Viðskipti innlent

FA segir afurðastöðvar búa til skort

Sighvatur Arnmundsson skrifar
FA segir hagsmuni neytenda ekki í fyrirrúmi.
FA segir hagsmuni neytenda ekki í fyrirrúmi. Fréttablaðið/Anton Brink

Félag atvinnurekenda (FA) sakar afurðastöðvar um að hafa búið til skort á lambahryggjum og hryggsneiðum sem hafi leitt til verðhækkunar. Ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur lagt til að gefinn verði út tímabundinn innflutningskvóti á lækkuðum tollum til að bregðast við þessum skorti.

„Það hefur legið fyrir vikum saman að það stefndi í skort á lambahryggjum, en afurðastöðvar hafa sagst eiga nóg og ráðuneytið látið þar við sitja. Nú, þegar stutt er í að skortur bitni á neytendum, kemur loks þessi ófullnægjandi tillaga frá nefndinni,“ er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra FA, í tilkynningu.

Ólafur segir að niðurstaðan verði líklega sú að loks þegar tekist hafi að flytja kjöt til landsins verði sláturtíð í þann veginn að hefjast. Málið sé dæmi um öfugsnúið kerfi þar sem hagsmunir neytenda séu ekki í fyrirrúmi.

„Innlendar afurðastöðvar hafa selt lambahryggi til útlanda í stórum stíl, á verði sem er miklu lægra en það sem innlendri verslun stendur til boða,“ segir Ólafur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.