Verðum líklega beitt pólitískum þrýstingi ef við töpum Höskuldur Kári Schram skrifar 14. desember 2011 18:30 Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður, telur líklegt að Bretar og Hollendingar muni beita pólitískum þrýstingi til að knýja fram efndir í Icesave málinu ef niðurstaða EFTA dómstólsins verður Íslandi í óhag. Niðurstaða gæti legið fyrir í lok næsta árs. Lárus Blöndal átti sæti í síðustu samninganefnd Íslands í Icesave málinu. Hann segir að það hafi ekki komið sér á óvart að ESA hafi ákveðið að stefna Íslendingum. „Nú menn þurfa að sjá hvernig málið verður borið upp undir dómstólinn og síðan taka menn til varna. Eins og ég sagði áðan þá er búið að vinna mikið í þeim málum. Það er búið að leggja fram til ESA okkar sjónarmið í málinu. Þannig að menn munu halda þeim sjónarmiðum til streitu. Ég gæti trúað því að þetta ferli taki svona eitt ár eða rúmlega það," segir Lárus. EFTA dómstóllinn mun einungis taka afstöðu til þess hvort Íslendingar hafi brotið gegn EES samningnum en ekki ákveða skaðabætur eða vexti. „Ef að við töpum málinu þá teljumst við hafa brotið gegn EES samningnum og það þýðir auðvitað að sá samningur er væntanlega í uppnámi þangað til að eitthvað hefur verið gert til að leiðrétta það," útskýrir Lárus. Ef íslendingar tapa málinu hafa Bretar og Hollendingar nokkra möguleika í stöðunni. Þeir gætu farið í skaðabótamál við íslenska ríkið en það mál yrði rekið fyrir íslenskum dómstólum. Lárus telur ólíklegt að sú leið verði fyrir valinu. Sjálfur tel ég líklegra að ef að menn ná ekki saman um að leysa úr þessu máli eftir að þessi niðurstaða fæst, þá muni menn væntanlega beita pólitískum þrýstingi til að knýja fram lausn. Við erum með samning sem margir telja mjög mikilvægan fyrir ísland og ef að við teljumst vera brotleg við þann samning, þá er augljóst að við þurfum að grípa til einhverra ráðstafana til að lagfæra það, ef við ætlum að halda samningnum til streitu," segir Lárus. Íslendingar verða aftur að semja um vaxtakjör við Breta og Hollendinga ef málið tapast fyrir Efta dómstólnum. Að þessu sinni verður samningsstaða íslendinga ekki góð og því líklegt að Bretar og Hollendingar muni leggja fram kröfu um mun hærri vexti en Íslendingum stóð til boða í síðasta Icesave-samningi. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður, telur líklegt að Bretar og Hollendingar muni beita pólitískum þrýstingi til að knýja fram efndir í Icesave málinu ef niðurstaða EFTA dómstólsins verður Íslandi í óhag. Niðurstaða gæti legið fyrir í lok næsta árs. Lárus Blöndal átti sæti í síðustu samninganefnd Íslands í Icesave málinu. Hann segir að það hafi ekki komið sér á óvart að ESA hafi ákveðið að stefna Íslendingum. „Nú menn þurfa að sjá hvernig málið verður borið upp undir dómstólinn og síðan taka menn til varna. Eins og ég sagði áðan þá er búið að vinna mikið í þeim málum. Það er búið að leggja fram til ESA okkar sjónarmið í málinu. Þannig að menn munu halda þeim sjónarmiðum til streitu. Ég gæti trúað því að þetta ferli taki svona eitt ár eða rúmlega það," segir Lárus. EFTA dómstóllinn mun einungis taka afstöðu til þess hvort Íslendingar hafi brotið gegn EES samningnum en ekki ákveða skaðabætur eða vexti. „Ef að við töpum málinu þá teljumst við hafa brotið gegn EES samningnum og það þýðir auðvitað að sá samningur er væntanlega í uppnámi þangað til að eitthvað hefur verið gert til að leiðrétta það," útskýrir Lárus. Ef íslendingar tapa málinu hafa Bretar og Hollendingar nokkra möguleika í stöðunni. Þeir gætu farið í skaðabótamál við íslenska ríkið en það mál yrði rekið fyrir íslenskum dómstólum. Lárus telur ólíklegt að sú leið verði fyrir valinu. Sjálfur tel ég líklegra að ef að menn ná ekki saman um að leysa úr þessu máli eftir að þessi niðurstaða fæst, þá muni menn væntanlega beita pólitískum þrýstingi til að knýja fram lausn. Við erum með samning sem margir telja mjög mikilvægan fyrir ísland og ef að við teljumst vera brotleg við þann samning, þá er augljóst að við þurfum að grípa til einhverra ráðstafana til að lagfæra það, ef við ætlum að halda samningnum til streitu," segir Lárus. Íslendingar verða aftur að semja um vaxtakjör við Breta og Hollendinga ef málið tapast fyrir Efta dómstólnum. Að þessu sinni verður samningsstaða íslendinga ekki góð og því líklegt að Bretar og Hollendingar muni leggja fram kröfu um mun hærri vexti en Íslendingum stóð til boða í síðasta Icesave-samningi.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira