Pressuna. Pressan var tekin til gjaldþrotaskipta í desember árið 2017. 315 milljón króna kröfum var lýst í þrotabú Pressunnar, en Björn Ingi hætti stjórnarformennsku í félaginu árið 2017. Þá var veitingastaðnum Argentínu steikhúsi, sem var í eigu Björns Inga, lokað í apríl í fyrra eftir árangurslaust fjárnám.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.