Þota ALC farin af landi brott Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2019 09:54 Vélin hefur staðið á Keflavíkurflugvelli frá því í mars. vísir/vilhelm TF-GPA, flugvél leigufélagsins ALC sem Isavia kyrrsetti í mars síðastliðnum vegna skulda WOW air tók á loft frá Keflavíkurflugvelli núna skömmu eftir klukkan níu. Þar með er síðasta vélin sem flaug í áætlunarflugi fyrir WOW air farin af landi brott. Á miðvikudag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness að kyrrsetningu vélarinnar skyldi aflétt og að ALC, eigandi vélarinnar, fengi hana aftur til sinna umráða. Isavia hafði kyrrsett vélina sem tryggingu fyrir því að fá greiddar skuldir WOW við félagið, og upphófst löng deila fyrir dómstólum hér á landi. Krafðist Isavia þess að fá greidda um tvo milljarða króna, eða allar skuldir WOW við félagið, áður en kyrrsetningu yrði aflétt. ALC mat það hins vegar svo að félaginu bæri aðeins að greiða ógreidd lendingargjöld og önnur gjöld sem tengdust vélinni sem um ræðir. Gerði félagið það en Isavia hélt vélinni eftir á meðan málið var enn til umfjöllunar á mismunandi dómstigum. Úrskurður héraðsdóms kvað hins vegar á um að réttaráhrifum niðurstöðu dómsins skyldi ekki frestað, sem þýðir að vélin yrði laus þrátt fyrir að Isavia tæki ákvörðun um að fara með málið lengra. Isavia hefur þegar kært niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar. Hér að neðan má sjá myndband af þotunni taka á loft og yfirgefa landið. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. 17. júlí 2019 10:26 Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. 18. júlí 2019 11:04 Isavia kærir úrskurð héraðsdóms um flutning ALC þotunnar Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms frá því í morgun sem heimilar flugvélaleigufyrirtækinu ALC að flytja farþegaþotu frá landinu sem hefur verið kyrrsett frá gjaldþroti WOW air. Lögmaður ALC segir unnið að því að koma vélinni frá Íslandi. Líklega verði Isavia krafið um bætur sem nemi tæplega 200 milljónum króna. 17. júlí 2019 18:45 Mest lesið Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
TF-GPA, flugvél leigufélagsins ALC sem Isavia kyrrsetti í mars síðastliðnum vegna skulda WOW air tók á loft frá Keflavíkurflugvelli núna skömmu eftir klukkan níu. Þar með er síðasta vélin sem flaug í áætlunarflugi fyrir WOW air farin af landi brott. Á miðvikudag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness að kyrrsetningu vélarinnar skyldi aflétt og að ALC, eigandi vélarinnar, fengi hana aftur til sinna umráða. Isavia hafði kyrrsett vélina sem tryggingu fyrir því að fá greiddar skuldir WOW við félagið, og upphófst löng deila fyrir dómstólum hér á landi. Krafðist Isavia þess að fá greidda um tvo milljarða króna, eða allar skuldir WOW við félagið, áður en kyrrsetningu yrði aflétt. ALC mat það hins vegar svo að félaginu bæri aðeins að greiða ógreidd lendingargjöld og önnur gjöld sem tengdust vélinni sem um ræðir. Gerði félagið það en Isavia hélt vélinni eftir á meðan málið var enn til umfjöllunar á mismunandi dómstigum. Úrskurður héraðsdóms kvað hins vegar á um að réttaráhrifum niðurstöðu dómsins skyldi ekki frestað, sem þýðir að vélin yrði laus þrátt fyrir að Isavia tæki ákvörðun um að fara með málið lengra. Isavia hefur þegar kært niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar. Hér að neðan má sjá myndband af þotunni taka á loft og yfirgefa landið.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. 17. júlí 2019 10:26 Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. 18. júlí 2019 11:04 Isavia kærir úrskurð héraðsdóms um flutning ALC þotunnar Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms frá því í morgun sem heimilar flugvélaleigufyrirtækinu ALC að flytja farþegaþotu frá landinu sem hefur verið kyrrsett frá gjaldþroti WOW air. Lögmaður ALC segir unnið að því að koma vélinni frá Íslandi. Líklega verði Isavia krafið um bætur sem nemi tæplega 200 milljónum króna. 17. júlí 2019 18:45 Mest lesið Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. 17. júlí 2019 10:26
Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. 18. júlí 2019 11:04
Isavia kærir úrskurð héraðsdóms um flutning ALC þotunnar Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms frá því í morgun sem heimilar flugvélaleigufyrirtækinu ALC að flytja farþegaþotu frá landinu sem hefur verið kyrrsett frá gjaldþroti WOW air. Lögmaður ALC segir unnið að því að koma vélinni frá Íslandi. Líklega verði Isavia krafið um bætur sem nemi tæplega 200 milljónum króna. 17. júlí 2019 18:45