Ein milljón heyrnartóla fyrir börn seld Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. júlí 2019 08:00 Börn verða oft fyrir heyrnarskaða af of háum hljóðstyrk. Vísir/Getty Félagið Nordic Enterprises Ltd, sem er að mestu í eigu Íslendinga í Hong Kong og framleiðir heyrnartól í Shenzhen fyrir börn, hefur tryggt sé jafnvirði 125 milljóna króna til að fjármagna vöxt fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum frá Centra Fyrirtækjaráðgjöf sem annaðist fjármögnunina þá selur Nordic Enterprises vörur sínar aðallega í Kína og Bandaríkjunum. Frumkvöðlarnir að baki félaginu eru Bjarki Garðarsson og Pétur Ólafsson sem er framkvæmdastjóri félagsins. Nordic Enterprises hefur þegar selt yfir eina milljón heyrnartóla sem ætluð eru börnum. „12,5 prósent barna á aldrinum 6-19 ára hafa hlotið eyrnaskaða vegna hlustunar með heyrnartólum með of háum hljóðstyrk og félagið snýst um hönnun, framleiðslu og sölu á heyrnartólum fyrir börn og unglinga,“ segir í tilkynningu. Framleitt er undir merkinu buddyphones. Tekjur Nordic Enterprises í fyrra eru sagðar hafa verið um 4,3 milljónir Bandaríkjadala og tekjurnar á þessu ári eru áætlaðar 6,3 milljónir dala, eða jafnvirði um 790 milljóna króna. „Stærstu viðskiptavinirnir eru Target og Amazon, en varan er í dreifingu í 60 löndum. Félagið er búið að selja yfir 1 milljón eintaka af heyrnartólum til þessa. Framtíðarhorfur félagsins eru góðar og spennandi tækifæri til vöruþróunar,“ segir í tilkynningu Center Fyrirtækjaráðgjafar. „Á árinu 2020 er stefnt að því að sækja fimm milljónir Bandaríkjadala til að fjármagna tækniþróun sem beinist meðal annars að ofvirkum og einhverfum börnum.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Félagið Nordic Enterprises Ltd, sem er að mestu í eigu Íslendinga í Hong Kong og framleiðir heyrnartól í Shenzhen fyrir börn, hefur tryggt sé jafnvirði 125 milljóna króna til að fjármagna vöxt fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum frá Centra Fyrirtækjaráðgjöf sem annaðist fjármögnunina þá selur Nordic Enterprises vörur sínar aðallega í Kína og Bandaríkjunum. Frumkvöðlarnir að baki félaginu eru Bjarki Garðarsson og Pétur Ólafsson sem er framkvæmdastjóri félagsins. Nordic Enterprises hefur þegar selt yfir eina milljón heyrnartóla sem ætluð eru börnum. „12,5 prósent barna á aldrinum 6-19 ára hafa hlotið eyrnaskaða vegna hlustunar með heyrnartólum með of háum hljóðstyrk og félagið snýst um hönnun, framleiðslu og sölu á heyrnartólum fyrir börn og unglinga,“ segir í tilkynningu. Framleitt er undir merkinu buddyphones. Tekjur Nordic Enterprises í fyrra eru sagðar hafa verið um 4,3 milljónir Bandaríkjadala og tekjurnar á þessu ári eru áætlaðar 6,3 milljónir dala, eða jafnvirði um 790 milljóna króna. „Stærstu viðskiptavinirnir eru Target og Amazon, en varan er í dreifingu í 60 löndum. Félagið er búið að selja yfir 1 milljón eintaka af heyrnartólum til þessa. Framtíðarhorfur félagsins eru góðar og spennandi tækifæri til vöruþróunar,“ segir í tilkynningu Center Fyrirtækjaráðgjafar. „Á árinu 2020 er stefnt að því að sækja fimm milljónir Bandaríkjadala til að fjármagna tækniþróun sem beinist meðal annars að ofvirkum og einhverfum börnum.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira