Viðskipti erlent

Facebook þarf að greiða fimm milljarða dollara sekt

Kjartan Kjartansson skrifar
Facebook gerði notendum sínum ekki ljóst að þegar þeir gáfu upp símanúmer fyrir innskráningu væru þeir einnig að gangast undir að númerið væri notað í auglýsingaskyni.
Facebook gerði notendum sínum ekki ljóst að þegar þeir gáfu upp símanúmer fyrir innskráningu væru þeir einnig að gangast undir að númerið væri notað í auglýsingaskyni. Vísir/EPA

Viðskiptastofnun Bandaríkjanna tilkynnti um að samfélagsmiðlarisinn Facebook hefði fallist á að greiða fimm milljarða dollara sekt, jafnvirði um 611 milljarða íslenskra króna, vegna brota á persónuverndarlögum. Fyrirtækið skuldbindur sig til að endurskoða persónuvernd notenda miðilsins.

Sáttin er háð samþykki dómstóls. Stjórn Viðskiptastofnunarinnar (FTC) samþykkti sáttina eftir flokkslínum. Fulltrúar demókrata í stjórninni greiddu atkvæði gegn sáttinni þar sem þeir töldu hana ekki ganga nógu langt og sektina of lága, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Stofnunin taldi að skilmálar Facebook væru blekkjandi fyrir tugi milljóna notenda sem notaði andlitsgreiningartól. Þá hafi fyrirtækið brotið eigin reglur um misvísandi vinnubrögð þegar það greindi notendum ekki frá því að símanúmer sem þeir gáfu upp til öryggis yrði notað til auglýsinganota.

Facebook greiðir einnig hundrað milljón dollara sekt til Verðbréfa- og kaupþingsnefndar Bandaríkjanna (SEC) fyrir að hafa gefið fjárfestum sínum misvísandi upplýsingar um hversu alvarleg persónuverndarbrotin sem fyrirtækið var sakað um voru.

Með sáttinni þarf Facebook að stofna sjálfstæða persónuverndarnefnd þannig að Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, verði ekki lengur einráður um persónuverndarstefnuna. Þá ætlar fyrirtækið að hafa strangara eftirlit með snjallforritum þriðju aðila sem notendur tengjast í gegnum Facebook.


Tengdar fréttir

Facebook leggur þrjá miljarða til hliðar í sektarsjóð

Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook hefur lagt til hliðar þrjá milljarða dollara, um 360 milljarða íslenska króna, til þess að greiða fyrir mögulegar sektir vegna rannsóknar á meintum persónuverndarbrotum fyrirtækisins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,46
15
375.832
MAREL
1,11
14
298.559
REGINN
0,9
8
133.385
FESTI
0,84
7
200.425
SKEL
0,55
9
89.970

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-2,3
9
120.376
ICEAIR
-2,17
51
165.212
KVIKA
-1,89
9
75.362
SYN
-1,43
5
20.669
SJOVA
-0,97
6
58.720
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.