Viðskipti innlent

Krónan styrkist gagnvart evrunni eftir langt jafnvægistímabil

Birgir Olgeirsson skrifar
Háanna tími í ferðaþjónustunni vegur þungt í gjaldeyrisflæðinu.
Háanna tími í ferðaþjónustunni vegur þungt í gjaldeyrisflæðinu. Vísir/Vilhelm
Krónan hefur styrkst nokkuð undanfarna daga gagnvart evrunni eftir langvarandi tímabil þar sem talsvert jafnvægi var á gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum.Allt frá 12. júní síðastliðnum hafði ein evra kostað tæplega 142 krónur en krónan hóf að styrkjast gagnvart evrunni á föstudag og kostar evran í dag 135,9 krónur.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir í samtali við Vísi að nú standi yfir háanna tími í ferðaþjónustunni sem hafi áhrif á gengi krónunnar.Ferðaþjónustufyrirtækin þurfi að borga laun í krónum en fái tekjur að miklu leyti í erlendum gjaldeyri, þar á meðal evrum.„Þetta kemur í kjölfar þess að mikið jafnvægi hefur verið á krónunni í langan tíma en þessi háanna tími í ferðaþjónustunni vegur nokkuð þungt í gjaldeyrisflæðinu,“ segir Jón Bjarki.Hann segir vísbendingar um að framvirk sala með gjaldeyri hafi verið með minna móti en áður, það er að segja að ferðaþjónustufyrirtækin hafi selt minna af gjaldeyri framvirkt og því verða beinu áhrifin af þessum háanna tíma á gengi krónunnar meiri en ella.Jón Bjarki bendir á að á þessum mikla jafnvægistímabili krónunnar hafi myndast þrýstingur sem losni um núna.Ferðaþjónustufyrirtækin þurfa að greiða laun og innlendan kostnað í krónum en fá tekjur í gjaldeyri, því þurfi að skipta gjaldeyrinum yfir í krónur sem hafi þessi áhrif á gengið.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.