Viðskipti innlent

Árangurslaus fundur um norsk-íslensku síldina

Fyrir helgina var haldinn árangurslaus framhaldsfundur strandríkja vegna stjórnunar veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári. Boðað verður til annars fundar um miðjan janúar að því er segir á vefsíðu stjórnaráðsins.

Þessi niðurstaða þýðir ennfremur að samkomulag um stjórn veiða úr kolmunnastofninum á næsta ári er ekki í höfn.

Á vettvangi Norðaustur Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar (NEAFC) eru í undirbúningi reglur sem koma í veg fyrir veiðar annarra þjóða úr þessum stofnum á alþjóðlegu hafsvæði á meðan ósamið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×