Viðskipti innlent

Ingvar frá SVÞ til Samorku

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ingvar Freyr Ingvarsson
Ingvar Freyr Ingvarsson Samorka.
Ingvar Freyr Ingvarsson tekur við starfi hagfræðings hjá Samorku í september næstkomandi. Áður gegndi Ingvar sambærilegri stöðu hjá Samtökum verslunar og þjónustu, þar sem hann hóf störf árið 2016.Á vef Samorku er ferill Ingvars reifaður. Hann lauk M.Sc. gráðu í hagfræði með áherslu á orku- og loftslagshagfræði frá norska umhverfis – og lífvísindaháskólanum (Norges miljø- og biovitenskapelige unversitet (NMBU)) í september 2016, kennsluréttindum frá HÍ árið 2012 og B.S. gráðu í hagfræði frá sama skóla árið 2011.Samhliða námi starfaði hann sem sérfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans og við tölfræðilega greiningu hjá Seðlabanka Íslands. Þá hefur hann kennt hagfræði og skyldar greinar, bæði í menntaskóla og við Opna háskólann í Reykjavík, sem kennari í HÍ og við NMBU.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.