Viðskipti innlent

Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum

Birgir Olgeirsson skrifar
Bombardier Q400-vél Air Iceland Connect sést hér á Akureyrarflugvelli. Vélarnar eru nú notaðar í millilandaflugi Icelandair vegna kyrrsetningar MAX-vélanna.
Bombardier Q400-vél Air Iceland Connect sést hér á Akureyrarflugvelli. Vélarnar eru nú notaðar í millilandaflugi Icelandair vegna kyrrsetningar MAX-vélanna. vísir/frikki þór

Neytendasamtökin hafa farið fram á að Icelandair deili mögulegum bótum frá flugvélaframleiðandanum Boeing, vegna kyrrsetningar á 737 MAX flugvélunum, með þeim farþegum sem Icelandair sem hafa neyðst til að fljúga með staðgengdarflugvélum, án þeirra þæginda sem flugfélagið auglýsir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Neytendasamtökunum. Greint var frá því í gær að Neytendasamtökunum hefðu borist fjölda kvartana frá fólki sem keypti flug með Icelandair en fékk ekki þá þjónustu sem greitt var fyrir.

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði að hann vildi sjá Icelandair gefa farþegum sínum afslátt fyrir að ferðast með leiguflugvélum sem væru ekki með sömu þægindum og lofað var.

Neytendasamtökin hvetja alla félagsmenn sem flogið hafa með leiguvélum Icelandair, sem bjóða ekki upp á sömu þægindi, að geyma brottfararspjöld sín og kvittun fyrir kaupum, komi til þess að samtökin sæki bætur til Icelandair.

Að sama skapi hvetja Neytendasamtökin alla félagsmenn sem hafa flogið með lággæðaflugvélum Icelandair að geyma brottfararspjöld sín og kvittun fyrir kaupum, komi til þess að samtökin sæki bætur til Icelandair.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.