Íslendingar verða að þétta vörnina 14. desember 2011 11:00 Jóhannes Karl Sveinsson segir að niðurstaðan komi ekki á óvart. „Þetta er ekkert sem kemur á óvart í sjálfu sér. Nú er bara að þétta vörnina," segir Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður sem átti sæti í samninganefnd Íslands vegna Icesave málsins. Hann segir að ákvörðunin sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, tilkynnti í morgun um að höfða mál gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum sé endapunktur á málsmeðferð sem sé búin að vera í gangi hjá ESA síðan í maí í fyrra. „Þessi ákvörðun er í samræmi við það sem er sagt í áminningarbréfinu til íslenskra dómstóla og svo í rökstudda álitinu," segir Jóhannes Karl. Nú sé tekinn við næsti fasi í málinu þar sem EFTA dómstóllinn er beðinn að staðfesta það mat að Íslendingar hafi brotið gegn innistæðutilskipuninni og EES samningum. Enn er óvíst hvort þess verður krafist að Íslendingar tryggi greiðslur á lágmarkstryggingu sem er um 20 þúsund evrur eða hvort Íslendingum verði gert að greiða alla þá upphæð sem tapaðist af Icesave reikningunum. Aðspurður um þetta segir Jóhannes Karl að ekki sé hægt að sjá á þessu stigi málsins hvernig spurning ESA til EFTA dómstólsins verður en hingað til hafi ESA takmarkað málið við lágmarkstrygginguna. „Eins og maður les tilkynninguna þá munu þeir eins og áður byggja á annarsvegar að innistæðukerfið á Íslandi hafi klikkað og hins vegar að það hafi orðið mismunun vegna þess að íslenskir innistæðueigendur hafi verið fluttir inn í nýju bankana en ekki þeir erlendu," segir Jóhannes Karl. Aðspurður vill Jóhannes engu spá um líkur á því að Íslendingar sleppi vel út úr þessu máli. „Ég treysti mér nú ekki til að gefa neinar sérstakar líkur á það. Þetta er bara mál sem er erfitt og getur farið allavega," segir Jóhannes Karl. Tengdar fréttir Brunabjallan í gang í Seðlabankanum þegar ákvörðun ESA varð ljós Um það leyti sem ESA gerði ljósa ákvörðun sína um að stefna Íslandi vegna Icesave-deilunnar var blaðamannafundur í Seðlabankanum þar sem nýtt rit bankans sem ber heitið Fjármálastöðugleiki var kynnt. Þar fór Már Guðmundsson yfir stöðuna og sagði hana hafa styrkst frá því ritið kom síðast út í vor. Már sagði þó að ástandið væri enn viðkvæmt ekki síst í ljósi ástandsins á mörkuðum í Evrópu. 14. desember 2011 10:00 Icesave: Skuldir Íslands gætu aukist um fleiri hundruð milljarða Ef Ísland tapar Icesavemálinu fyrir EFTA dómstólnum gæti það þýtt aukna skuldabyrði sem næmi fleiri hundruð milljörðum króna eða allt að hálfri landsframleiðslu landsins. Friðrik Indriðason segir frá. 14. desember 2011 10:00 ESA stefnir Íslandi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur ákveð að stefna Íslandi vegna Icesave deilunnar. Fundur í utanríkismálanefnd hefur verið boðaður klukkan tíu, en hann var boðaður með þriggja kortera fyrirvara. Við segjum nánar frá málinu í dag. Eins og kunnugt er ákváðu Íslendingar að hafna samningum við Breta og Hollendinga fyrr á árinu eftir að Ólafur Ragnar Grímsson skaut málinu til þjóðarinnar. 14. desember 2011 09:00 ESA: Íslendingar verða að tryggja greiðslur að fullu ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, segir að þrátt fyrir að þrjú ár séu liðin frá því að Icesave reikningunum hafi verið lokað sé Ísland enn ekki búið að tryggja greiðslu lágmarkstryggingar upp að 20 þúsund evrum, samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins. Tilskipunin leitist við að auka traust neytenda/innstæðueigenda á bankakerfinu ef bankastofnanir verði gjaldþrota. Bankakerfið byggir á trausti og tiltrú neytenda og tilskipunin hefur mikilvægu hlutverki að gegna í því sambandi. 