Viðskipti innlent

Spáir því að verðbólgan hækki lítilsháttar í desember

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,4% í desember frá nóvembermánuði. Gangi spáin eftir eykst ársverðbólgan lítilsháttar, fer úr 4,5% í 4,6%.

Verðbólguhorfur til skemmri tíma eru svipaðar og í síðustu spá en greiningin reiknar með að verðbólgan verði að meðaltali um 3,8% á næsta ári, að því er segir í Morgunkorni greiningarinnar.

Flugfargjöld til útlanda munu væntanlega hækka í desember líkt og síðustu ár og auk þess hækkaði gjaldskrá Strætó umtalsvert um síðustu mánaðamót. Á móti vegur að eldsneytisverð hefur lækkað nokkuð frá nóvembermælingunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×