Fleiri fréttir Þriðja félagið á markað í Kauphöllinni Viðskipti hófust með bréf í Fjarskiptum, sem rekur Vodafone á Íslandi, í Kauphöllinni í morgun. Um er að ræða þriðju nýskráninguna á þessu ári en fasteignafélagið Reginn var skráð í markað í byrjun júlí síðastliðnum og Eimskip var skráð í Kauphöllina um miðjan nóvember. Samtals eru nýskráningarnar nú orðnar fjórar frá hruni en í desember á síðasta ári riðu Hagar á vaðið. 18.12.2012 12:02 Landsbréf verða einn af eigendum Bláa Lónsins Grímur Sæmundsen, Edvard Júlíusson og Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa stofnað nýtt félag, Hvatningu, utan um kjölfestuhlut í Bláa Lóninu hf. 18.12.2012 10:17 Opnað fyrir viðskipti með bréf í Fjarskiptum Viðskipti hefjast í dag með hlutabréf Fjarskipta hf. á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland. Fjarskipti, sem rekur Vodafone á Íslandi, tilheyrir fjarskiptageiranum og flokkast sem lítið félag. Vodafone á Íslandi er þriðja félagið sem skráð er í Kauphöllina á Íslandi á þessu ári. "Þetta er stór dagur í okkar sögu og fyrir íslenska hlutabréfamarkaðinn. Með skráningu félagsins hefur bæst við ný atvinnugrein á hlutabréfamarkaðinn og sem eina fjarskiptafélagið þar hlökkum við til að vinna með nýjum eigendum og fjárfestum,“ segir Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone. 18.12.2012 09:21 Meðallaun á Íslandi rétt undir meðallagi ESB ríkjanna Árið 2010 voru meðallaun á Íslandi rétt undir meðaltali Evrópusambandsríkjanna. Þegar horft er til starfsstétta voru stjórnendur, sérfræðingar, tæknar og skrifstofufólk með laun undir meðaltali samsvarandi hópa í Evrópusambandinu en laun þjónustu- og sölufólks, iðnaðarmanna og iðnverkafólks, véla- og vélgæslufólks og ósérhæfðs starfsfólks voru yfir meðaltali. 18.12.2012 09:04 Dönsku járnbrautirnar í miklum fjárhagserfiðleikum Dönsku ríkisjárnbrautirnar eða DSB eiga nú í miklum fjárhagserfiðleikum og í dönskum fjölmiðlum er því haldið fram að DSB rambi á barmi gjaldþrots. 18.12.2012 06:32 Olíurisar vilja leita að olíu við austurströnd Grænlands Mikill áhugi er fyrir áframhaldandi olíuleit við austurströnd Grænlands. Nýlega voru boðnar út 19 blokkir, eða svæði, til olíuleitar og vinnslu á Grænlandshafi og sóttu 11 olíufélög um þessi svæði. 18.12.2012 06:30 Sigurður keypti fyrir 23,7 milljónir í Icelandair Sigurður Helgason, stjórnarformaður Icelandair hefur keypt rúma þrjár milljónir hluta í félaginu fyrir samtals 23,7 milljónir króna. 18.12.2012 06:25 Spáir óbreyttri verðbólgu í desember Greiningardeild Arion banka spáir 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs í desember. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan mælast óbreytt í 4,5% í desember. 18.12.2012 06:18 Fjárfestingar sveitarfélaga í algeru lágmarki Fjárfestingar sveitarfélaganna hafa verið í algeru lágmarki þetta árið. Þetta sést best á útboðum ársins hjá Lánasjóði þeirra. 18.12.2012 06:14 Skráð atvinnuleysi jókst lítillega í nóvember Skráð atvinnuleysi mældist 5,4% í nóvember sl., 0,2 prósentustigi meira en í október, samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun birti fyrir helgina. Fjölgaði einstaklingum á skrá um 375 á þessu tímabili. 17.12.2012 11:11 Færri samningar en meiri velta á fasteignamarkaðinum Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu var 109. Þetta er nokkuð minna en nemur meðaltalinu á viku undanfarna þrjá mánuði sem er 120 samningar. 