Landið troðfullt af íslenskum krónum Þórður Snær Júlíusson skrifar 15. desember 2011 09:00 Erlendir kröfuhafar Kaupþings, Landsbanka og Glitnis munu fá allt að 450 milljarða króna af kröfum sínum greiddar í íslenskum krónum á næstu árum miðað við síðustu birtu fjárhagsupplýsingar föllnu bankanna þriggja. Vegna gjaldeyrishafta verður ómögulegt fyrir þá að breyta því fjármagni í erlendan gjaldeyri. Heimildir Fréttablaðsins herma að til standi að bjóða kröfuhöfunum útgönguleið úr íslensku hagkerfi gegn því að þeir bindi féð í ákveðinn tíma hérlendis. Fulltrúar kröfuhafanna hafa fundað með ráðherrum, þingmönnum og öðrum hagsmunaaðilum með það að leiðarljósi að finna fjárfestingartækifæri fyrir þetta fé hérlendis. Heimildir Fréttablaðsins herma að þeir hafi einnig þreifað sig áfram með kaup á einstökum fyrirtækjum í huga. Á meðal þeirra geira sem þeir horfa hýru auga til er orkuiðnaðurinn. Til viðbótar við þessa fyrirsjáanlega miklu krónueign erlendu kröfuhafanna er aflandskrónueign um 410 milljarðar króna. Seðlabanki Íslands kynnti í síðasta mánuði svokallaða fjárfestingarleið sem snerist meðal annars um að bjóða eigendum þessara króna að fjárfesta hérlendis með miklum afslætti. Til þess þurfa þeir að koma með annað eins af erlendum gjaldeyri inn í landið og binda fjárfestingu sína hérlendis í fimm ár. Kröfuhafarnir vilja setja á fót einhvers konar samstarfsvettvang þar sem fundnar eru leiðir til að koma þessu gríðarlega fjármagni í fjárfestingar. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að verið sé að vinna að heildstæðri áætlun sem muni meðal annars taka á því hvernig íslenskar krónueignir kröfuhafanna verði losaðar út úr íslensku hagkerfi. „Við áttum okkur á því að það eru útflæðisáhættur vegna þessa. Seðlabankinn er að vinna að greiningu á umfanginu og heildstæðri áætlun." Að sögn Árna Páls þarf ekki sérstakan samstarfsvettvang svo að kröfuhafarnir geti fjárfest hérlendis fyrir krónurnar sínar. „Þeir fjárfestingarmöguleikar sem eru í landinu eru auðvitað opnir fyrir þetta fé ef það verður greitt beint út úr þrotabúunum. Kröfuhafarnir þurfa í sjálfu sér ekki að tala við einn eða neinn um það." Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Erlendir kröfuhafar Kaupþings, Landsbanka og Glitnis munu fá allt að 450 milljarða króna af kröfum sínum greiddar í íslenskum krónum á næstu árum miðað við síðustu birtu fjárhagsupplýsingar föllnu bankanna þriggja. Vegna gjaldeyrishafta verður ómögulegt fyrir þá að breyta því fjármagni í erlendan gjaldeyri. Heimildir Fréttablaðsins herma að til standi að bjóða kröfuhöfunum útgönguleið úr íslensku hagkerfi gegn því að þeir bindi féð í ákveðinn tíma hérlendis. Fulltrúar kröfuhafanna hafa fundað með ráðherrum, þingmönnum og öðrum hagsmunaaðilum með það að leiðarljósi að finna fjárfestingartækifæri fyrir þetta fé hérlendis. Heimildir Fréttablaðsins herma að þeir hafi einnig þreifað sig áfram með kaup á einstökum fyrirtækjum í huga. Á meðal þeirra geira sem þeir horfa hýru auga til er orkuiðnaðurinn. Til viðbótar við þessa fyrirsjáanlega miklu krónueign erlendu kröfuhafanna er aflandskrónueign um 410 milljarðar króna. Seðlabanki Íslands kynnti í síðasta mánuði svokallaða fjárfestingarleið sem snerist meðal annars um að bjóða eigendum þessara króna að fjárfesta hérlendis með miklum afslætti. Til þess þurfa þeir að koma með annað eins af erlendum gjaldeyri inn í landið og binda fjárfestingu sína hérlendis í fimm ár. Kröfuhafarnir vilja setja á fót einhvers konar samstarfsvettvang þar sem fundnar eru leiðir til að koma þessu gríðarlega fjármagni í fjárfestingar. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að verið sé að vinna að heildstæðri áætlun sem muni meðal annars taka á því hvernig íslenskar krónueignir kröfuhafanna verði losaðar út úr íslensku hagkerfi. „Við áttum okkur á því að það eru útflæðisáhættur vegna þessa. Seðlabankinn er að vinna að greiningu á umfanginu og heildstæðri áætlun." Að sögn Árna Páls þarf ekki sérstakan samstarfsvettvang svo að kröfuhafarnir geti fjárfest hérlendis fyrir krónurnar sínar. „Þeir fjárfestingarmöguleikar sem eru í landinu eru auðvitað opnir fyrir þetta fé ef það verður greitt beint út úr þrotabúunum. Kröfuhafarnir þurfa í sjálfu sér ekki að tala við einn eða neinn um það."
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent