Viðskipti innlent

Gefa grænt ljós á kaup á Emmessís

Birgir Olgeirsson skrifar
Emmessís fær nýja eigendur.
Emmessís fær nýja eigendur. FBL/GVA

Samkeppniseftirlitið hefur gefið grænt ljós á kaup 1912 ehf. á hluta í Emmessís. Er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruni þessara tveggja fyrirtæki leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist eða að samruninn leiði til þess að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti.

1912 ehf. er móðurfélag tveggja félaga, það er Nathan og Olsen hf. og Ekran ehf. Nathan og Olsen hf. rekur heildsölu sem selur dagvöru og snyrtivöru til smásöluverslana og markaðssetningu á þeim vörum sem heildsala félagsins tekur til. Emmessís ehf. rekur ísgerð og selur ís hér á landi.

Í upplýsingabeiðni sem Samkeppniseftirlitið sendi til keppinauta samrunaaðila á ísmarkaði og helstu viðskiptavina var óskað eftir sjónarmiðum þeirra um samrunann. Enginn þeirra sá ástæðu til þess að mótmæla því að samruninn fengi að ganga í gegn, né því sem fram kom í samrunaskrá, hvorki þeim markaðsskilgreiningum sem þar voru settar fram né sjónarmiðum um stöðu samrunaaðila á markaði. Einnig voru umsagnaraðilar sammála lýsingu samrunaaðila á samkeppnislegum áhrifum á viðkomandi mörkuðum. Einu áhyggjurnar sem fram komu í umsögnunum sneru að samþjöppun á matvörumarkaði hjá birgjum.

Markaðurinn fyrir innflutning, framleiðslu og heildsöludreifingu á ís og ísvörum er mjög samþjappaður og hafa Emmessís og Kjörís sterka stöðu á markaðnum og hafa viðhaldið henni um lengri tíma. Þessi samruni mun hins vegar hafa takmörkuð áhrif á hlutdeild aðila á markaði og samþjöppun. Einnig gefur innkoma Core, sem flytur meðal annars inn Nocco, það til kynna að innkoma á markaðinn sé möguleg auk þess sem eigin innflutningur smásölukeðja veitir visst samkeppnislegt aðhald.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.