17.12.2012 10:23 Árangurslaus fundur um norsk-íslensku síldina Fyrir helgina var haldinn árangurslaus framhaldsfundur strandríkja vegna stjórnunar veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári. Boðað verður til annars fundar um miðjan janúar að því er segir á vefsíðu stjórnaráðsins. 17.12.2012 10:06 Apple sló öll fyrri sölumet með iPhone 5 í Kína Apple sló öll fyrri sölumet sín í Kína um helgina þegar fyrirtækið seldi þar tvær milljónir iPhone 5 síma frá föstudegi og fram á sunnudagssíðdegi. 17.12.2012 08:23 Efnahagsleg "rússíbanareið“ Sé horft yfir áratuginn frá 2001 til og með 2010 er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið mikil "rússíbanareið“. Þetta segir Björn Þór Sigbjörnsson, sem er höfundur bókarinnar Ísland í aldanna rás 2001 til 2010 ásamt Bergsteini Sigurðssyni, blaðamanni Fréttablaðsins. Björn Þór er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um efnahagsmál- og viðskipti hér á Vísi. Fjallað er ítarlega um gang mála í viðskiptum og efnahagsmálum. 17.12.2012 08:00 Himinháar tekjur Hobbitans Það stefnir allt í það að myndin Hobbitinn: Óvænt ferðalag setji nýtt tekjumet. Tekjur vegna myndarinnar á föstudaginn, fyrsta sýningardegi í Bandaríkjunum, námu 37,5 milljónum dala. Spár gera ráð fyrir því að tekjur yfir helgina verði að minnsta kosti 85 milljónir dala. Sumir telja að tekjurnar geti farið allt upp í 100 milljónir, eða um 12,7 milljarða íslenskra króna. Aldrei hafa tekjur af nokkurri mynd, sem sýnd er í desember, verið jafn háar. Utan Bandaríkjanna hafa tekjur myndarinnar numið um 27 milljónum bandaríkjadala, eða um 3,4 milljörðum króna. 16.12.2012 14:26 „Getum ekki staðið undir vöxtunum í þessu landi“ "Það að kenna verðtryggingu um vandamál hér er eins og að kenna gifsinu um það að maður geti ekki hlaupið hratt.“ 16.12.2012 12:06 Auglýsa styrk tengdum nafni Jóhannesar Nordal Seðlabankinn hefur auglýst eftir umsóknum um styrk tengdum nafni Jóhannesar Nordal. 15.12.2012 12:56 Neysla Dana á skyri hefur margfaldast á síðustu árum Neysla Dana á skyri hefur margfaldast á síðustu árum. Þetta kemur fram í greiningu sem unnin var á vegum danska matvælarisans FDB sem á m.a. Coop verslunarkeðjuna. 15.12.2012 12:19 Píanóið í myndinni Casablanca selt á uppboði Píanóið sem notað var í hinni klassísku kvikmynd Casablanca var selt á uppboði í gærkvöldi hjá Sotheby´s í New York fyrir 600.000 dollara eða 72 milljónir króna. 15.12.2012 10:25 Spáir því að verðbólgan hækki lítilsháttar í desember Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,4% í desember frá nóvembermánuði. Gangi spáin eftir eykst ársverðbólgan lítilsháttar, fer úr 4,5% í 4,6%. 15.12.2012 10:03 Íslenskir minkabændur fengu 13.000 fyrir skinnið Ekkert lát er á verðhækkunum á minkaskinnum og heldur því uppgangur íslenskra loðdýrabænda áfram. 15.12.2012 09:37 Lán ÍLS hafa dregist saman um 8,5 milljarða á árinu Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu 1,4 milljörðum króna í nóvember en þar af voru 1,3 milljarðar króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í nóvember í fyrra einnig 1,3 milljörðum króna. 15.12.2012 09:31 Seðlabankinn seldi síðustu leifarnar af Avenspakkanum Endalokin á Avens fléttunni fóru fram í gær þegar Seðlabankinn seldi síðustu leifarnar af ríkisverðbréfum sem hann yfirtók frá Seðlabanka Lúxemborgar árið 2010. 15.12.2012 09:26 Jólamaturinn hækkar um allt að 70 prósent milli ára Verð á jólamat hefur hækkað umtalsvert síðan í fyrra, að því er kemur í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í verslunum á dögunum. Þannig hefur verðlag hækkað um allt að 70%, en algengast er að sjá um 5-10% hækkun á vöruverði. 14.12.2012 16:56 38 prósent aukning á sölu stafrænnar tónlistar Mikil aukning hefur orðið á þessu ári í sölu stafrænnar tónlistar á netinu á Íslandi. Fjöldi seldra laga á Tónlist.is hefur aukist um 38% milli ára og þar er Ásgeir Trausti fremstur meðal jafningja. 14.12.2012 10:45 Stofnandi IKEA sagður auðugasti maður heimsins Á árlegum lista um auðugustu einstaklinganna í Svíþjóð kemur fram að Ingvar Kamprad stofnandi IKEA telst nú auðugasti maður heimsins. 14.12.2012 10:12 Töluverður aflasamdráttur milli ára í nóvember Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum nóvembermánuði, metinn á föstu verði, var 17,4% minni en í nóvember í fyrra. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 12,1% miðað við sama tímabil í fyrra, sé hann metinn á föstu verði. 14.12.2012 09:12 Laun hækkuðu um 0,5% milli ársfjórðunga Regluleg laun voru að meðaltali 0,5% hærri á þriðja ársfjórðungi 2012 en í ársfjórðungnum á undan. Frá fyrra ári hækkuðu laun um 5,6% að meðaltali, hækkunin var 5,8% á almennum vinnumarkaði og 5,1% hjá opinberum starfsmönnum. 14.12.2012 09:08 Norska stórþingið fjallar um Drekasvæðið Tillaga sem heimilar norska ríkinu að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu hefur verið lögð fram í Stórþinginu í Osló. 14.12.2012 06:45 FME segist ekki hafa gefið Dróma heilbrigðisvottorð Fjármálaeftirlitið (FME) segir það ekki vera rétt að eftirlitið hafi gefið út eitthvert allsherjar heilbrigðisvottorð til Dróma. 14.12.2012 06:21 Bretar versla mest á netinu af stórþjóðum Netverslun er vinsælli hjá Bretum en nokkuri annarri stórþjóð í heiminum 14.12.2012 06:18 Lárus og Magnús Arnar ákærðir sem aðalmenn Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fjórum mönnum í Aurum-málinu svokallaða, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Lárusi Welding, Magnúsi Arnari Arngrímssyni og Bjarna Jóhannessyni. Þeir eru ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við sex milljarða lánveitingu Glitnis í maí 2008. 13.12.2012 17:26 Jón Ásgeir um Aurum málið: Nýbúið að selja félagið á 36 milljarða Jón Ásgeir Jóhannesson hefur ekki svararð ítrekaðri beiðni Vísis um viðtal. Fréttablaðið fullyrðir í dag að hann og Lárus Welding hafi verið ákærðir í svokölluðu Aurum máli, en eftir því sem Vísir kemst sem ákærður hefur verið í svokölluðu Aurum máli, hefur ekki svarað ítrekaðri beiðni Vísis um viðtal. Vísir hefur aftur á móti undir höndum bréf sem hann sendi sérstökum saksóknara vegna rannsóknar málsins þann 10. desember 13.12.2012 11:26 Erlendir fjárfestar eiga yfir þriðjung ríkisbréfa Erlendir fjárfestar eiga nú um 35% af öllum ríkisverðbréfum á Íslandi. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að fjárhæð útistandandi verðbréfa, að verðbréfalánum meðtöldum, nam 617,8 milljörðum kr. í lok nóvember. 13.12.2012 10:37 Ekkert lát á verðhækkunum á áli Ekkert lát er á hækkunum á heimsmarkaðsverði á áli. Verðið er komið í 2.132 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London. 13.12.2012 09:32 Launakostnaður dregst saman Heildarlaunakostnaður á greidda stund dróst saman á þriðja ársfjórðungi frá fyrri ársfjórðungi um 1,1% í byggingarstarfsemi, 2,0% í iðnaði, 4,3% í samgöngum og um 4,6% í verslun. 13.12.2012 09:06 Porsche slær eigið sölumet Þýski lúxusbílaframleiðandinn Porsche hefur þegar slegið met sitt um fjölda seldra bíla á einu ári. 13.12.2012 07:07 Sömdu um bankaeftirlitsstofnunina í nótt Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna sömdu í nótt um að stofna eina bankaeftirlitsstofnun fyrir evruríkin 17 og á hún að taka til starfa í mars árið 2014. 13.12.2012 06:27 Kortaveltan eykst enn milli ára Heildarvelta debetkorta í nóvember s.l. var 32,4 milljarðar kr. sem er 2,6% aukning miðað við sama mánuð árið áður en 4,5% minnkun frá fyrri mánuði. 13.12.2012 06:24 Sérstakur saksóknari tjáir sig ekki um rannsóknina á Aurum Fram hefur komið í fréttum að grunur leikur á að Glitnir hafi veitt félaginu FS38 sex milljarða lán árið 2008 til kaupa á eignarhlut Fons í breska félaginu Aurum Holdings, sem er umsvifamikið fyrirtæki í rekstri skartgripaverslana. Bæði Fons og FS38 voru í eigu Pálma Haraldssonar. Grunsemdir eru um að kaupverðið hafi verið margfalt hærra en raunvirði hlutarins og að lánveitingin hafi meðal annars verið framkvæmd til að losa um tvo milljarða króna í reiðufé, annan fyrir Pálma og hinn fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson.Sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, vill ekkert tjá sig um stöðu Aurum málsins. Fréttavefur DV fullyrti í kvöld að búið væri að gefa út ákæru í málinu. Ekki væri vitað hverjir eru ákærðir. 12.12.2012 22:31 Google tekur saman árið Tæknirisinn Google hefur birt árlega samantekt sína yfir helstu vangaveltur mannkyns. Alls voru 1.2 trilljón leitir framkvæmdar árið 2012. 12.12.2012 22:10 Starbucks kannar Ísland Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks gæti verið á leiðinni til landsins og hefur þegar stigið fyrstu skrefin til undirbúnings. 12.12.2012 19:41 Hægt verði að standa við ákvæði kjarasamninga Vilhjámur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins reiknar með að hægt verði að standa við ákvæði kjarasamninga um almennar launahækkanir hinn 1. febrúar næst komandi. Hann segir forsendur kjarasamninga hins vegar hafa veikst af ýmsum ástæðum. Í hádegisfréttum okkar sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri að ekki væru miklar forsendur til launahækkana á næsta ári umfram kjarasamninga. 12.12.2012 16:22 Býst við milljarða tapi af Vaðlaheiðargöngum Tap á framkvæmdum við Vaðlaheiðargöng gætu numið um 4,3 milljörðum króna. Þetta sýna niðurstöður Vilhjálms Hilmarssonar hagfræðings sem vann meistaraverkefni í hagfræði við Háskóla Íslands þar sem hann kannaði málið. Vilhjálmur hlaut Verðlaun Skúla fógeta, sem verðbréfafyrirtækið Gamma, veitir fyrir verkefnið sitt. Það var Ásgeir Jónsson, doktor í hagfræði, sem veitti verðlaunin en hann var formaður dómnefndar. 12.12.2012 14:01 Bakreikningur ógnar framtíð FIH bankans Dómsmál sem er í uppsiglingu gegn Bankaumsýslu Danmerkur (Finansiel Stabilitet) gæti endað með stórum bakreikningi til FIH bankans. Þar með myndu minnka enn frekar möguleikar Seðlabanka Íslands á að fá helminginn af söluverðinu fyrir FIH bankann endurgreiddan. 12.12.2012 10:30 Sjá næstu 50 fréttir
