Fleiri fréttir

Áfram hækkanir á hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa flestra íslenskra hlutafélaga sem skráð eru á markað í kauphöllinni hækkaði í dag. Mesta hækkunin var á gengi bréfa Marels, eða um 2,01 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 152. Þá hækkaði gengi bréfa Össurar um 1,49 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 205.

Ævintýralegur vöxtur snjallasímamarkaðar

Sala á snjallsímum hefur verið ævintýralega mikil á undanförnum árum, en sérfræðingar gera ráð fyrir að ekki muni draga úr hraða sölunnar fyrr en á næsta ári. Ástæðan fyrir að hægja mun á sölunni á endanum, er einfaldlega sú að vöxturinn hefur verið svo hraður, að ómögulegt er talið að viðhalda honum, þar sem mörg hundruð milljónir manna eru nú komnar með snjallsíma í hendurnar, munu ekki allir endurnýja þá hratt.

20 milljóna króna fjárfesting Jóns Ásgeirs

Jón Ásgeir Jóhannesson segir að fjárfestingin í Muddy Boots nemi innan við 20 milljónum íslenskra króna, en ekki hundruðum milljóna eins og fram kom á vef Telegraph. Greint var frá því í morgun að hann hafi fjárfest í kjötiðnaðarfyrirtæki sem aðallega starfar við framleiðslu á hamborgurum.

Netheimar harmi slegnir

Netheimar eru harmi slegnir yfir andláti hins 26 ára gamla Aaron Swartz en hann svipti sig lífi í íbúð sinni í New York á föstudaginn.

Alls óvíst hvenær nauðasamningar verða samþykktir

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segist ekkert vita hvenær hægt verði að samþykkja nauðasamninga slitastjórna Glitnis og Arion banka við kröfuhafa. Málið er flókið enda gæti það þýtt gríðarlegan flutning á gjaldeyri úr landi og haft mikil áhrif á gengi krónunnar og þar af leiðandi íslenskt efnahagslíf. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í vikunni að ólíklegt væri að þeir yrðu samþykktir fyrir kosningar. "Það bara veit ég ekkert um. Það getur gerst hratt og það getur gerst hægt. Það fer eftir því hvernig gengur í samtölum milli aðila,“ sagði Már þegar Vísir náði tali af honum í gær og spurði hvenær hann sæi fyrir sér að nauðasamningar yrðu samþykktir.

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað nokkuð í morgun. Tunnan af Brentolíunni er komin niður í 110,5 dollara og hefur lækkað um 1,3% frá því í gærdag. Bandaríska léttolían hefur lækkað nokkuð minna eða um 0,3% og stendur í tæpum 94 dollurum.

Seðlabankinn fylgist með hvort bankarnir hafi óeðlileg áhrif á krónuna

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að Seðlabankinn fylgist mjög vel með því hvort þær skyldur sem viðskiptabankarnir beri á gjaldeyrismarkaði stangist á við aðra hagsmuni þeirra. Gengi íslensku krónunnar tók mikla dýfu dagana fyrir áramót og á síðasta viðskiptadegi ársins var gengi krónunnar lægra en það hafði áður verið á árinu. Bæði Viðskiptablaðið og Greiningardeild Arion banka fjölluðu ítarlega um það að Landsbankinn hefði hagnast á veikingunni vegna breytinga sem gerðar höfðu verið að skuldabréfi milli Landsbankans og þrotabú gamla Landsbankans.

Líkamsræktarstöð með sérstöðu

"Við erum langt frá því að vera hætt og erum glöð að geta sagt frá því að um næstu mánaðamót munum við endurnýja tækin í tækjasalnum. Þá verða tekin í notkun glæsileg ný CYBEX-tæki, líklega þau bestu sem eru á boðstólum hér á landi,“ segir Bjargey Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri íþróttasviðs Nordica Spa.

Reginn hækkar um ríflega fjögur prósent

Fasteignafélagið Reginn hefur hækkað um 4,05 prósent í dag, og er gengi bréfa félagsins nú 12,38. Gengi bréfa félagsins við skráningu á sumarmánuðum 2012 var 8,2.

Fjölskyldu- og barnvæn líkamsræktarstöð á Seltjarnarnesi

Fjölbreyttir tímar eru í boði fyrir alla fjölskylduna í líkamsræktarstöðinni Hreyfilandi á Seltjarnarnesi. Mikil áhersla er lögð á fjölskylduvænt og barnvænt umhverfi. Margir tímar innihalda bæði þátttöku barna og fullorðinna.

Telur auðlegðarskattinn fara gegn stjórnarskrá

Garðar Valdimarsson hrl. segir auðlegðarskattinn, sem lagður er á hreina eign einstaklinga yfir 75 milljónum og hjóna yfir 100 milljónum, fara gegn stjórnarskrá, einkum ákvæðum um eignarrétt. Hann telur Hæstarétt hafa gefið leiðgsögn í þessum efnum í dómsmáli árið 1958, þar sem deilt var um stóreignaskattinn svonefnda.

FME blæs á athugasemdir Stafa

Fjármálaeftirlitið (FME) gefur lítið fyrir þær athugasemdir sem lífeyrissjóðurinn Stafir hefur gert við úttekt eftirlitsins á starfsemi sjóðsins. Fjármálaeftirlitið segir m.a. að óvarlegt sé að fullyrða að engir fjármunir hafi tapast í tengslum við þau atriði sem eftirlitið gerði athugasemdir við.

