Viðskipti innlent

Jólamaturinn hækkar um allt að 70 prósent milli ára

Verð á jólamat hefur hækkað umtalsvert síðan í fyrra, að því er kemur í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í verslunum á dögunum. Þannig hefur verðlag hækkað um allt að 70%, en algengast er að sjá um 5-10% hækkun á vöruverði.

Hagkaup er eina verslunin þar sem sjáanleg lækkun er á vöruverði síðan í fyrra samkvæmt könnun ASÍ.

Þá var mesta hækkunin milli ára á rauðum vínberjum í Nettó en þau hækkuðu úr 524 krónum kílóið í 889 krónur, eða 70 prósent hækkun.

Birkireykt úrbeinað hangilæri frá SS er á borðum margra heimila nú yfir jólahátíðina og hefur það hækkað töluvert í verði síðan í desember 2011. Mesta hækkunin hefur orðið hjá Nettó en þar kostaði kílóið 2.979 kr. í fyrra en kostar nú 3.459 kr. sem er 16% hækkun, hjá Bónus og Krónunni kostaði kílóið 2.889 kr. í fyrra en kostar nú 3.279 kr. sem er 13% hækkun, hjá Fjarðarkaupum kostaði kílóið 3.393 kr. í fyrra en kostar nú 3.589 kr. sem er 6% hækkun. Hangikjötið lækkaði hins vegar í verði um eina krónu hjá Hagkaupum úr 3.299 kr. í 3.298 kr.

Hægt er að nálgast könnunina í heild sinni hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×