Fleiri fréttir

Þekktur danskur lögmaður ákærður fyrir peningaþvætti

Hinn rúmlega sextugi danski lögmaður Jeffery Galmond hefur verið ákærður í Þýskalandi fyrir peningaþvætti. Upphæðin sem um ræðir samsvarar 17 milljörðum króna en þetta fé vaskaði Galmond fyrir Leonid Reiman fyrrum símamálaráðherra Rússlands í gegnum ýmis skúffufyrirtæki víða um heiminn.

Sala áfengis jókst milli ára í nóvember

Sala áfengis jókst um 1,7% í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlag Verð á áfengi var 3,8% hærra í nóvember síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra.

Landið troðfullt af íslenskum krónum

Erlendir kröfuhafar Kaupþings, Landsbanka og Glitnis munu fá allt að 450 milljarða króna af kröfum sínum greiddar í íslenskum krónum á næstu árum miðað við síðustu birtu fjárhagsupplýsingar föllnu bankanna þriggja. Vegna gjaldeyrishafta verður ómögulegt fyrir þá að breyta því fjármagni í erlendan gjaldeyri. Heimildir Fréttablaðsins herma að til standi að bjóða kröfuhöfunum útgönguleið úr íslensku hagkerfi gegn því að þeir bindi féð í ákveðinn tíma hérlendis.

Feitir jólabónusar til landverkafólks útgerða

Landverkafólk útgerðarfélagsins Eskju á Eskifirði og dótturfélaga þess, fær 260 þúsund krónur í jólabónus í dag. Þetta er umfram umsamin jólabónus samkvæmt kjarasamningum.

Menntaskólanemi hagnast á smjörkreppunni í Noregi

Átján ára menntaskólanemi í Noregi hefur hagnast vel á smjörkreppunni sem ríkir í Noregi. Honum hefur tekist að selja smör á netinu fyrir sem samsvarar 5.000 norskum krónum eða um 100.000 krónum á kílóið.

Heimsmarkaðsverð á olíu snarlækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur snarlækkað á síðustu dögum eða um allt að 5%. Þannig hefur Brent olían lækkað úr tæpum 110 dollurum á tunnuna og niður í tæpa 105 dollara og bandaríska léttolían hefur lækkað úr 100 dollurum á tunnuna og niður í 95 dollara.

Landsbankinn blekkti FME

Stjórnendur Landsbankans gáfu Fjármálaeftirlitinu í að minnsta kosti tvígang rangar upplýsingar um eign bankans í eigin bréfum. Þetta kom fram í úttekt Kastljóss í kvöld á hruni bankanna. Þar kom fram að Landsbankinn keypti eigin bréf fyrir tugi milljarða síðustu mánuðina fyrir fall hans.

Eimskip siglir á markað

Stjórn Eimskipafélags Íslands hf., hefur ákveðið að hefja undirbúning að skráningu félagsins á markað seinni hluta ársins 2012. Í tilkynningu frá félaginu kemdur Óskað verður eftir að hlutir í félaginu verði teknir til viðskipta á Nasdaq OMX Iceland og stefnt er að því að viðskipti með hluti í félaginu hefjist í Kauphöllinni á seinni hluta ársins 2012.

Ólafur hefur áhyggjur af siðferðisvanda stjórnvalda

"Ég hef gríðarlegar áhyggjur af því að þetta mál lendi í höndum stjórnmálamanna sem hafi mikinn siðferðisvanda í málinu," segir Ólafur Elíasson, sem var hluti af InDefence hópnum. Hópurinn barðist gegn fyrstu nauðungarsamningunum í málinu og stóð fyrir undirskriftasöfnun um að þjóðin hafnaði þeim.

Verðum líklega beitt pólitískum þrýstingi ef við töpum

Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður, telur líklegt að Bretar og Hollendingar muni beita pólitískum þrýstingi til að knýja fram efndir í Icesave málinu ef niðurstaða EFTA dómstólsins verður Íslandi í óhag. Niðurstaða gæti legið fyrir í lok næsta árs.

