Viðskipti innlent

Lán ÍLS hafa dregist saman um 8,5 milljarða á árinu

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu 1,4 milljörðum króna í nóvember en þar af voru 1,3 milljarðar króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í nóvember í fyrra einnig 1,3 milljörðum króna.

Heildarfjárhæð almennra lána það sem af er ári er samtals 12,0 milljarðar króna en var 20,5 milljarðar króna á sama tímabili í fyrra. Alls hefur Íbúðalánasjóður veitt 1.223 almenn íbúðalán frá áramótum í samanburði við 2.043 lán á sama tímabili í fyrra.

Heildarvelta íbúðabréfa nam 61,5 milljörðum króna í nóvember samanborið við 30,8 milljarða í október að því er segir í mánaðarskýrslu sjóðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×