Þriðja félagið á markað í Kauphöllinni Viðskipti hófust með bréf í Fjarskiptum, sem rekur Vodafone á Íslandi, í Kauphöllinni í morgun. Um er að ræða þriðju nýskráninguna á þessu ári en fasteignafélagið Reginn var skráð í markað í byrjun júlí síðastliðnum og Eimskip var skráð í Kauphöllina um miðjan nóvember. Samtals eru nýskráningarnar nú orðnar fjórar frá hruni en í desember á síðasta ári riðu Hagar á vaðið. 18.12.2012 12:02
Landsbréf verða einn af eigendum Bláa Lónsins Grímur Sæmundsen, Edvard Júlíusson og Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa stofnað nýtt félag, Hvatningu, utan um kjölfestuhlut í Bláa Lóninu hf. 18.12.2012 10:17
Opnað fyrir viðskipti með bréf í Fjarskiptum Viðskipti hefjast í dag með hlutabréf Fjarskipta hf. á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland. Fjarskipti, sem rekur Vodafone á Íslandi, tilheyrir fjarskiptageiranum og flokkast sem lítið félag. Vodafone á Íslandi er þriðja félagið sem skráð er í Kauphöllina á Íslandi á þessu ári. "Þetta er stór dagur í okkar sögu og fyrir íslenska hlutabréfamarkaðinn. Með skráningu félagsins hefur bæst við ný atvinnugrein á hlutabréfamarkaðinn og sem eina fjarskiptafélagið þar hlökkum við til að vinna með nýjum eigendum og fjárfestum,“ segir Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone. 18.12.2012 09:21
Meðallaun á Íslandi rétt undir meðallagi ESB ríkjanna Árið 2010 voru meðallaun á Íslandi rétt undir meðaltali Evrópusambandsríkjanna. Þegar horft er til starfsstétta voru stjórnendur, sérfræðingar, tæknar og skrifstofufólk með laun undir meðaltali samsvarandi hópa í Evrópusambandinu en laun þjónustu- og sölufólks, iðnaðarmanna og iðnverkafólks, véla- og vélgæslufólks og ósérhæfðs starfsfólks voru yfir meðaltali. 18.12.2012 09:04
Dönsku járnbrautirnar í miklum fjárhagserfiðleikum Dönsku ríkisjárnbrautirnar eða DSB eiga nú í miklum fjárhagserfiðleikum og í dönskum fjölmiðlum er því haldið fram að DSB rambi á barmi gjaldþrots. 18.12.2012 06:32
Olíurisar vilja leita að olíu við austurströnd Grænlands Mikill áhugi er fyrir áframhaldandi olíuleit við austurströnd Grænlands. Nýlega voru boðnar út 19 blokkir, eða svæði, til olíuleitar og vinnslu á Grænlandshafi og sóttu 11 olíufélög um þessi svæði. 18.12.2012 06:30
Sigurður keypti fyrir 23,7 milljónir í Icelandair Sigurður Helgason, stjórnarformaður Icelandair hefur keypt rúma þrjár milljónir hluta í félaginu fyrir samtals 23,7 milljónir króna. 18.12.2012 06:25
Spáir óbreyttri verðbólgu í desember Greiningardeild Arion banka spáir 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs í desember. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan mælast óbreytt í 4,5% í desember. 18.12.2012 06:18
Fjárfestingar sveitarfélaga í algeru lágmarki Fjárfestingar sveitarfélaganna hafa verið í algeru lágmarki þetta árið. Þetta sést best á útboðum ársins hjá Lánasjóði þeirra. 18.12.2012 06:14
Skráð atvinnuleysi jókst lítillega í nóvember Skráð atvinnuleysi mældist 5,4% í nóvember sl., 0,2 prósentustigi meira en í október, samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun birti fyrir helgina. Fjölgaði einstaklingum á skrá um 375 á þessu tímabili. 17.12.2012 11:11
Færri samningar en meiri velta á fasteignamarkaðinum Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu var 109. Þetta er nokkuð minna en nemur meðaltalinu á viku undanfarna þrjá mánuði sem er 120 samningar. 17.12.2012 10:23
