Fleiri fréttir

Seðlabankinn kaupir erlendan gjaldeyri

Seðlabanki Íslands mun á komandi mánuðum standa fyrir gjaldeyrisútboðum þar sem bankinn mun kaupa erlendan gjaldeyri í skiptum fyrir krónur til innlendrar fjárfestingar, enda sé fjárfestingin bundin til langs tíma hér á landi.

Hæfi Gunnars verður kannað aftur

Stjórn Fjármálaeftirlitsins ætlar að fela Andra Árnasyni, lögmanni, að kanna hvort eitthvað nýtt hafi komið fram um hæfi Gunnars Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins.

Ný hæfnisnefnd vegna ráðningar Bankasýslunnar

Dr. Ásta Bjarnadóttir, vinnu- og skipulagssálfræðingur, hefur verið skipuð formaður hæfnisnefndar vegna ráðningar á forstjóra Bankasýslu ríkisins. Aðrir nefndarmenn eru dr. Friðrik Már Baldursson, hagfræðingur og Tryggvi Pálsson, hagfræðingur. Þetta kemur fram á vefsíðu Bankasýslu ríkisins.

Draghi krefst aðgerða

Nýr seðlabankastjóri Evrópu, Mario Draghi, krafðist þess á ráðstefnu evrópskra banka í dag að ESB myndi grípa tafarlaust til aðgerða vegna skuldavanda þjóðríkja og banka. Einkum setti hann kröfu um að björgunarsjóðurinn svonefndi, sem samþykkt hefur verið að stækka úr 440 milljörðum evra í 1.000 milljarða, yrði notaður til þess að bæta úr stöðu mála. "Eftir hverju er verið að bíða," sagði Draghi, eftir því sem greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Guðrún og Þóra heilla erlenda fjárfesta

Fyrirtækið Puzzled by Iceland var eitt af sjö evrópskum sprotafyrirtækum sem tóku þátt í viðburðinum Meet the Dragons sem fram fór í Rotterdam á miðvikudag.

Lífeyrissjóðirnir út úr Búvöllum

Lífeyrissjóðir sem voru hluti af Búvöllum slhf. hafa leyst til sín hluti sína og halda nú á þeim í eigin nafni. Búvellir voru stofnaðir utan um hóp fjárfesta sem keypti 44% hlut í smásölurisanum Högum fyrir um 5,4 milljarða króna í tveimur atrennum fyrr á þessu ári. Stærsti lífeyrissjóðurinn sem klýfur sig nú frá hópnum er Gildi, sem á nú 8,6% hlut í eigin nafni, og Festa, sem á 3,7%.

Íslandsbanki kemur að fjármögnun nýrra gámaskipa

Eimskipafélag Íslands hefur fest kaup á tveimur nýjum gámaskipum og hefur gert samning um smíði þeirra í Kína. Íslandsbanki mun fjármagna allt að 30% af smíði skipanna á skipatímanum en áætlaður kostnaður við smíðina er um 5,8 milljarðar íslenskra króna, að því er segir í tilkynningu frá Íslandsbanka.

Horn selur 13,75% hlut í Eyri

Horn, dótturfélag Landsbankans, hefur selt 13,75% hlut í fjárfestingafélaginu Eyri Invest, sem m.a. á stærsta einstaka eignarhlutinn í Marel. Eigendur rúmlega 37% hlutafjár í Eyri eru feðgarnir Þórður Magnússon, stjórnarformaður, með um 20% hlut, og Árni Oddur Þórðarson, forstjóri, með um 17% hlut. Ekki hefur verið upplýst um hver keypti hlutinn af Horni, en greint er frá viðskiptunum á vefsíðu Horns.

14% aukning á framboði ferða

Búast má við umtalsverðri fjölgun ferðamanna hér á landi á næsta ári vegna aukins framboðs ferða til landsins, sagði Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, á markaðsfundi félagsins í gær.

Seðlabankar hamstra gull

Óróinn á fjármálamörkuðum erlendis hefur orðið til þess að Seðlabankar í heiminum hamstra um þessar mundir gullbirgðir heimsins til sín. Á þriðja ársfjórðungi þessa árs keyptu Seðlabankar heimsins rúmlega 148 tonn af gulli. Það samsvarar rétt rösklega 1000 milljörðum íslenskra króna.

Lýsi annar ekki eftirspurn

Svo mikil eftirspurn er orðin eftir íslensku lýsi að lýsisverksmiðjan skortir þorskalifur. Eftirspurnin er bæði hér innanlands og erlendis, segir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis.

Rekstur gamla Landsbankans kostar milljarða

Rekstrarkostnaður gamla Landsbankans hefur numið tæpum 5,6 milljörðum króna á árinu, samkvæmt uppgjöri sem var kynnt á fundi slitastjórnar bankans með kröfuhöfum í dag. Mestur var kostnaðurinn á öðrum ársfjórðungi, eða rétt rúmir 2 milljarðar króna en hann lækkaði um 217 milljónir á þriðja ársfjórðungi.

