Viðskipti innlent

Kerecis býr sig undir skráningu

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Aðalstöðvar Kerecis eru á Ísafirði og þar eru allar vörur fyrirtækisins framleiddar.
Aðalstöðvar Kerecis eru á Ísafirði og þar eru allar vörur fyrirtækisins framleiddar. Mynd/Kerecis

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur verið í undirbúningsferli hjá Kauphöllinni varðandi skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á næstu misserum. Þetta herma áreiðanlegar heimildir Fréttablaðsins en valið mun standa milli kauphallarinnar á Íslandi annars vegar og í Toronto hins vegar.

Markmið skráningarinnar er að eiga greiðari aðgang að stofnanafjárfestum til að fjármagna ytri vöxt fyrirtækisins. Stjórnendur Kerecis horfa til vaxtarára stoðtækjaframleiðandans Össurar sem fjármagnaði yfirtökur á tíu fyrirtækjum í Bandaríkjunum á árunum 2000 til 2005 í kjölfar skráningar á hlutabréfamarkað.

Kerecis lauk fyrr á árinu fjármögnun fyrir jafnvirði rúmlega tveggja milljarða króna en miðað við gengið í hlutafjárhækkuninni gæti virði Kerecis verið allt að 12,4 milljarðar króna. Tekjur Kerecis námu 4,6 milljónum dala á síðasta ári en gert er ráð fyrir að þær meira en áttfaldist og verði komnar í 39 milljónir dala á næsta ári. Það kom fram í fjárfestakynningu sem Arion banki útbjó fyrr á árinu.


Tengdar fréttir

Ólafur Ragnar fer í stjórn Kerecis

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, mun taka sæti í stjórn íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis á hluthafafundi sem hefur verið boðaður fimmtudaginn 1. ágúst næstkomandi.

Tveir milljarðar inn til Kerecis

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur lokið fjármögnun fyrir 16 milljónir dollara eða jafnvirði um tveggja milljarða króna.

Emerson Collective eignast hlut í Kerecis

Samtökin Emerson Collective, sem voru stofnuð af Laurene Powell Jobs, ekkju Steve Jobs, stofnanda Apple, breyttu í síðasta mánuði kröfum sínum á hendur íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Kerecis í hlutafé fyrir 390 milljónir, samkvæmt gögnum sem borist hafa fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.