Árangurslaus fundur um norsk-íslensku síldina Fyrir helgina var haldinn árangurslaus framhaldsfundur strandríkja vegna stjórnunar veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári. Boðað verður til annars fundar um miðjan janúar að því er segir á vefsíðu stjórnaráðsins. 17.12.2012 10:06
Apple sló öll fyrri sölumet með iPhone 5 í Kína Apple sló öll fyrri sölumet sín í Kína um helgina þegar fyrirtækið seldi þar tvær milljónir iPhone 5 síma frá föstudegi og fram á sunnudagssíðdegi. 17.12.2012 08:23
Efnahagsleg "rússíbanareið“ Sé horft yfir áratuginn frá 2001 til og með 2010 er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið mikil "rússíbanareið“. Þetta segir Björn Þór Sigbjörnsson, sem er höfundur bókarinnar Ísland í aldanna rás 2001 til 2010 ásamt Bergsteini Sigurðssyni, blaðamanni Fréttablaðsins. Björn Þór er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um efnahagsmál- og viðskipti hér á Vísi. Fjallað er ítarlega um gang mála í viðskiptum og efnahagsmálum. 17.12.2012 08:00
Himinháar tekjur Hobbitans Það stefnir allt í það að myndin Hobbitinn: Óvænt ferðalag setji nýtt tekjumet. Tekjur vegna myndarinnar á föstudaginn, fyrsta sýningardegi í Bandaríkjunum, námu 37,5 milljónum dala. Spár gera ráð fyrir því að tekjur yfir helgina verði að minnsta kosti 85 milljónir dala. Sumir telja að tekjurnar geti farið allt upp í 100 milljónir, eða um 12,7 milljarða íslenskra króna. Aldrei hafa tekjur af nokkurri mynd, sem sýnd er í desember, verið jafn háar. Utan Bandaríkjanna hafa tekjur myndarinnar numið um 27 milljónum bandaríkjadala, eða um 3,4 milljörðum króna. 16.12.2012 14:26
„Getum ekki staðið undir vöxtunum í þessu landi“ "Það að kenna verðtryggingu um vandamál hér er eins og að kenna gifsinu um það að maður geti ekki hlaupið hratt.“ 16.12.2012 12:06
Auglýsa styrk tengdum nafni Jóhannesar Nordal Seðlabankinn hefur auglýst eftir umsóknum um styrk tengdum nafni Jóhannesar Nordal. 15.12.2012 12:56
Neysla Dana á skyri hefur margfaldast á síðustu árum Neysla Dana á skyri hefur margfaldast á síðustu árum. Þetta kemur fram í greiningu sem unnin var á vegum danska matvælarisans FDB sem á m.a. Coop verslunarkeðjuna. 15.12.2012 12:19
Píanóið í myndinni Casablanca selt á uppboði Píanóið sem notað var í hinni klassísku kvikmynd Casablanca var selt á uppboði í gærkvöldi hjá Sotheby´s í New York fyrir 600.000 dollara eða 72 milljónir króna. 15.12.2012 10:25
Spáir því að verðbólgan hækki lítilsháttar í desember Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,4% í desember frá nóvembermánuði. Gangi spáin eftir eykst ársverðbólgan lítilsháttar, fer úr 4,5% í 4,6%. 15.12.2012 10:03
Íslenskir minkabændur fengu 13.000 fyrir skinnið Ekkert lát er á verðhækkunum á minkaskinnum og heldur því uppgangur íslenskra loðdýrabænda áfram. 15.12.2012 09:37
Lán ÍLS hafa dregist saman um 8,5 milljarða á árinu Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu 1,4 milljörðum króna í nóvember en þar af voru 1,3 milljarðar króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í nóvember í fyrra einnig 1,3 milljörðum króna. 15.12.2012 09:31
Seðlabankinn seldi síðustu leifarnar af Avenspakkanum Endalokin á Avens fléttunni fóru fram í gær þegar Seðlabankinn seldi síðustu leifarnar af ríkisverðbréfum sem hann yfirtók frá Seðlabanka Lúxemborgar árið 2010. 15.12.2012 09:26
Jólamaturinn hækkar um allt að 70 prósent milli ára Verð á jólamat hefur hækkað umtalsvert síðan í fyrra, að því er kemur í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í verslunum á dögunum. Þannig hefur verðlag hækkað um allt að 70%, en algengast er að sjá um 5-10% hækkun á vöruverði. 14.12.2012 16:56
38 prósent aukning á sölu stafrænnar tónlistar Mikil aukning hefur orðið á þessu ári í sölu stafrænnar tónlistar á netinu á Íslandi. Fjöldi seldra laga á Tónlist.is hefur aukist um 38% milli ára og þar er Ásgeir Trausti fremstur meðal jafningja. 14.12.2012 10:45
Stofnandi IKEA sagður auðugasti maður heimsins Á árlegum lista um auðugustu einstaklinganna í Svíþjóð kemur fram að Ingvar Kamprad stofnandi IKEA telst nú auðugasti maður heimsins. 14.12.2012 10:12
Töluverður aflasamdráttur milli ára í nóvember Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum nóvembermánuði, metinn á föstu verði, var 17,4% minni en í nóvember í fyrra. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 12,1% miðað við sama tímabil í fyrra, sé hann metinn á föstu verði. 14.12.2012 09:12
Laun hækkuðu um 0,5% milli ársfjórðunga Regluleg laun voru að meðaltali 0,5% hærri á þriðja ársfjórðungi 2012 en í ársfjórðungnum á undan. Frá fyrra ári hækkuðu laun um 5,6% að meðaltali, hækkunin var 5,8% á almennum vinnumarkaði og 5,1% hjá opinberum starfsmönnum. 14.12.2012 09:08
Norska stórþingið fjallar um Drekasvæðið Tillaga sem heimilar norska ríkinu að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu hefur verið lögð fram í Stórþinginu í Osló. 14.12.2012 06:45
FME segist ekki hafa gefið Dróma heilbrigðisvottorð Fjármálaeftirlitið (FME) segir það ekki vera rétt að eftirlitið hafi gefið út eitthvert allsherjar heilbrigðisvottorð til Dróma. 14.12.2012 06:21
Bretar versla mest á netinu af stórþjóðum Netverslun er vinsælli hjá Bretum en nokkuri annarri stórþjóð í heiminum 14.12.2012 06:18
Lárus og Magnús Arnar ákærðir sem aðalmenn Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fjórum mönnum í Aurum-málinu svokallaða, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Lárusi Welding, Magnúsi Arnari Arngrímssyni og Bjarna Jóhannessyni. Þeir eru ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við sex milljarða lánveitingu Glitnis í maí 2008. 13.12.2012 17:26
Jón Ásgeir um Aurum málið: Nýbúið að selja félagið á 36 milljarða Jón Ásgeir Jóhannesson hefur ekki svararð ítrekaðri beiðni Vísis um viðtal. Fréttablaðið fullyrðir í dag að hann og Lárus Welding hafi verið ákærðir í svokölluðu Aurum máli, en eftir því sem Vísir kemst sem ákærður hefur verið í svokölluðu Aurum máli, hefur ekki svarað ítrekaðri beiðni Vísis um viðtal. Vísir hefur aftur á móti undir höndum bréf sem hann sendi sérstökum saksóknara vegna rannsóknar málsins þann 10. desember 13.12.2012 11:26
Erlendir fjárfestar eiga yfir þriðjung ríkisbréfa Erlendir fjárfestar eiga nú um 35% af öllum ríkisverðbréfum á Íslandi. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að fjárhæð útistandandi verðbréfa, að verðbréfalánum meðtöldum, nam 617,8 milljörðum kr. í lok nóvember. 13.12.2012 10:37
Ekkert lát á verðhækkunum á áli Ekkert lát er á hækkunum á heimsmarkaðsverði á áli. Verðið er komið í 2.132 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London. 13.12.2012 09:32
