Viðskipti innlent

Kringlan tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kringlan hefur verið tilnefn til alþjóðlegra verðlauna fyrir þjónustu í kring um jólin.
Kringlan hefur verið tilnefn til alþjóðlegra verðlauna fyrir þjónustu í kring um jólin. Verslunarmiðstöðin Kringlan

Verslunarmiðstöðin Kringlan hefur verið tilnefnd til verðlauna frá Alþjóðlegum samtökum verslunarmiðstöðva, ISCS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kringlunni.



Kringlan hlaut tilnefningu í flokk þjónustu vegna rafrænnar aðstoðar við viðskiptavini í jólagjafaleit síðustu dagana fyrir jól. Verkefnið heitir Neyðarpakkatakkinn“ en hann var hannaður eins og SOS merki og auglýstur á Facebook. Fengu þeir sem notuðu þessa þjónustu samband við þjónustufulltrúa hjá Kringlunni til að finna jólagjöfina. Þjónustuna notuðu yfir þúsund viðskiptavinir.

Neyðarpakkatakkinn sem notaður var fyrir jól.Verslunarmiðstöðin Kringlan

Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar segir þessa tilnefningu mikinn heiður: „Við erum himinlifandi með tilnefninguna enda gríðarleg viðurkenning fyrir okkur. Góð viðbrögð viðskiptavina við þessari einföldu þjónustu gegnum netið styrkir þá stefnu sem Kringlan hefur markað sér í stafrænni vegferð til að mæta betur þörfum viðskiptavina með þeim hætti og þeirri tækni sem heimurinn býður upp á í dag.“



Verðlaun frá ICSC eru mjög eftirsótt meðal annars vegna þess að samtökin eru alþjóðlegt fagráð verslunarmiðstöðva með yfir 55 þúsund meðlimi í 90 löndum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×