Viðskipti innlent

38 prósent aukning á sölu stafrænnar tónlistar

Ásgeir Trausti skráir sig á spjöld sögunnar sem fyrsti handhafi stafræns gulls.
Ásgeir Trausti skráir sig á spjöld sögunnar sem fyrsti handhafi stafræns gulls.
Mikil aukning hefur orðið á þessu ári í sölu stafrænnar tónlistar á netinu á Íslandi. Fjöldi seldra laga á Tónlist.is hefur aukist um 38% milli ára og þar er Ásgeir Trausti fremstur meðal jafningja. Ásgeir Trausti er fyrsti tónlistarmaðurinn sem nær þeim áfanga að selja yfir eitt þúsund eintök af plötunni sinni á Tónlist.is og það á mjög skömmum tíma, eða aðeins um fjórum vikum. Í dag er hann að rjúfa 1500 eintaka sölumúrinn, segir í tilkynningu frá Tónlist.is. Hér er um tímamót að ræða og því ákvað Tónlist.is að veita Ásgeiri Trausta sérstaka viðurkenningu, sem hefur hlotið heitið "Stafrænt gull“ í anda áralangrar alþjóðlegrar hefðar. Ásgeiri Trausta var afhent viðurkenningin í gær en hún verður afhent öllum tónlistarmönnum sem selja yfir eitt þúsund eintök á Tónlist.is héðan í frá. Forsvarsmenn Tónlist.is segja ýmsar ástæður liggja að baki söluaukningunni milli ára. Tekist hafi að stilla verðinu í hóf þannig að það er ódýrara að versla á netinu. Kaupendur séu einnig í auknum mæli farnir að kaupa heilar plötur á netinu ólíkt því sem var áður þegar flestir keyptu eitt og eitt lag. Ásgeir Trausti sé einmitt gott dæmi um aukna sölu á heilum plötum en samkvæmt óformlegum útreikningum forsvarsmanna Tónlist.is hefur um það bil 15% af hans heildarsölu farið fram á netinu.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×