Faglegar aðferðir og góð samvinna

"Við höfum verið að fá fleiri yfirgripsmikil verkefni undanfarið og má þar nefna að samvinna við sjúkraþjálfara, lækna og einkaþjálfara hefur aukist, sem hefur gefið mörgum kúnnum tækifæri til betri heilsu og bata. Samþætting faggreina er mun meiri og útkoman jákvæðari,“ segir Ingólfur.

Gengi Icelandair og Regins í hæstu hæðum

Gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins hækkaði mesta allra í kauphöll Íslands í dag, eða um 3,36 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 12,3. Félagið var skráð á markað á genginu 8,2 sl. sumar. Gengi bréfa félagsins hefur ekki verið hærra frá skráningu.

Valgeir Gauti gefur ráð

Verslunin Sportlíf í Glæsibæ og Holtagörðum býður úrval af hágæða fæðubótarefnum. Á morgun og á laugardag mun Valgeir Gauti Árnason Íslandsmeistari í vaxtarrækt gefa fólki góð ráð við val á fæðubótarefnum í Sportlíf í Glæsibæ.

iPotty: Snjall-koppurinn mættur til leiks

Öll helstu tæknifyrirtæki veraldar kynntu nýjustu vörur sínar á CES tækniráðstefnunni í Bandaríkjunum á dögunum. Nokkrar vörur hafa þó vakið sérstaka athygli.

VÍS búið að selja hlut sinn í Vefpressunni

Vátryggingafélag Íslands, VÍS, seldi hlut sinn í Vefpressunni um mitt síðasta ár. Þetta staðfesti Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, við fréttastofu í dag.

Guðmundarsmiðja opnuð á Ísafirði

Stafræn smiðja var formlega opnuð í Menntaskólanum á Ísafirði í byrjun ársins. Hún hefur reyndar verið í notkun síðan í haust og aðsókn verið góð, að sögn Þrastar Jóhannssonar, kennara við skólann.

Miklar hækkanir á hlutabréfum í kauphöllinni í dag

Miklar hækkanir hafa einkennt hlutabréfaviðskipti í Nasdaq OMX kauphöll Íslands í dag, en mesta hækkunin hefur verið á gengi bréfa Icelandair Group, Haga, en það hefur hækkað um 3,28 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 9,1, og hefur aldrei verið hærra.

Vefpressan tapaði tæplega 30 milljónum 2011

Félagið Vefpressan ehf., sem m.a. rekur pressuna.is og eyjuna.is, tapaði 29,8 milljónum á árinu 2011, samkvæmt ársreikningi, en honum var skilað nú í upphafi ársins til Ársreikningaskrár, hinn 7. janúar.

Olíusalan dróst saman um 40%

Olíusala Írans hefur fallið um allt að fjörutíu prósent frá því að vesturveldin hertu á viðskiptaþvingunum á landið fyrir um ári. Þetta staðfestir Rostam Quasemi, olíumálaráðherra Írans, og gefur í skyn að enn meiri samdráttar sé von.

Kröfðust gjaldþrotaskipta yfir DV

Sameinaði lífeyrissjóðurinn krafðist gjaldþrotaskipta yfir útgáfufélagi DV á dögunum. Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að þessi krafa hafi verið vegna 600 þúsund króna skuld blaðsins við sjóðinn. Gjaldþrotabeiðnin var þó afturkölluð á síðustu stundu þegar skuldin var greidd upp. Vísir hefur á undanförnum þremur vikum ítrekað óskað eftir upplýsingum frá Kristjáni Erni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Sameinaða lífeyrissjóðsins en án árangurs.

Útflutningur á ferskum þorski eykst verulega

Útflutningur á ferskum þorski jókst um liðlega 30 prósent fyrstu ellefu mánuði síðasta árs samanborið við árið á undan og verðmætið var hátt í 21 milljarður samanborið við tæpa 17 milljarða árið áður.

Leigumarkaðurinn minnkar og leigan hækkar

Leigumarkaðurinn skrapp saman um 9% á milli ára á síðasta ári, en þá voru rúmlega 9.000 leigusamningar gerður á landinu öllu. Það fækkun um 868 samninga frá fyrra ári.

Hampiðjan kaupir fyrirtæki í Danmörku

Cosmos Trawl, fyrirtæki sem er alfarið í eigu Hampiðjunnar, hefur keypt 80% hlut í rekstri og eignum Nordsötrawl í Danmörku. Kaupverðið var 13 milljónir danskra króna eða tæplega 300 milljónir króna.

Eignir lífeyrissjóðanna orðnar 2.337 milljarðar

Hrein eign lífeyrissjóða nam 2.337 milljörðum kr. í lok nóvember s.l. og hafði þar með aukist um 10 milljarða kr. frá október eða um 0,4%. Þar af var eign lífeyrissjóða 230 milljarðar kr. í séreignardeildum. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans.

Úrval heilsurétta og fæðubótarefna

Sanitas er ung og framsækin heilsu- og matvöruheildsala, stofnuð árið 2010. Fyrirtækið flytur meðal annars inn Nutramino-vörurnar frá Danmörku, en þær er að finna í allflestum matvöruverslunum landsins

Ódýrari iPhone á leiðinni

Svo gæti farið að ný og ódýrari útgáfa af iPhone snjallsímanum komi á markað seinna á þessu ári. Síðustu mánuði hefur tæknirisinn Apple staðið í ströngu við að halda í við keppinauta sína um yfirráð á snjallsíma-markaðinum.

Ólíklegt að nauðasamningar klárist fyrir kosningar

Litlar líkur eru á því að nauðasamningar við kröfuhafa gömlu bankana nái fram að ganga fyrir kosningar, segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd. Nefndin fundaði í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir