Viðskipti erlent

Sendu heilsustykki með pöntun í yfirstærð

Sylvía Hall skrifar
Fataverslunin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir uppátækið.
Fataverslunin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir uppátækið. Vísir/Getty

Fataverslunin Forever 21 hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að gefa heilsustykki frá Atkins með pöntunum fyrirtækisins. Konur sem höfðu verslað föt í svokölluðum „yfirstærðum“ frá fyrirtækinu vöktu athygli á málinu á samfélagsmiðlum.

„Hvað eruð þið að reyna að segja mér Forever 21? Að ég sé feit, eigi að grennast? Sendið þið þetta líka til þeirra sem eru ekki í yfirstærð?“ skrifar einn ósáttur viðskiptavinur á Twitter. Hún hafði ákveðið að panta sér föt frá versluninni eftir að hafa farið úr stærð 24 niður í 18.
Forever 21 hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og beðist afsökunar. Þau segjast hafa sent slík heilsustykki með öllum pöntunum, ekki einungis þeim sem voru í yfirstærð. Heilsustykkin höfðu verið hugsuð sem óvæntur glaðningur til viðskiptavina.

„Gjöfin sem um ræðir fylgdi með öllum pöntunum, óháð stærðum og tegundum, í stuttan tíma og hefur nú verið fjarlægð,“ segir í yfirlýsingunni. Þau segjast harma það ef einhverjir móðguðust vegna þessa.

Svör fyrirtækisins hafa ekki fullnægt öllum og segja margir gjöfina vera óviðeigandi, sama hvort hún hafi verið send á alla eða einungis afmarkaðan hóp. Samantha Puc, ritstjóri, segir á Twitter-síðu sinni að gjöfin sendi hættuleg skilaboð til viðskiptavina fyrirtækisins.

„Það er greinilegt að Forever 21 sendir Atkins-stykki með öllum pöntunum sínum sem sendir gríðarlega hættuleg skilaboð til allra viðskiptavina þeirra. Það er ekki einungis fitusmánun heldur gæti einnig ýtt undir átröskunareinkenni fólks af öllum stærðum. Þetta er jafn hættulegt og þetta er óviðeigandi,“ skrifar Puc.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.