Viðskipti innlent

Norska stórþingið fjallar um Drekasvæðið

Tillaga sem heimilar norska ríkinu að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu hefur verið lögð fram í Stórþinginu í Osló.

Hún er forsenda þess að norska ríkisolíufélagið Petoro geti orðið 25 prósenta þátttakandi í sérleyfum til olíuvinnslu sem Orkustofnun fyrirhugar að gefa út í janúar.

Lagt er til að stofnað verði sérstakt dótturfélag með útibú á Íslandi, sem fái heitið „Petoro Iceland AS". Búist er við að Stórþingið greiði atkvæði um tillöguna fyrir jól.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×