Verðum líklega beitt pólitískum þrýstingi ef við töpum Höskuldur Kári Schram skrifar 14. desember 2011 18:30 Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður, telur líklegt að Bretar og Hollendingar muni beita pólitískum þrýstingi til að knýja fram efndir í Icesave málinu ef niðurstaða EFTA dómstólsins verður Íslandi í óhag. Niðurstaða gæti legið fyrir í lok næsta árs. Lárus Blöndal átti sæti í síðustu samninganefnd Íslands í Icesave málinu. Hann segir að það hafi ekki komið sér á óvart að ESA hafi ákveðið að stefna Íslendingum. „Nú menn þurfa að sjá hvernig málið verður borið upp undir dómstólinn og síðan taka menn til varna. Eins og ég sagði áðan þá er búið að vinna mikið í þeim málum. Það er búið að leggja fram til ESA okkar sjónarmið í málinu. Þannig að menn munu halda þeim sjónarmiðum til streitu. Ég gæti trúað því að þetta ferli taki svona eitt ár eða rúmlega það," segir Lárus. EFTA dómstóllinn mun einungis taka afstöðu til þess hvort Íslendingar hafi brotið gegn EES samningnum en ekki ákveða skaðabætur eða vexti. „Ef að við töpum málinu þá teljumst við hafa brotið gegn EES samningnum og það þýðir auðvitað að sá samningur er væntanlega í uppnámi þangað til að eitthvað hefur verið gert til að leiðrétta það," útskýrir Lárus. Ef íslendingar tapa málinu hafa Bretar og Hollendingar nokkra möguleika í stöðunni. Þeir gætu farið í skaðabótamál við íslenska ríkið en það mál yrði rekið fyrir íslenskum dómstólum. Lárus telur ólíklegt að sú leið verði fyrir valinu. Sjálfur tel ég líklegra að ef að menn ná ekki saman um að leysa úr þessu máli eftir að þessi niðurstaða fæst, þá muni menn væntanlega beita pólitískum þrýstingi til að knýja fram lausn. Við erum með samning sem margir telja mjög mikilvægan fyrir ísland og ef að við teljumst vera brotleg við þann samning, þá er augljóst að við þurfum að grípa til einhverra ráðstafana til að lagfæra það, ef við ætlum að halda samningnum til streitu," segir Lárus. Íslendingar verða aftur að semja um vaxtakjör við Breta og Hollendinga ef málið tapast fyrir Efta dómstólnum. Að þessu sinni verður samningsstaða íslendinga ekki góð og því líklegt að Bretar og Hollendingar muni leggja fram kröfu um mun hærri vexti en Íslendingum stóð til boða í síðasta Icesave-samningi. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður, telur líklegt að Bretar og Hollendingar muni beita pólitískum þrýstingi til að knýja fram efndir í Icesave málinu ef niðurstaða EFTA dómstólsins verður Íslandi í óhag. Niðurstaða gæti legið fyrir í lok næsta árs. Lárus Blöndal átti sæti í síðustu samninganefnd Íslands í Icesave málinu. Hann segir að það hafi ekki komið sér á óvart að ESA hafi ákveðið að stefna Íslendingum. „Nú menn þurfa að sjá hvernig málið verður borið upp undir dómstólinn og síðan taka menn til varna. Eins og ég sagði áðan þá er búið að vinna mikið í þeim málum. Það er búið að leggja fram til ESA okkar sjónarmið í málinu. Þannig að menn munu halda þeim sjónarmiðum til streitu. Ég gæti trúað því að þetta ferli taki svona eitt ár eða rúmlega það," segir Lárus. EFTA dómstóllinn mun einungis taka afstöðu til þess hvort Íslendingar hafi brotið gegn EES samningnum en ekki ákveða skaðabætur eða vexti. „Ef að við töpum málinu þá teljumst við hafa brotið gegn EES samningnum og það þýðir auðvitað að sá samningur er væntanlega í uppnámi þangað til að eitthvað hefur verið gert til að leiðrétta það," útskýrir Lárus. Ef íslendingar tapa málinu hafa Bretar og Hollendingar nokkra möguleika í stöðunni. Þeir gætu farið í skaðabótamál við íslenska ríkið en það mál yrði rekið fyrir íslenskum dómstólum. Lárus telur ólíklegt að sú leið verði fyrir valinu. Sjálfur tel ég líklegra að ef að menn ná ekki saman um að leysa úr þessu máli eftir að þessi niðurstaða fæst, þá muni menn væntanlega beita pólitískum þrýstingi til að knýja fram lausn. Við erum með samning sem margir telja mjög mikilvægan fyrir ísland og ef að við teljumst vera brotleg við þann samning, þá er augljóst að við þurfum að grípa til einhverra ráðstafana til að lagfæra það, ef við ætlum að halda samningnum til streitu," segir Lárus. Íslendingar verða aftur að semja um vaxtakjör við Breta og Hollendinga ef málið tapast fyrir Efta dómstólnum. Að þessu sinni verður samningsstaða íslendinga ekki góð og því líklegt að Bretar og Hollendingar muni leggja fram kröfu um mun hærri vexti en Íslendingum stóð til boða í síðasta Icesave-samningi.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira