Viðskipti innlent

Fjárfestingar sveitarfélaga í algeru lágmarki

Fjárfestingar sveitarfélaganna hafa verið í algeru lágmarki þetta árið. Þetta sést best á útboðum ársins hjá Lánasjóði þeirra.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar er greint frá útboði Lánasjóðs sveitarfélaga á skuldabréfum í dag. Þetta er fyrsta útboð sjóðsins frá því í júní s.l. Öll önnur útboð sem áformuð voru eftir þann tíma og þar til í dag voru felld niður.

Ástæðan er rúm lausafjárstaða sjóðsins. Sú staða þýðir einfaldlega að sveitarfélög landsins eru ekki í neinum fjárfestingum að ráði og þurfa því ekki lán frá sjóðnum.

Í Morgunkorninu segir að fjárfestingar sveitarfélaga hafa verið í lágmarki þetta árið og að mörg þeirra hafa í staðinn einbeitt sér að því að greiða niður skuldir.

Í útboðinu í dag ætlar lánasjóðurinn að selja bréf fyrir allt að milljarði króna í tveimur skuldabréfaflokkum.

Greiningin telur að meira líf gæti færst í lántökur sveitarfélaganna og þar með útgáfu lánasjóðsins á næsta ári, eftir því sem fjárhagsstaða félaganna skánar og fjárfestingarþörf byggist upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×