Launakostnaður dregst saman Heildarlaunakostnaður á greidda stund dróst saman á þriðja ársfjórðungi frá fyrri ársfjórðungi um 1,1% í byggingarstarfsemi, 2,0% í iðnaði, 4,3% í samgöngum og um 4,6% í verslun. 13.12.2012 09:06
Porsche slær eigið sölumet Þýski lúxusbílaframleiðandinn Porsche hefur þegar slegið met sitt um fjölda seldra bíla á einu ári. 13.12.2012 07:07
Sömdu um bankaeftirlitsstofnunina í nótt Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna sömdu í nótt um að stofna eina bankaeftirlitsstofnun fyrir evruríkin 17 og á hún að taka til starfa í mars árið 2014. 13.12.2012 06:27
Kortaveltan eykst enn milli ára Heildarvelta debetkorta í nóvember s.l. var 32,4 milljarðar kr. sem er 2,6% aukning miðað við sama mánuð árið áður en 4,5% minnkun frá fyrri mánuði. 13.12.2012 06:24
Sérstakur saksóknari tjáir sig ekki um rannsóknina á Aurum Fram hefur komið í fréttum að grunur leikur á að Glitnir hafi veitt félaginu FS38 sex milljarða lán árið 2008 til kaupa á eignarhlut Fons í breska félaginu Aurum Holdings, sem er umsvifamikið fyrirtæki í rekstri skartgripaverslana. Bæði Fons og FS38 voru í eigu Pálma Haraldssonar. Grunsemdir eru um að kaupverðið hafi verið margfalt hærra en raunvirði hlutarins og að lánveitingin hafi meðal annars verið framkvæmd til að losa um tvo milljarða króna í reiðufé, annan fyrir Pálma og hinn fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson.Sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, vill ekkert tjá sig um stöðu Aurum málsins. Fréttavefur DV fullyrti í kvöld að búið væri að gefa út ákæru í málinu. Ekki væri vitað hverjir eru ákærðir. 12.12.2012 22:31
Google tekur saman árið Tæknirisinn Google hefur birt árlega samantekt sína yfir helstu vangaveltur mannkyns. Alls voru 1.2 trilljón leitir framkvæmdar árið 2012. 12.12.2012 22:10
Starbucks kannar Ísland Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks gæti verið á leiðinni til landsins og hefur þegar stigið fyrstu skrefin til undirbúnings. 12.12.2012 19:41
Hægt verði að standa við ákvæði kjarasamninga Vilhjámur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins reiknar með að hægt verði að standa við ákvæði kjarasamninga um almennar launahækkanir hinn 1. febrúar næst komandi. Hann segir forsendur kjarasamninga hins vegar hafa veikst af ýmsum ástæðum. Í hádegisfréttum okkar sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri að ekki væru miklar forsendur til launahækkana á næsta ári umfram kjarasamninga. 12.12.2012 16:22
Býst við milljarða tapi af Vaðlaheiðargöngum Tap á framkvæmdum við Vaðlaheiðargöng gætu numið um 4,3 milljörðum króna. Þetta sýna niðurstöður Vilhjálms Hilmarssonar hagfræðings sem vann meistaraverkefni í hagfræði við Háskóla Íslands þar sem hann kannaði málið. Vilhjálmur hlaut Verðlaun Skúla fógeta, sem verðbréfafyrirtækið Gamma, veitir fyrir verkefnið sitt. Það var Ásgeir Jónsson, doktor í hagfræði, sem veitti verðlaunin en hann var formaður dómnefndar. 12.12.2012 14:01
Bakreikningur ógnar framtíð FIH bankans Dómsmál sem er í uppsiglingu gegn Bankaumsýslu Danmerkur (Finansiel Stabilitet) gæti endað með stórum bakreikningi til FIH bankans. Þar með myndu minnka enn frekar möguleikar Seðlabanka Íslands á að fá helminginn af söluverðinu fyrir FIH bankann endurgreiddan. 12.12.2012 10:30