14. desember 2011 10:00 Þingfundi frestað Þingfundi, sem átti að hefjast klukkan hálfellefu í morgun, hefur verið frestað. Ástæða frestunarinnar er ákvörðun ESA, Eftirlitsdómstóls EFTA, um að stefna Íslandi fyrir EFTA dómstólnum vegna Icesave deilunnar. Utanríkismálanefnd Alþingis var boðuð til fundar klukkan tíu til að ræða ákvörðun ESA og stendur sá fundur enn. 14. desember 2011 10:00 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira
„Þetta er ekkert sem kemur á óvart í sjálfu sér. Nú er bara að þétta vörnina," segir Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður sem átti sæti í samninganefnd Íslands vegna Icesave málsins. Hann segir að ákvörðunin sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, tilkynnti í morgun um að höfða mál gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum sé endapunktur á málsmeðferð sem sé búin að vera í gangi hjá ESA síðan í maí í fyrra. „Þessi ákvörðun er í samræmi við það sem er sagt í áminningarbréfinu til íslenskra dómstóla og svo í rökstudda álitinu," segir Jóhannes Karl. Nú sé tekinn við næsti fasi í málinu þar sem EFTA dómstóllinn er beðinn að staðfesta það mat að Íslendingar hafi brotið gegn innistæðutilskipuninni og EES samningum. Enn er óvíst hvort þess verður krafist að Íslendingar tryggi greiðslur á lágmarkstryggingu sem er um 20 þúsund evrur eða hvort Íslendingum verði gert að greiða alla þá upphæð sem tapaðist af Icesave reikningunum. Aðspurður um þetta segir Jóhannes Karl að ekki sé hægt að sjá á þessu stigi málsins hvernig spurning ESA til EFTA dómstólsins verður en hingað til hafi ESA takmarkað málið við lágmarkstrygginguna. „Eins og maður les tilkynninguna þá munu þeir eins og áður byggja á annarsvegar að innistæðukerfið á Íslandi hafi klikkað og hins vegar að það hafi orðið mismunun vegna þess að íslenskir innistæðueigendur hafi verið fluttir inn í nýju bankana en ekki þeir erlendu," segir Jóhannes Karl. Aðspurður vill Jóhannes engu spá um líkur á því að Íslendingar sleppi vel út úr þessu máli. „Ég treysti mér nú ekki til að gefa neinar sérstakar líkur á það. Þetta er bara mál sem er erfitt og getur farið allavega," segir Jóhannes Karl.
Tengdar fréttir Brunabjallan í gang í Seðlabankanum þegar ákvörðun ESA varð ljós Um það leyti sem ESA gerði ljósa ákvörðun sína um að stefna Íslandi vegna Icesave-deilunnar var blaðamannafundur í Seðlabankanum þar sem nýtt rit bankans sem ber heitið Fjármálastöðugleiki var kynnt. Þar fór Már Guðmundsson yfir stöðuna og sagði hana hafa styrkst frá því ritið kom síðast út í vor. Már sagði þó að ástandið væri enn viðkvæmt ekki síst í ljósi ástandsins á mörkuðum í Evrópu. 14. desember 2011 10:00 Icesave: Skuldir Íslands gætu aukist um fleiri hundruð milljarða Ef Ísland tapar Icesavemálinu fyrir EFTA dómstólnum gæti það þýtt aukna skuldabyrði sem næmi fleiri hundruð milljörðum króna eða allt að hálfri landsframleiðslu landsins. Friðrik Indriðason segir frá. 14. desember 2011 10:00 ESA stefnir Íslandi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur ákveð að stefna Íslandi vegna Icesave deilunnar. Fundur í utanríkismálanefnd hefur verið boðaður klukkan tíu, en hann var boðaður með þriggja kortera fyrirvara. Við segjum nánar frá málinu í dag. Eins og kunnugt er ákváðu Íslendingar að hafna samningum við Breta og Hollendinga fyrr á árinu eftir að Ólafur Ragnar Grímsson skaut málinu til þjóðarinnar. 