Þota ALC farin af landi brott Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2019 09:54 Vélin hefur staðið á Keflavíkurflugvelli frá því í mars. vísir/vilhelm TF-GPA, flugvél leigufélagsins ALC sem Isavia kyrrsetti í mars síðastliðnum vegna skulda WOW air tók á loft frá Keflavíkurflugvelli núna skömmu eftir klukkan níu. Þar með er síðasta vélin sem flaug í áætlunarflugi fyrir WOW air farin af landi brott. Á miðvikudag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness að kyrrsetningu vélarinnar skyldi aflétt og að ALC, eigandi vélarinnar, fengi hana aftur til sinna umráða. Isavia hafði kyrrsett vélina sem tryggingu fyrir því að fá greiddar skuldir WOW við félagið, og upphófst löng deila fyrir dómstólum hér á landi. Krafðist Isavia þess að fá greidda um tvo milljarða króna, eða allar skuldir WOW við félagið, áður en kyrrsetningu yrði aflétt. ALC mat það hins vegar svo að félaginu bæri aðeins að greiða ógreidd lendingargjöld og önnur gjöld sem tengdust vélinni sem um ræðir. Gerði félagið það en Isavia hélt vélinni eftir á meðan málið var enn til umfjöllunar á mismunandi dómstigum. Úrskurður héraðsdóms kvað hins vegar á um að réttaráhrifum niðurstöðu dómsins skyldi ekki frestað, sem þýðir að vélin yrði laus þrátt fyrir að Isavia tæki ákvörðun um að fara með málið lengra. Isavia hefur þegar kært niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar. Hér að neðan má sjá myndband af þotunni taka á loft og yfirgefa landið. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. 17. júlí 2019 10:26 Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. 18. júlí 2019 11:04 Isavia kærir úrskurð héraðsdóms um flutning ALC þotunnar Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms frá því í morgun sem heimilar flugvélaleigufyrirtækinu ALC að flytja farþegaþotu frá landinu sem hefur verið kyrrsett frá gjaldþroti WOW air. Lögmaður ALC segir unnið að því að koma vélinni frá Íslandi. Líklega verði Isavia krafið um bætur sem nemi tæplega 200 milljónum króna. 17. júlí 2019 18:45 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
TF-GPA, flugvél leigufélagsins ALC sem Isavia kyrrsetti í mars síðastliðnum vegna skulda WOW air tók á loft frá Keflavíkurflugvelli núna skömmu eftir klukkan níu. Þar með er síðasta vélin sem flaug í áætlunarflugi fyrir WOW air farin af landi brott. Á miðvikudag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness að kyrrsetningu vélarinnar skyldi aflétt og að ALC, eigandi vélarinnar, fengi hana aftur til sinna umráða. Isavia hafði kyrrsett vélina sem tryggingu fyrir því að fá greiddar skuldir WOW við félagið, og upphófst löng deila fyrir dómstólum hér á landi. Krafðist Isavia þess að fá greidda um tvo milljarða króna, eða allar skuldir WOW við félagið, áður en kyrrsetningu yrði aflétt. ALC mat það hins vegar svo að félaginu bæri aðeins að greiða ógreidd lendingargjöld og önnur gjöld sem tengdust vélinni sem um ræðir. Gerði félagið það en Isavia hélt vélinni eftir á meðan málið var enn til umfjöllunar á mismunandi dómstigum. Úrskurður héraðsdóms kvað hins vegar á um að réttaráhrifum niðurstöðu dómsins skyldi ekki frestað, sem þýðir að vélin yrði laus þrátt fyrir að Isavia tæki ákvörðun um að fara með málið lengra. Isavia hefur þegar kært niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar. Hér að neðan má sjá myndband af þotunni taka á loft og yfirgefa landið.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. 17. júlí 2019 10:26 Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. 18. júlí 2019 11:04 Isavia kærir úrskurð héraðsdóms um flutning ALC þotunnar Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms frá því í morgun sem heimilar flugvélaleigufyrirtækinu ALC að flytja farþegaþotu frá landinu sem hefur verið kyrrsett frá gjaldþroti WOW air. Lögmaður ALC segir unnið að því að koma vélinni frá Íslandi. Líklega verði Isavia krafið um bætur sem nemi tæplega 200 milljónum króna. 17. júlí 2019 18:45 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. 17. júlí 2019 10:26
Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. 18. júlí 2019 11:04
Isavia kærir úrskurð héraðsdóms um flutning ALC þotunnar Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms frá því í morgun sem heimilar flugvélaleigufyrirtækinu ALC að flytja farþegaþotu frá landinu sem hefur verið kyrrsett frá gjaldþroti WOW air. Lögmaður ALC segir unnið að því að koma vélinni frá Íslandi. Líklega verði Isavia krafið um bætur sem nemi tæplega 200 milljónum króna. 17. júlí 2019 18:45