Viðskipti innlent

Verðbólga 3,1 prósent í júlí

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Verð á fatnaði og skóm lækkaði vegna útsala.
Verð á fatnaði og skóm lækkaði vegna útsala. Fréttablaðið/Anton
Vísitala neysluverðs í júlímánuði mældist 468,8 stig og lækkaði um 0,2 prósent milli mánaða. Tólf mánaða verðbólga er 3,1 prósent en án húsnæðisliðar er hún 2,8 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni.

Þar segir að sumarútsölur leiði til verðlækkunar á fötum og skóm um rúm ellefu prósent. Þá hafi verð á húsgögnum lækkað um rúm níu prósent. Hins vegar hækkuðu flugfargjöld um rúm sex prósent og verð á hótelum og veitingastöðum um tæp tvö prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×