Viðskipti innlent

Færri samningar en meiri velta á fasteignamarkaðinum

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu var 109. Þetta er nokkuð minna en nemur meðaltalinu á viku undanfarna þrjá mánuði sem er 120 samningar.

Af þessum 109 samningum voru 82 samningar um eignir í fjölbýli, 16 samningar um sérbýli og 11 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði, að því er segir á vefsíðu Þjóðskrár Íslands.

Heildarveltan var tæplega 4,4 milljarðar króna og meðalupphæð á samning rúmlega 40 milljónir króna. Veltan er nærri hálfum milljarði meiri en nemur fyrrgreindu vikumeðaltali og upphæð á samning er nær 8 milljónum kr. hærri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×