Seðlabankastjóri býst ekki við miklum áhrifum af ákvörðun ESA

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að flest bendi til þess að ákvörðun ESA, Eftirlitsstofunar EFTA, um að höfða mál gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum, muni hafa tiltölulega lítil efnahagsleg áhrif fyrir Íslendinga. Fyrir því séu fyrst og fremst tvær ástæður.

Engir innistæðueigendur sitja eftir í sárum

Innistæðueigendur, sem höfðu lagt inn á Icesave reikningana, hafa þegar fengið peningana sína greidda til baka. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vakti máls á þessu á þingfundi í morgun. Eins og kunnugt er hefur ESA, Eftirlitsdómstóll EFTA, ákveðið að stefna Íslandi vegna Icesave reikninganna.

Amazon svarar gagnrýni

Uppfærsla á stýrikerfi Kindle Fire, einum helsta keppinauti spjaldtölvunnar iPad, er væntanleg. Talsmaður vefverslunarinnar Amazon staðfesti þetta í dag en spjaldtölvan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að fara frjálslega með persónuupplýsingar notenda sinna.

Niðurstaðan kemur Steingrími ekki á óvart

"Það er ekki hægt að segja að það sem orðið hefur í dag komi á óvart,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á Alþingi í dag um ákvörðun ESA, eftirlitsstofnun EFTA, að höfða mál gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum.

Fjárhagsáhætta Íslendinga takmörkuð

Fjárhagsahætta Íslendinga í Icesavemálinu er mjög takmörkuð, öfugt við það sem áður var, sagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, við upphaf þingfundar í dag. Hann benti á að Hæstiréttur hafi kveðið á um það að allir innistæðueigendur njóti forgangs á kröfur í þrotabú Landsbankans.

Íslendingar verða að þétta vörnina

"Þetta er ekkert sem kemur á óvart í sjálfu sér. Nú er bara að þétta vörnina," segir Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður sem átti sæti í samninganefnd Íslands vegna Icesave málsins. Hann segir að ákvörðunin sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, tilkynnti í morgun um að höfða mál gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum sé endapunktur á málsmeðferð sem sé búin að vera í gangi hjá ESA síðan í maí í fyrra.

Gjaldeyrishöftin á Íslandi samræmast reglum ESA

Gjaldeyrishöftin á Íslandi eru í samræmi við reglur um EES, samkvæmt nýjum dómi EFTA dómstólsins sem var birtur í dag. Í kjölfar erfiðleika íslenska fjármálakerfisins síðla árs 2008, innleiddu íslensk stjórnvöld reglur um gjaldeyrishöft, þar sem meðal annars var kveðið á um tímabundið bann við innflutningi íslenskra króna. Pálmi Sigmarsson, sem er íslenskur ríkisborgari búsettur í Bretlandi, sótti um undanþágu til Seðlabanka Íslands frá þessu banni, í því skyni að flytja inn til landsins 16,4 milljónir íslenskra króna sem hann hafði keypt á aflandsmarkaði.

ESA: Íslendingar verða að tryggja greiðslur að fullu

ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, segir að þrátt fyrir að þrjú ár séu liðin frá því að Icesave reikningunum hafi verið lokað sé Ísland enn ekki búið að tryggja greiðslu lágmarkstryggingar upp að 20 þúsund evrum, samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins. Tilskipunin leitist við að auka traust neytenda/innstæðueigenda á bankakerfinu ef bankastofnanir verði gjaldþrota. Bankakerfið byggir á trausti og tiltrú neytenda og tilskipunin hefur mikilvægu hlutverki að gegna í því sambandi.

Fjármálakerfið styrkist að mati Más

Fjármálakerfið stendur traustari fótum en síðastliðið vor. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í formála sínum að ritinu Fjármálastöðugleika sem Seðlabankinn hefur gefið út. "Efnahagsbati hófst á seinni hluta síðasta árs og hefur samkvæmt nýjustu tölum verið að sækja í sig veðrið. Honum hefur á þessu ári fylgt meiri atvinna og aukinn kaupmáttur launa. Til viðbótar hafa lægri innlendir raunvextir og endurskipulagning skulda bætt fjárhagsstöðu heimila.“

ESA stefnir Íslandi

ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur ákveð að stefna Íslandi vegna Icesave deilunnar. Fundur í utanríkismálanefnd hefur verið boðaður klukkan tíu, en hann var boðaður með þriggja kortera fyrirvara. Við segjum nánar frá málinu í dag. Eins og kunnugt er ákváðu Íslendingar að hafna samningum við Breta og Hollendinga fyrr á árinu eftir að Ólafur Ragnar Grímsson skaut málinu til þjóðarinnar.

Heildaraflinn jókst um tæp 18% milli ára í nóvember

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum nóvembermánuði, metinn á föstu verði, var 17,8% meiri en í nóvember 2010. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 2,0% miðað við sama tímabil 2010, sé hann metinn á föstu verði.

Skartgripir Taylor seldust á yfir 14 milljarða

Met var slegið á uppboði á munum, aðallega skartgripum, úr dánarbúi leikkonunnar Elisabeth Taylor hjá Christie´s í New York í gærkvöldi. Skartgripirnir voru slegnir á 116 milljónir dollara eða rúmlega 14 milljarða króna.

Rauðar tölur á öllum mörkuðum

Niðursveifla var á Asíumörkuðum í nótt en að vísu minniháttar. Þannig lækkaði Nikkei vísitalan í Tókýó um 0,4% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 0,5%.

Grunaðir vissu um hleranir

Tveir starfsmenn tveggja mismunandi símafyrirtækja eru taldir hafa látið grunaða menn í rannsóknum hjá embætti sérstaks saksóknara vita að verið væri að hlera síma þeirra. Heimildir Fréttablaðsins herma að embættið hafi lagt fram tvær kærur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) vegna þessa.

Óskarsverðlaunastytta Orson Welles sett á uppboð

Óskarsverðlaunastytta sem leikstjórinn Orson Welles fékk fyrir mynd sína Citizen Kane árið 1942 verður sett á uppboð í Los Angeles síðar í þessum mánuði. Wells fékk þessa styttu fyrir besta kvikmyndahandritið þetta ár.

Danskur sjávarútvegur réttir verulega úr kútnum

Danskur sjávarútvegur hefur rétt verulega úr kútnum á þessu ári. Þannig hafa tekjur sjávarútvegsins árin 2010 og 2011 aukist um 50% miðað við árin á undan og eru orðnar um 3 milljarðar danskra króna eða yfir 60 milljarðar króna það sem af er þessu ári.

Viðskiptaafgangur 40 milljarðar á þriðja ársfjórðungi

Nýjustu tölur frá Seðlabankanum um greiðslujöfnuð gefa til kynna að á þriðja fjórðungi þessa árs hafi viðskiptaafgangurinn, án áhrifa gömlu bankanna, verið um 40 milljarðar króna. Aukinn útflutningur leikur þar stórt hlutverk, en virði útfluttra vara er í sögulegu hámarki.

Verulega dró úr þinglýstum leigusamningum

Verulega hefur dró úr þinglýstum leigusamningum á landinu á milli október og nóvember í ár. Heildarfjöldi slíkra samninga var 677 í nóvember og fækkaði þeim um rúmlega 18% frá fyrri mánuði.

Ísland með í að styrkja Kýpur um 1.200 milljónir

Löndin innan Evrópska efnahagssambandsins (EES), Ísland, Liechtenstein og Noregur, hafa samþykkt að veita Kýpur tæplega 8 milljónir evra eða rúmalega 1.200 milljónir króna í fjárhagsstyrki á tímabilinu 2009 til 2014.

Reykjavíkurapótek selt á 100 milljónir

Hið fornfræga hús við Austurstræti 16, sem kennt er við Reykjavíkurapótek, var selt á nauðungaruppboði í gær. Gengið var að eina boðinu, sem kom frá slitastjórn Frjálsa fjárfestingarbankans og hljóðaði upp á hundrað milljónir króna.

Microsoft gefur nýjasta snjallsíma sinn

Samkvæmt Twitter-síðu Microsoft ætlar fyrirtækið að gefa nokkrum óánægðum notendum Android-stýrikerfisins nýjan Windows Phone snjalllsíma.

Mótmæla harðlega álögum og sköttum á lífeyrissjóði

Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða mótmælir harðlega hvers konar nýjum álögum á starfsemi lífeyrissjóða, hvort sem þær eru í formi hækkunar á gjaldtöku eða með nýjum sköttum. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn landssamtakanna.

Húsavík efst á óskalista PCC fyrir kísilver

Ráðamenn þýska félagsins PCC sitja þessa stundina á íbúafundi á Húsavík um kísilmálmverksmiðju en Ísland er nú fyrsti valkostur af þremur sem fyrirtæki hafði til skoðunar. Þeir vonast til að unnt verði að taka ákvörðun eftir sex mánuði og að framkvæmdir hefjist á árinu 2013.

92 prósent af eignasafni Kaupþings voru bréf í bankanum sjálfum

Nítíu og tvö prósent af eignasafni eigin viðskipta Kaupþings daginn fyrir hrun voru bréf í bankanum sjálfum. Síðustu fimm mánuðina fyrir fall bankans keypti bankinn allt að sjötíu og fimm prósent af öllum hlutabréfum í bankanum sjálfum sem í boði voru í hverjummánuði. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Reykjavíkurapótek slegið á 100 milljónir

Frjálsi fjárfestingabankinn leysti í dag til sín fasteignina Austurstræti 16, þar sem Reykjavíkurapótek var til húsa í áraraðir. Eignin var seld á uppboði og var eignin slegin Frjálsa fjárfestingarbankanum, sem er fyrsti veðhafi í húsinu fyrir 100 milljónir króna.

Minni aukning í smásölu en búist var við

Smásala í Bandaríkjunum jókst ekki eins mikið og búist hafi verið við samkvæmt tölum sem birtar voru í morgun. Smásalan jókst um 0,2% en greinendur höfðu spá 0,5% aukningu, að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá.

Skuldabréfakaup Seðlabankans vekja eftirtekt

Undanfarna daga hefur Seðlabanki Íslands keypt ríkisskuldabréf fyrir um það bil 16 milljarða króna að nafnverði, eftir því sem greint er frá í Morgunkorni Íslandsbanka. Að stærstu leyti er um að ræða stutt ríkisbréf en bankinn keypti fyrir 3,4 milljarða króna að nafnverði í RIKB12, 6,3 milljarða króna í RIKB13 og 2,8 milljarða króna í RIKB16. Þá keypti Seðlabankinn einnig fyrir 3,7 milljarða króna í RIKB25.

Bankarnir ráðandi á hlutabréfamarkaði

Landsbanki, Íslandsbanki og Arion banki eiga hlut í öllum skráðum félögum landsins nema einu. Samanlagt markaðsvirði þessara hluta er rúmlega 36 milljarðar króna. Hlutur Landsbankans í Marel er talinn 14,8 milljarða virði.

Hagar fara beint inn í úrvalsvísitölu Kauphallarinnar

Hagar verða nýtt félag í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar, OMX Iceland 6. Hagar munu koma í staðinn fyrir færeyska flugfélagið Air Atlanta. Breytingin tekur gildi þegar markaðir verða opnaðir þann 2. janúar á næsta ári.

Launakostnaður lækkaði milli ársfjórðunga

Heildarlaunakostnaður á greidda stund dróst saman milli annars og þriðja ársfjórðungs ársins um 2,1% í iðnaði, 2,4% í samgöngum, 5% í byggingarstarfsemi og um 6,5% í verslun. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar.

Modern Warfare 3 er vinsælli en Avatar

Tölvuleikurinn Call of Duty: Modern Warfare 3 er vinsælasta afþreyingarvara allra tíma. Framleiðandi tölvuleiksins, Activision, tilkynnti í daga að sölutekjur Modern Warfare 3 hefðu náð einum milljarði dollara á 16 dögum. Kvikmyndin Avatar náði því takmarki á 17 dögum.

Sjá næstu 50 fréttir