Fleiri fréttir

Afspyrnuléleg jólavertíð í Hollywood

Jólavertíðin í Hollywood hefur ekki byrjað jafnilla undanfarin þrjú ár en aðsókn að jólamyndunum í ár í Bandaríkjunum þykir afspyrnuléleg.

Commerzbank rambar á barmi gjaldþrots

Þýski stórbankinn Commerzbank rambar á barmi gjaldþrots og stendur nú í samingum við þýsk stjórnvöld um frekari ríkisstyrk til að halda starfsemi sinni á floti.

Danir gætu átt 6.000 milljarða í olíusjóði

Danska ríkið gæti átt 300 milljarða danskra króna eða yfir 6.000 milljarða króna í þjóðarsjóði ef stjórmvöld í Danmörku hefðu farið sömu leið og Norðmenn árið 1996 og stofnað sérstakan olíusjóð um hagnaðinn af olíuvinnslunni í Norðursjó.

Moody´s setti markaði í rauðar tölur

Ákvörðun matsfyrirtækisins Moody´s um að setja öll ríki Evrópusambandsins á athugunarlista með neikvæðum horfum leiddi til þess að markaðir í Bandaríkjunum enduðu í rauðum tölum í gærkvöldi.

Fréttaskýring: Sköpuðu bankaáhlaup með Twitter

Lögreglan í Lettlandi hefur nú hafið formlega rannsókn á því hvers vegna bankaáhlaup hófst á banka í landinu á dögunum, einkum sænska bankann Swebank. Frá þessu var greint á vefsíðu Wall Street Journal í dag. Sænski blaðamaðurinn Gustav Sandstrom skrifaði greinina.

Sala á Horni ein umfangsmesta sala á eignum almennings

Fyrirhuguð sala Landsbankans á dótturfélaginu Horni er ein umfangsmesta sala á eignum í eigu almennings frá því bankarnir voru seldir fyrir um níu árum. Ekki liggur fyrir hvenær söluferli á félaginu, að hluta eða í heilu lagi, fer af stað.

Cameron: Rétt ákvörðun fyrir Bretland

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun sína um að standa fyrir utan samkomulag leiðtoga Evrópusambandsríkja, um aðgerðir til þess að koma á stöðugleika á Evrópusambandssvæðinu, hafa verið tekna með hagsmuni Bretlands í huga.

Aðildarviðræður: Fjórum köflum lokað í dag

Fjórum samningsköflum í aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu var lokað í dag þegar þriðja ríkjaráðstefna Íslands og Evrópusambandsins fór fram í Brussel í dag. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafi tekið þátt í henni fyrir hönd Íslands. Fjallað var um fimm samningskafla og lauk viðræðum um fjóra þeirra. Þá segir ennfremur að frá því að efnislegar viðræður hófust í júní hafi 11 af þeim 33 samningsköflum sem viðræðurnar snúast um verið opnaðir og er viðræðum lokið um 8 þeirra eða um fjórðung.

Áfram viðræður við hæstbjóðendur

Framtakssjóður Íslands á enn í viðræðum við fjárfesta um kaup á Húsasmiðjunni. "Viðræður við hæstbjóðanda standa enn yfir,“ segir Pétur Óskarsson. Hann vill ekki segja hver hæstbjóðandi er, en samkvæmt heimildum fréttastofu er þar um að ræða danska félagið Bygma S/A. Þær heimildir koma heim og saman við frétt sem birtist í Viðskiptablaðinu um daginn. Húsasmiðjan er hluti af eignarhaldsfélaginu Vestia sem Framtakssjóður Íslands keypti af Landbankanum fyrir rúmu ári síðan.

Samkomulag um endurbætur í Evrópu skiptu engu

Þrátt fyrir samkomulag 26 þjóða af 27 á Evrópusambandssvæðinu, sem miðar að því að auka stöðugleika á fjármálamörkuðum í Evrópu, virðast fjárfestar enn hræddir um að vandamálin séu enn óleyst. Þar helst miklar skuldir þjóðríkja, einkum í Suður-Evrópu, og veikir innviðir fjármálastofnanna.

Atvinnuleysið eykst lítillega

Skráð atvinnuleysi í nóvember 2011 var 7,1%, en að meðaltali voru 11.348 atvinnulausir í nóvember og fjölgaði atvinnulausum um 430 að meðaltali frá október eða um 0,3 prósentustig. Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en sex mánuði er nú 6.734 og fjölgar um 68 frá lokum október.

Árgjald léna lækkar um þúsundkall

ISNIC - Internet á Íslandi sem sér um skráningu léna undir þjóðarlénu .is hefur ákveðið að lækka árgjald léna um ríflega tólf prósent. Þetta var samþykkt af stjórninni nýlega og er árgjaldið nú 6.982 krónur. Lækkunin tók gildi í gær. Jens Pétur Jensen framkvæmdastjóri segir að með lækkuninni sé fyrst og fremst verið að uppfylla gamalt loforð sem var á þá leið að þegar lénin yrðu orðin 35 þúsund að tölu yrði árgjaldið lækkað.