14. desember 2011 09:00 ESA: Íslendingar verða að tryggja greiðslur að fullu ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, segir að þrátt fyrir að þrjú ár séu liðin frá því að Icesave reikningunum hafi verið lokað sé Ísland enn ekki búið að tryggja greiðslu lágmarkstryggingar upp að 20 þúsund evrum, samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins. Tilskipunin leitist við að auka traust neytenda/innstæðueigenda á bankakerfinu ef bankastofnanir verði gjaldþrota. Bankakerfið byggir á trausti og tiltrú neytenda og tilskipunin hefur mikilvægu hlutverki að gegna í því sambandi. 14. desember 2011 10:00 Þingfundi frestað Þingfundi, sem átti að hefjast klukkan hálfellefu í morgun, hefur verið frestað. Ástæða frestunarinnar er ákvörðun ESA, Eftirlitsdómstóls EFTA, um að stefna Íslandi fyrir EFTA dómstólnum vegna Icesave deilunnar. Utanríkismálanefnd Alþingis var boðuð til fundar klukkan tíu til að ræða ákvörðun ESA og stendur sá fundur enn. 14. desember 2011 10:00 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira
Brunabjallan í gang í Seðlabankanum þegar ákvörðun ESA varð ljós Um það leyti sem ESA gerði ljósa ákvörðun sína um að stefna Íslandi vegna Icesave-deilunnar var blaðamannafundur í Seðlabankanum þar sem nýtt rit bankans sem ber heitið Fjármálastöðugleiki var kynnt. Þar fór Már Guðmundsson yfir stöðuna og sagði hana hafa styrkst frá því ritið kom síðast út í vor. Már sagði þó að ástandið væri enn viðkvæmt ekki síst í ljósi ástandsins á mörkuðum í Evrópu. 14. desember 2011 10:00
Icesave: Skuldir Íslands gætu aukist um fleiri hundruð milljarða Ef Ísland tapar Icesavemálinu fyrir EFTA dómstólnum gæti það þýtt aukna skuldabyrði sem næmi fleiri hundruð milljörðum króna eða allt að hálfri landsframleiðslu landsins. Friðrik Indriðason segir frá. 14. desember 2011 10:00
ESA stefnir Íslandi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur ákveð að stefna Íslandi vegna Icesave deilunnar. Fundur í utanríkismálanefnd hefur verið boðaður klukkan tíu, en hann var boðaður með þriggja kortera fyrirvara. Við segjum nánar frá málinu í dag. Eins og kunnugt er ákváðu Íslendingar að hafna samningum við Breta og Hollendinga fyrr á árinu eftir að Ólafur Ragnar Grímsson skaut málinu til þjóðarinnar. 14. desember 2011 09:00
ESA: Íslendingar verða að tryggja greiðslur að fullu ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, segir að þrátt fyrir að þrjú ár séu liðin frá því að Icesave reikningunum hafi verið lokað sé Ísland enn ekki búið að tryggja greiðslu lágmarkstryggingar upp að 20 þúsund evrum, samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins. Tilskipunin leitist við að auka traust neytenda/innstæðueigenda á bankakerfinu ef bankastofnanir verði gjaldþrota. Bankakerfið byggir á trausti og tiltrú neytenda og tilskipunin hefur mikilvægu hlutverki að gegna í því sambandi. 14. desember 2011 10:00
Þingfundi frestað Þingfundi, sem átti að hefjast klukkan hálfellefu í morgun, hefur verið frestað. Ástæða frestunarinnar er ákvörðun ESA, Eftirlitsdómstóls EFTA, um að stefna Íslandi fyrir EFTA dómstólnum vegna Icesave deilunnar. Utanríkismálanefnd Alþingis var boðuð til fundar klukkan tíu til að ræða ákvörðun ESA og stendur sá fundur enn. 14. desember 2011 10:00