Viðskipti innlent

FME segist ekki hafa gefið Dróma heilbrigðisvottorð

Fjármálaeftirlitið (FME) segir það ekki vera rétt að eftirlitið hafi gefið út eitthvert allsherjar heilbrigðisvottorð til Dróma.

Á vefsíðu eftirlitsins segir að vegna auglýsinga sem birst hafa í dagblöðum undanfarið þar sem nafn Fjármálaeftirlitsins er notað í fyrirsögn, skal tekið fram að athugun sú sem gerð var vegna tiltekinna ábendinga um viðskiptahætti Dróma ehf., beindist að afmörkuðum atriðum og tilteknu tímabili, eins og glöggt má sjá í tilkynningu um athugunina.

"Ekki ber að skilja þá niðurstöðu svo að allsherjar heilbrigðisvottorð hafi verið gefið út um starfsemi félagsins eða viðskiptahætti þess," segir á vefsíðunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×