Viðskipti innlent

Erlendir fjárfestar eiga yfir þriðjung ríkisbréfa

Erlendir fjárfestar eiga nú um 35% af öllum ríkisverðbréfum á Íslandi. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að fjárhæð útistandandi verðbréfa, að verðbréfalánum meðtöldum, nam 617,8 milljörðum kr. í lok nóvember.

Alls áttu erlendir aðilar ríkisverðbréf fyrir 214,8 milljarða kr. eða um 35% af heildinni. Lífeyrissjóðirnir áttu litlu minna, eða ríkisverðbréf fyrir 212,2 milljarða kr. sem nemur um 34% af heildinni. Verðbréfasjóðir voru svo númer þrjú í röðinni og áttu ríkisverðbréf fyrir rúma 77 milljarða kr., eða rúmlega 12% af heildinni.

Erlendir aðilar héldu áfram að vera nokkuð fyrirferðarmiklir á eftirmarkaði með skuldabréf í nóvember sl., líkt og þeir hafa verið síðustu mánuði. Áhugi þeirra takmarkast að langmestu leyti við styttri flokka. Þannig þeir 78% útistandandi bréfa í flokki sem rennur út árið 2014






Fleiri fréttir

Sjá meira


×