Innanmein Indónesíu

Indonesía vex hraðar en flest önnur hagkerfi heimsins. Íbúum fjölgar jafnt og þétt og og fyrirtækjunum sömuleiðis. Eitt af verstu hindrunum fyrir hagkerfi landsins er þó innanmein. Spilling.

Markaðir í Evrópu í niðursveiflu

Markaðir í Evrópu hófu daginn með niðursveiflu. Þetta bendir til að fjárfestar í Evrópu séu ekki jafnbjartsýnir og fjárfestar í Asíu á að samkomulagið á leiðtogafundi Evrópusambandsins fyrir helgina sé nægilegt til að vinna á skuldakreppunni á evrusvæðinu.

Leysir húsnæðisvanda fyrirtækja

Fasteignafélagið Reginn ehf. hefur það markmið að verða framúrskarandi viðskiptafélagi sem getur boðið viðskiptavinum sínum upp á sveigjanleika og sérsniðnar lausnir þegar leitað er að atvinnuhúsnæði. Helgi S. Gunnarsson er framkvæmdastjóri félagsins.

Rússi gripinn við að smygla smjöri til Noregs

Norski tollurinn stoppaði Rússa með ólöglegt smjör á landamærunum við Svíþjóð í bænum Svinesund um helgina. Rússinn ætlaði að smygla 90 kílóum af smjöri til Noregs í flutningabíl sínum en komst ekki undan árvökulum augum norskra tollvarða.

Öll efnahagsmálin sett undir eina stjórn

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að í fyllingu tímans geti verið skynsamlegt að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Hann efast þó um að rétti tíminn til þess sé upp runninn; nóg annað sé við að fást þótt ekki komi til skipulagsbreytingar.

Hagvöxtur eykst sem og fjárfestingar

Hagvöxtur var 3,7 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir þetta mjög ánægjulegar tölur sem sýni að hagvöxtur fárra þjóða aukist jafn hratt og Íslendinga. Hún segir auknar útflutningstekjur og í atvinnuvegafjárfestingu þýða meiri atvinnu og þá hafi ferðaþjónustan komið sérstaklega vel út. Einkaneysla sé einnig að aukast.

Steingrímur vill selja hluta Landsbankans gegnum Kauphöllina

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, telur æskilegt að einhver hluti ríkisbankans Landsbankans verði seldur almenningi í gegnum Kauphöll Íslands. Þá telur Steingrímur rétt að selja eignarhluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka gegnum Kauphöllina.

Toyota dregur úr hagnaðarspám

Japanski bifreiða- og vélaframleiðandinn Toyota hefur dregið úr væntingum um hagnað með yfirlýsingu um að hann verði að líkindum helmingi minni en áætlað var. Einkum er það vegna áhrifa af flóðunum í Tælandi á framleiðslu í landinu.

Nick Clegg ósáttur við David Cameron

Nick Clegg, leiðtogi frjálslyndra demókrata í Bretlandi og aðstoðarforsætisráðherra, segist ósáttur við þá ákvörðun Davids Cameron forsætisráðherra, að taka ekki þátt í samkomulagi Evrópusambandsþjóða sem miðar að því að skapa stöðugleika á Evrópusambandssvæðinu.

Eftirspurnin sýnir svelti íslenskra fjárfesta

Greinandi segir miklar eftirspurn eftir hlutabréf í Högum sýna hversu sveltir íslenskir fjárfestar eru af fjárfestingartækifærum. Hann segir fleiri félög svo sem N1 og TM vera vænlega kosti á hlutabréfamarkað.

"Að fara undir evrópskt pils“ mun ekki auka ábyrgðarkennd Íslendinga

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist eiga mjög erfitt með að sjá að samningur við ESB yrði þannig að hann myndi breyta þeirri grundvallarafstöðu sinni að Íslandi sé betur borgið utan ESB. Hann segir ekki aðeins praktísk rök, þ.e kalt hagsmunamat, ráða viðhorfum sínum, heldur einnig lífsgildi.

Vill sameina Seðlabankann og FME að nýju

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er þeirrar skoðunar að sameina eigi Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands að nýju. Hann segir að það myndi stytta boðleiðir og auðvelda stjórnvöldum að meta kerfislæga áhættu.

Rykið sest og Þjóðverjar við stýrið

Eftir fund leiðtoga Evrópusambandsríkja, sem lauk í gær, er Þjóðverjar nú í meiri lykilstöðu gagnvart öðrum þjóðum heldur en áður. Þetta segir Ian Traynor, blaðamaður The Guardian, í pistli. Hann skrifar frá Brussell þar sem hann fylgdist með fundinum í návígi.

