Viðskipti innlent

Innkalla Volvo XC90 vegna hættu á morknun

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bíltegundin sem um ræðir.
Bíltegundin sem um ræðir. Brimborg
Bílaumboðið Brimborg þarf að innkalla á annað hundrað Volvo lúxusjeppa. Ástæða innköllunarinnar er að kælivatnshosa í bílunum, sem eru af tegundinni XC 90 og árgerð 2016, getur morknað vegna hita og rakabreytinga. 

Volvo XC90 er margverðlaunaður, var meðal annars útnefndur Bíll ársins á Íslandi árið 2016. 



Bílarnir þurfa því að undirgangast viðgerð þar sem skipt verður um kælivatnshosuna í öllum bílunum, sem eru alls 165 talsins hér á landi. Fram kemur á vef Neytendastofu að viðkomandi bifreiðaeigendum verði tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.

„Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa,“ eins og segir á vef stofnunarinnar.

Þrátt fyrir að þess sé ekki getið má ætla að um alþjóðlega innköllun að ræða. Þannig var greint frá því í apríl á þessu ári að Volvo hafi innkallað rúmlega 34 þúsund bifreiðar sömu tegundar vegna áþekkrar hættu. Þá greindu erlendir miðlar frá því í gær að Volvo þyrfti að innkalla rúmlega 500 þúsund bíla vegna galla sem í einstaka jaðartilfellum getur valdið eldhættu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
1,61
31
460.966
LEQ
0,47
5
17.204
SYN
0,47
2
4.297
FESTI
0,26
10
178.224
REGINN
0,2
13
68.613

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,72
48
25.216
REITIR
-1,6
17
124.978
EIK
-1,45
12
85.636
ICESEA
-0,93
7
83.954
VIS
-0,9
8
132.040
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.