Pétur tapaði andvirði tveggja jeppa

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa tapað að minnsta kosti andvirði tveggja bílverða með því að kaupa hlutabréf í Sæplasti fyrir 7,4 milljónir árið 1992. Sæplast varð svo að eign Atorku árið 2004 en fyrirtækið fór í þrot fimm árum seinna. Pétur segir að það bráðvanti reglur um gegnsæ hlutafélög. Það skorti allt traust til að hægt sé að byggja upp hlutabréfamarkaðinn.

Ingvar Helgason og B&L selt Ernu Gísladóttur

Miðengi ehf. (dótturfélag Íslandsbanka), SP Fjármögnun hf. og Lýsing hf. hafa gengið frá sölu á eignarhaldsfélaginu BLIH ehf. (BLIH) til félags í eigu Ernu Gísladóttur samkvæmt tilkynningu frá Miðengi.

Segir nýja leikjatölvu frá Microsoft væntanlega

Tölvuleikjaframleiðandi í Bandaríkjunum hefur gefið til kynna að Microsoft muni opinbera nýja leikjatölvu á næstu vikum. Hann sagði hugmyndir Microsoft vera afar metnaðarfullar.

Samstarf Facebook og Skype eflt

Stjórnendur samskiptaforritsins Skype hafa ákveðið að auka samþættingu forritsins við Facebook. Skype gerir notendum kleyft að hafa samskipti í gegnum myndspjall.

Hlutabréf lækkuðu í dag

Hlutabréf í Kauphöllinni á Wall Street lækkuðu verulega í dag. Dow Jones lækkaði um 1,40%, S&P 500 um 1,68%. Svipað var upp á teningnum í Evrópu. Þar lækkaði DAX vísitalan um 1,07% og CAC 40 um 1,78%.

Forstjóri Bankasýslunnar hættir á morgun

Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins, lætur af störfum á morgun. Hún sagði starfi sínu lausu í byrjun ágúst. Starf forstjóra var auglýst laust til umsóknar 11. nóvember síðastliðinn og rennur umsóknarfrestur út 27. nóvember. Eins og kunnugt er hafði Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi, verið ráðinn í starfið en hann sagði starfinu lausu eftir mikla gagnrýni á ræðuna. Bankasýslan verður þó ekki alveg forstjóralaus eftir brotthvarf Elínar, því Karl Finnbogason, sérfræðingur hjá stofnuninni, hefur verið skipaður staðgengill forstjóra og mun gegna starfinu þar til nýr forstjóri verður ráðinn.

Tilkynnt um söluna til kanadísku kauphallarinnar

Tilkynnt hefur verið um sölu Icelandic Group á bandarískum eignum félagsins til kanadísku kauphallarinnar, en kaupandinn, Hight Liner Foods, er skráður á markað þar í landi. Greint var frá viðskiptunum á Vísi fyrr í dag.

Heildarvirði útgreiðslunnar 432 milljarðar króna

Heildarvirði útgreiðslunnar úr þrotabúi Landsbankans er um 432 milljarðar króna, miðað við gengisvísitölu krónunnar gagnvart erlendum myntum 22. apríl 2009. Það er sú dagsetning sem miðað er við þegar kemur að kröfum í bú bankans. Nú þegar eru tiltækar rúmlega 430 milljarðar króna í lausu fé, eins og áður sagði.

Greitt út í þeim myntum sem til eru

Greitt verður út úr þrotabúi Landsbankans í þeim myntum sem tiltækar eru á reikningum bankans. Þetta kom fram á blaðamannafundi slitastjórnar og skilanefndar Landsbankans sem nú stendur yfir á Hilton Hótel Nordica. Inn á reikningum bankans eru evrur, dollara, pund og krónur.

Áætlun lögð fram um útgreiðslu úr búi Landsbankans

Slitastjórn gamla Landsbankans lagði fram áætlanir um fyrstu hlutagreiðslur úr þrotabúi bankans á fundi sínum með skilanefnd og tæplega hundrað kröfuhöfum í morgun. Fundurinn stendur enn yfir en blaðamannafundur hefur verið boðaður nú klukkan 13:00.

Breska ríkið selur Northern Rock

Breska ríkið hefur ákveðið að selja breska bankann Northern Rock fyrir 1,17 milljarða punda, jafnvirði um 200 milljarða króna. Þetta kemur fram á vefsíðu Wall Street Journal. Kaupandi bankans er Virgin Money.

Seðlabankinn veitir styrk tengdum nafni Jóhannesar Nordal

Seðlabanki Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk tengdan nafni Jóhannesar Nordal sem Seðlabanki Íslands veitir. Ákveðið var að veita styrkinn í tilefni af 50 ára afmæli Seðlabanka Íslands á árinu 2011.

Umtalsverðar hækkanir á matvöruverði milli ára

Sú matvara sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á þann 8. nóvember sl. hefur hækkað umtalsvert í verði frá sambærilegri könnun sem gerð var fyrir 14 mánuðum í lágvöruverðs verslununum Bónuss, Nettó og Krónunni. Áberandi eru miklar hækkanir á kjötvörum 8-45% og kaffi um 15-38%. Ostur, viðbit og mjólkurvörur hafa hækkað um 5-18% á þessu rúma ári. Verðbólga á tímabilinu var 6%.

Icelandair: Mikill vöxtur og fjölgun ferðamanna

Ljóst er að til viðbótar um 14% vexti í flugi Icelandair á næsta ári, má gera ráð fyrir auknu framboði annarra yfir hásumarið, þannig að í heild má búast við umtalsverðri fjölgun ferðamanna á landinu á næsta ári. Þetta kom fram við upphaf árlegs markaðsfundar Icelandair í dag, en þar kynnti Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri félagsins, horfur og áherslur í starfsemi þess á næsta ári.

Ríkið á inni 67 milljarða í ógreiddum arðgreiðslum frá bönkunum

Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans kemst að þeirri niðurstöðu í grein sem hann ritar á Umræðuvef bankans, að ríkið eigi inni sem svarar 67 milljörðum króna í ógreiddar arðgreiðslur miðað við hlutafjáreign sína í stóru bönkunum þremur, Landsbankanum, Arion banka og Íslandsbanka.

Veltan með bréf í Icelandair tífaldaðist

Velta með hlutabréf í Icelandair Group tífaldaðist síðasta viðskiptadag fyrir sölu bréfa Framtakssjóðs Íslands á 10% hlut í félaginu. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Þessi stórauknu viðskipti vekja grunsemdir.

Vilja fá Bakkaskemmu undir sjávarútvegsklasa

Nokkrir aðilar hafa lýst yfir áhuga sínum á að reka sjávarútvegsklasa í Bakkaskemmu á Grandagarði. Um yrði að ræða þróun og framleiðslu á tækjum og búnaði fyrir útgerðir og fiskvinnslur.

Nýherji hlýtur Microsoft vottun í Lync 2010

Nýherji hefur hlotið vottun hjá Microsoft í Lync 201 samskiptalausnum. Lync er heildarlausn samskipta fyrir fyrirtæki þar sem samskiptin eru ekki lengur eingöngu bundin við símtæki heldur getur notandi einnig valið að eiga samskipti í gegnum m.a. netspjall og fjarfundi með fullri samþáttun við Microsoft Office.

Rannsókn lokið í nokkrum málum

Sérstakur saksóknari hefur lokið rannsókn á hluta þeirra tíu mála sem embættið ætlar sér að klára á þessu ári. Heimildir Fréttablaðsins herma að á meðal þeirra mála sem rannsókn er lokið á sé hið svokallaða Sjóvármál. Fæst þeirra tíu mála sem á að ljúka fyrir áramót hafa þó fengið formleg málalok.

Fréttaskýring: Afkoma ríkissjóðs verri um 4 milljarða

Frumvarp til fjáraukalaga 2011 gerir ráð fyrir hækkun útgjalda upp á 2,8 prósent frá fjárlögum. Ríkisendurskoðun telur þetta merkja að meiri aga gæti nú en oftast áður þegar kemur að nýjum útgjöldum í fjárlögum. Engu að síður telur stofnunin að aukning útgjalda sé nokkuð mikil þegar horft er til þess að í fjárlögum ársins voru 4,8 milljarðar ætlaðir í ófyrirséð útgjöld.

Yfir 70% af útflutningi Íslands er til ESB

Samkvæmt nýrri úttekt sem Hagstofa Íslands gerði fyrir Já Ísland eiga Íslendingar í langmestum viðskiptum við ríki Evrópusambandsins. Á síðasta ári var 70,5% af útflutningi beint til ESB ríkjanna og þarf af um 50% til ríkja sem nota evru.

Fjórðungur orðið fyrir tjóni

TækniFjórðungur stjórnenda íslenskra fyrirtækja sem sóttu nýlega ráðstefnu um tölvuöryggi sagði fyrirtæki sín hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni af völdum tölvuárása á síðustu tólf mánuðum.

SpKef mun kosta ríkið allt að þrjátíu milljarða króna

Ríkið þarf að borga allt að 30 milljarða króna vegna sölu á SpKef til Landsbankans. Lægri mörk samningsins eru að ríkið borgi rúma ellefu milljarða króna. Sérstök úrskurðarnefnd hefur verið sett á laggirnar við að skera úr um eignir SpKef og niðurstaða hennar mun ráða því hver upphæðin verður.

Einn vildi halda vöxtunum óbreyttum

Einn nefndarmanna í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands vildi halda stýrivöxtum óbreyttum á síðasta vaxtaákvörðunardegi, 2. nóvember sl., en aðrir vildu hækka um 0,25 prósentur. Stýrivextir voru hækkaðir úr 4,5% í 4,75%. Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar vegna ákvörðunarinnar en hún var birt í dag á vef nefndarinnar í takt við lög þar um.

Sjá næstu 50 fréttir