Fleiri fréttir

Facebook nær að stöðva klámbylgjuna

Forsvarsmenn Facebook samskiptasíðunnar segja að þeim hafi tekist að stöðva flóð klámmynda sem pirrað hefur notendur samskiptamiðilsins síðustu daga. Þúsundir Facebook síða urðu fyrir árásum tölvuþrjóta og birtust svæsnar klámmyndir á síðum fólks fyrirvaralaust.

Skýrr kaupir allt hlutafé í Thor Data Center

Skýrr, sem er orðið níunda stærsta upplýsingatæknifyrirtæki á Norðurlöndunum, hefur fest kaup á öllu hlutafé í gagnaverinu Thor Data Center af félagi í eigu Skúla Mogensen og fleirum. Forstjóri Skýrr sér mikla möguleika í sameiningu fyrirtækjanna.

Verðbólgan 3% á evrusvæðinu

Verðbólga í evruríkjum nam 3% í síðasta mánuði. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að kerfisbundin kreppa sé í ríkinu.

Varfærið mat á eignum til að tryggja stöðugleika í rekstri

Mat á eignum Íslandsbanka, sem hefur verið uppfært um tugi milljarða frá því að bankinn var endurreistur, byggir á ákvörðun um að meta eignirnar með varfærnum hætti til þess að tryggja stöðugleika í rekstri bankans. Þetta kemur fram í athugasemd frá slitastjórn Glitnis vegna umræðu um eignarhald á Íslandsbanka.

Guðlaugur Þór: "Er Icesave-vinnulagið orðið að reglu?"

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði að því á Alþingi nú fyrir stundu hvort "Icesave-vinnulagið" væri "orðið að reglu" þegar kæmi að samningum er ríkið gerði í tengslum við málefni SpKef og Byrs og sölu á þeim.

Rauðar og grænar tölur á mörkuðum

Hlutabréfamarkaðir hafa ýmist hækkað lítillega eða lækkað í Evrópu og Bandaríkjunum í dag. Helstu vísitölur í Evrópu hafa lækkað um 0 til 1% í dag en í Bandaríkjunum eru grænar tölur, hækkanir upp á 0,6% sé mið tekið af vísitölu Nasdaq.

Evrusvæðið glímir við "kerfisvanda"

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að evrusvæðið glími við "kerfisvanda“ og þurfi að taka á málunum út frá því. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Barroso lét ummælin falla þegar hann var að ræða vandann á evrusvæðinu og þá ekki síst verðbólguhorfur. Verðbólga mælist nú þrjú prósent á ársgrundvelli. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Evrópu er tvö prósent.

Töluvert dró úr útlánum ÍLS milli ára í október

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu rúmum 1,5 milljörðum króna í október en þar af voru rúmir 1,4 milljarðar króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í október í fyrra rúmum 2 milljörðum króna.

R&I staðfestir lánshæfiseinkunn Íslands

Japanska matsfyrirtækið R&I hefur staðfest lánshæfiseinkunn Íslands sem BB+. Jafnframt hefur fyrirtækið breytt horfum úr neikvæðum og í stöðugar.

Sala á nautakjöti jókst um 17% í október

Sala á nautakjöti í október var 17,2% meiri en hún var á sama tíma í fyrra og salan á þriðja ársfjórðungi var 6,6% meiri. Þessi niðurstaða fyrir október hefur leitt til þess að salan sl. 12 mánuði, er álíka og 12 mánuðina þar á undan.

Ferðamannatímabilið lengist hér á landi

Tölur um veltu erlendra greiðslukorta hér á landi í október síðastliðnum sýna svo ekki verður um villst að ferðamannatímabilið er að lengjast hér á landi.

Steve Jobs: Hætti og fór að læra skrautskrift

Steve Jobs heitinn, fyrrverandi framkvæmdastjóri og aðaleigandi Apple, hélt ræðu fyrir útskriftarnema við Stanford háskóla árið 2005. Jobs greindi þar frá skólagöngu sinni, sem var um margt einkennileg, og persónulegum ákvörðunum sem skipt hafa hann miklu máli í gegnum tíðina.

Engar greiðslur frá Íslandsbanka til kröfuhafa Glitnis

„Frá stofnun Íslandsbanka hafa engar greiðslur farið frá Íslandsbanka til kröfuhafa Glitnis. Engar arðgreiðslur hafa verið greiddar til eigenda bankans, þ.e. Glitnis og íslenska ríkisins, og stjórnendur bankans kannast ekki við að hafi þrýst hafi verið á um slíkt.“

Spáir óbreyttri verðbólgu í nóvember

Greining Arion banka spáir því að vísitala neysluverðs hækki aðeins um 0,1% í nóvember sem þýðir að ársverðbólgan verður óbreytt í 5,3%.

Fréttaskýring: AGS segir Kínverja standa frammi fyrir ógn

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) sendi í morgun frá sér bréf, sem birt er á vef sjóðsins, þar sem áhyggjum er lýst yfir því að bankar í Kína standi frammi fyrir ógnum vegna merkja um að ótrúlegur uppgangstími landsins, sem staðið hefur látlaust í meira en áratug, sé hugsanlega að líða undir lok.

Milljarða afskriftir vegna Fasteignar

Kröfuhafar Eignarhaldsfélagsins Fasteignar munu þurfa að afskrifa milljarða króna vegna byggingar Háskólans í Reykjavík, ógjaldfærni Álftaness og lánabreytinga annarra sveitarfélaga sem átt hafa hlut í félaginu. Stærstu kröfuhafar þess eru Íslandsbanki og skilanefnd Glitnis.

Pétur Blöndal kynnir nýtt kvótafrumvarp

Pétur Blöndal alþingismaður hefur mótað sitt eigið kvótafrumvarp. Í tölvupósti sem hann sendi á alla þingmenn á Alþingi í kvöld auglýsir hann eftir meðflutningsmönnum að frumvarpinu.

Þróun iPhone 5 var komin langt á leið - Jobs sagði nei takk

Nokkrum vikum áður en Apple kynnti iPhone 4S voru verkfræðingar tölvurisans að vinna að algjörlega nýrri týpu snjallsímans. Heimildarmaður vefsíðunnar Businessinsider.com segir að starfsmenn Apple hafi verið undir þeirri trú að iPhone 5 yrði næsta skref í þróun snjallsímans.

Forstjóri Landsvirkjunar: Arðsemi Kárhnjúka er of lág

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að meðalarðsemi af Kárahnjúkavirkjun sé of lág. Arðsemin er að meðaltali 3,5 prósent að sögn Harðar en þetta kom fram á fundi Landsvirkjunar sem nú stendur yfir í Hörpu þar sem fjallað er um möguleika fyrirtækisins á sviði endurnýjanlegrar orku.

Hækkanir í Bandaríkjunum en lækkanir í Evrópu

Allar helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu í dag. Dow Jones vísitalan hækkaði um 0,54%, Nasdaq um 1,29%, og S&P um 0,79%. Í Evrópu lækkaði hins vegar FTSE 100 vísitalan um 0,03%, DAX vísitalan lækkaði um 0,87% og CAC 40 vístalan lækkaði um 1,92%.

Fjárlaganefnd lagði fram tillögu um lán til Austurhafnar

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis hefur lagt fram breytingatillögu við fjáraukalagafrumvarp fyrir þetta ár um að Austurhöfn-TR, sem rekur Hörpuna, fái lánaðar 400 milljónir króna þangað til samið hefur verið um langtímafjármögnun á húsinu. Breytingartillagan var lögð fram í dag.

Verja 30 milljörðum í skóla- og frístundamál

Heildarútgjöld í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar nema 62,4 milljörðum króna á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun sem kynnt var í dag. Samkvæmt endurskoðaðri áætlun fyrir árið í ár nema heildarútgjödl 58,8 milljörðum og því er ljóst að þau hækka um tæpa 3,6 milljarða króna. Stærsti málaflokkurinn er sem fyrr skóla- og frístundasvið en rétt rúmlega 30 milljörðum verður varið í hann á næsta ári, samkvæmt áætluninni. Tæpir 11, 6 milljarðar renna til velferðarsviðs og fimm milljarðar renna til íþrótta- og tómstundasviðs.

Klám flæðir yfir Facebook

Ný veira herjar nú á Facebook notendur um allan heim sem lýsir sér þannig að á Facebook síðum fólks birtast klámmyndir af svæsnustu sort. Vandamálið hefur verið að gera vart við sig í meira mæli undanfarna daga og nú er svo komið að notendur eru orðnir vægast sagt pirraðir. Það sem verra er, þá virkar vírusinn á þann hátt að svo virðist sem vinur þinn eða vinkona á Facebook sé að „pósta“ myndunum þrátt fyrir að vera alsaklaus af slíkri hegðun.

Ermotti tekur við stjórnartaumum UBS

Sergio Ermotti verður nýr forstjóri svissneska risabankans UBS. Þetta var tilkynnt í dag. Hann mun stýra umbreytingu fjárfestingarbankastarfsemi UBS, að því er fram kemur í frétt Wall Street Journal.

Hlutabréfamarkaðir lækka í Evrópu

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa flestir sýnt lækkun á hlutabréfavístölum sínum í morgun. Þannig hefur Stoxx 600 vísitalan, samræmd vísitala hlutabréfamarkaða í Evrópu, lækkað um 1,7% það sem af er degi.

AGS hefur áhyggjur af bönkum í Kína

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur áhyggjur af því að áhætta í rekstri kínveskra banka sé að aukast. Þetta kemur fram í áliti sjóðsins sem gert var opinbert í morgun og breska ríkisútvarpið BBC segir frá á vefsíðu sinni.

Tæplega 11,8 milljarðar af innlendum gjaldeyri til landsins

Seðlabankinn gaf heimildir til þess í fyrra að flytja inn tæplega 11,8 milljarða af aflandskrónum til landsins. Þessar heimildir voru veittar á grundvelli undanþága frá gjaldeyrishöftunum en höftin kveða m.a. á um að bannað sé að flytja þessar krónur til landsins.

Mikil aukning á sölu fasteigna í borginni

Alls var 113 kaupsamningum um fasteignir þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Þetta er mikil aukning á fjöldi samninga frá vikunni á undan þegar þeir voru 74 talsins.

Heildaraflinn dróst saman um 4,7% milli ára í október

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum októbermánuði, metinn á föstu verði, var 4,7% minni en í október í fyrra. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 0,4% miðað við sama tímabil 2010, sé hann metinn á föstu verði. Aflinn nam alls 77.063 tonnum í október, samanborið við 83.870 tonn í október í fyrra.

Soros spáir allsherjarhruni

Bréf frá George Soros, fjárfestinum þekkta, olli nokkrum titringi í síðasta mánuði en í því kom fram að henni teldi heiminn á barmi allsherjarhruns. Skuldavandi Evrópu og Bandaríkjanna var til umræðu í sjónvarpsþætti þar sem bréf Soros var rætt.

Minnkandi sala á fötum og skóm í október

Velta í dagvöruverslun dróst saman um 1,9% á föstu verðlagi í október miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 2,9% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum dróst velta dagvöruverslana í október saman um 0,1% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru hefur hækkað um 4,8% á síðastliðnum 12 mánuðum.

Kreditkortavelta eykst verulega milli ára í október

Veruleg aukning varð á heildarveltu kreditkorta milli ára í októbermánuði. Veltan var rúmlega 20 milljarðar króna í október síðastliðnum og jókst um tæp 21% frá október í fyrra. Milli september og október í ár jókst veltan um 2,4%.

Gengi krónunnar að veikjast

Gengi krónunnar hefur veikst síðustu vikur og má rekja það til þess að áhrif ferðaþjónustunnar og fiskútflutnings á krónuna fara dvínandi á haustin á sama tíma og innflutningur eykst vegna jólanna. Þannig veiktist gengið um rúmlega 0,6% í síðustu viku.

Fréttaskýring: Nútíma þrælahald er risaiðnaður

Mansal fer vaxandi og veltir í það minnsta 100 milljörðum dollara árlega á heimsvísu, eða sem nemur ríflega 11 þúsund milljörðum króna. Höfuðvígin eru Afríka, Asía og Austur-Evrópa.

Sjá næstu 50 fréttir