Hagkaup og Bónus alltaf staðið í skilum

Jón Ásgeir Jóhannesson stofnandi Bónuss skrifar í dag grein í Fréttablaðið um hlutafjárútboðið í Högum sem fram fór í vikunni. Hann segir gaman að fylgjast með gamla félaginu sínu og rifjar upp þegar þeir feðgar eignuðust Hagkaup árið 1998 og stóðu að uppbyggingu félagsins bæði hér á landi og erlendis.

Iðandi mannlíf á Höfðatorgi

Með tilkomu Höfðatorgs hefur miðborg Reykjavíkur stækkað svo um munar. Þar er að finna allrahanda þjónustu, allt frá kaffihúsum og veitingastöðum til saumastofu og þjónustufyrirtækja.

Þrif á herbergi eða heilli borg – Nilfisk hefur svarið

Fönix fagnar 75 ára afmæli í ár og 65 ára samstarfi við Nilfisk. Af þessu tilefni hafa alls kyns Nilfisk-tilboð verið í gangi í versluninni að Hátúni 6a á heimilis- og handryksugum, háþrýstidælum og fleiru.

Kjóstu það besta á netinu 2011

Hvað skaraði fram úr á netinu árið 2011? Lesendum Vísis gefst nú kostur á að velja það sem hefur vakið athygli þeirra og aðdáun á vafri þeirra um vefheima síðustu misseri. Í dag var opnað fyrir tilnefningar til Nexpo-vefverðlaunanna sem verða afhent með pompi og prakt eftir áramót.

Markaðir tóku vel í tíðindi frá Brussel

Markaðir, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu, brugðust gríðarlega vel við þeim tíðindum sem bárust frá Brussel í dag. Greint var frá því að helstu leiðtogar evruríkjanna hefðu komist að niðurstöðu um það hver næstu skref ættu að vera í skuldavanda ríkjanna. Nasdaq vísitalan hækkaði um 1,94% og S&P 500 hækkaði um 1,69%. Í Evrópu hækkaði FTSE um 0,83%, DAX hækkaði um 1,91% og CAC 40 um 2,48%.

Norðmenn vilja lána AGS 600 milljarða

Ríkisstjórn Noregs er nú að kanna möguleika á því að veita Alþjóðagjaldeyrissjóðnum nýtt lán. Þetta segir Sigbjørn Johnsen, fjármálaráðherra Noregs, í samtali við fréttamiðilinn NTB.

Staða Haga um hálfum milljarði betri en talið var

Fjárhagsstaða Haga hf., er ríflega 510 milljónum króna betri en talið var í lok nóvember. Þetta kemur fram í viðauka sem Arion banki birti í dag við útboðslýsingu á Högum. Bætt fjárhagsstaða skýrist af endurútreikningi Arion banka hf. á gengistryggðum lánum félagsins. Endurútreikningurinn er til kominn vegna fordæmis Hæstaréttar í máli Landsbankans gegn þrotabúi Motormax ehf.

Ætla að kaupa nýja ráðherrabíla

Rekstrarfélag stjórnarráðsbygginga ætlar að kaupa nýja ráðherrabíla á næstunni. Ríkiskaup hafa óskað eftir tilboðum vegna kaupanna á vef sínum. Í frétt á vef Ríkiskaupa kemur fram að ekki sé ljóst hve margar bifreiðar verði keyptar hvaða ár eða hvaða bifreiðar verði fyrir valinu fyrir hvert ráðuneyti.

Allt í hnút í makríldeilunni

Ekki náðist samkomulag um skiptingu aflaheimilda í makrílveiðum á Norðaustur-Atlantshafi á næsta ári á fundi strandríkjanna fjögurra, Íslands, ESB, Noregs og Færeyja, sem lauk í dag. Fundurinn var haldinn í Clonakilty á Írlandi og hófst á þriðjudaginn.

Bretar einir fyrir utan

Bretar eru nú eina þjóðin í Evrópusambandinu sem ekki er aðili að samkomulagi um aðgerðir til þess að sporna gegn skuldavanda í Evrópu. Bretar beittu neitunarvaldi þegar breytingar á sáttmála sambandsins voru til umræðu.

Jón Ásgeir, Tryggvi og Kristín sakfelld

Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristín Jóhannesdóttir og Tryggvi Jónsson hafa verið dæmd sek um brot á lögum, í tengslum við skattahluta Baugsmálsins, en skilorðsbundinni refsingu er frestað. Dómur þess efnis féll í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 14:00 í dag en þau voru ekki viðstödd dómsuppkvaðningu.

Neysluútgjöld heimilanna minnkuðu um 3,1% í kreppunni

Neysluútgjöld á heimili árin 2008–2010 voru 442 þúsund krónur á mánuði og hafa dregist saman um 3,1% frá tímabilinu 2007–2009. Á sama tíma hefur meðalheimilið stækkað úr 2,37 einstaklingum í 2,41 og hafa útgjöld á mann dregist saman um 4,6% og eru nú 183 þúsund krónur á mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir