Einn vildi halda vöxtunum óbreyttum Magnús Halldórsson skrifar 17. nóvember 2011 00:08 Már Guðmundsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, sem ákvarðar vexti. Einn nefndarmanna í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands vildi halda stýrivöxtum óbreyttum á síðasta vaxtaákvörðunardegi, 2. nóvember sl., en aðrir vildu hækka um 0,25 prósentur. Stýrivextir voru hækkaðir úr 4,5% í 4,75%. Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar vegna ákvörðunarinnar en hún var birt í dag á vef nefndarinnar í takt við lög þar um. Í fundargerðinni segir að Már Guðmundsson, formaður nefndarinnar og seðlabankastjóri, hafi gert tillögu um að vextirnir yrðu hækkaðir sem fyrr sagði og á það hefðu fjórir nefndarmenn fallist að Má meðtöldum. Meginrökin voru þau að "veruleg hætta" væri á að mikil verðbólga, sem mælist nú 5,3%, festist í sessi ef ekkert yrði að gert, en verðbólgumarkmið seðlabankans er 2,5%. Enn fremur voru merki um efnahagsbata hér á landi, og takmörkuð áhrif af erfiðleikum á alþjóðamörkuðum á íslenskt efnahagslíf, talin upp sem rök fyrir því að hækka vexti. Nefndarmaðurinn eini sem lagðist gegn þessum sjónarmiðum hélt því fram "að vaxtahækkun hefði fyrst og fremst þau áhrif að tekjum yrði endurdreift frá fyrirtækjum, heimilum og ríkissjóði til lánveitaenda, en það myndi skaða viðkvæma efnahagsreikninga enn frekar og tefja úrlausn skuldakreppunnar." Sem fyrr eru nöfn nefndarmanna ekki birt þegar sjónarmið þeirra eru reifuð. Í nefndinni sitja Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur, Anne Sibert, prófessor, og Gylfi Zoega, prófessor við Háskóla Íslands. Sjá má fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands hér. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Einn nefndarmanna í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands vildi halda stýrivöxtum óbreyttum á síðasta vaxtaákvörðunardegi, 2. nóvember sl., en aðrir vildu hækka um 0,25 prósentur. Stýrivextir voru hækkaðir úr 4,5% í 4,75%. Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar vegna ákvörðunarinnar en hún var birt í dag á vef nefndarinnar í takt við lög þar um. Í fundargerðinni segir að Már Guðmundsson, formaður nefndarinnar og seðlabankastjóri, hafi gert tillögu um að vextirnir yrðu hækkaðir sem fyrr sagði og á það hefðu fjórir nefndarmenn fallist að Má meðtöldum. Meginrökin voru þau að "veruleg hætta" væri á að mikil verðbólga, sem mælist nú 5,3%, festist í sessi ef ekkert yrði að gert, en verðbólgumarkmið seðlabankans er 2,5%. Enn fremur voru merki um efnahagsbata hér á landi, og takmörkuð áhrif af erfiðleikum á alþjóðamörkuðum á íslenskt efnahagslíf, talin upp sem rök fyrir því að hækka vexti. Nefndarmaðurinn eini sem lagðist gegn þessum sjónarmiðum hélt því fram "að vaxtahækkun hefði fyrst og fremst þau áhrif að tekjum yrði endurdreift frá fyrirtækjum, heimilum og ríkissjóði til lánveitaenda, en það myndi skaða viðkvæma efnahagsreikninga enn frekar og tefja úrlausn skuldakreppunnar." Sem fyrr eru nöfn nefndarmanna ekki birt þegar sjónarmið þeirra eru reifuð. Í nefndinni sitja Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur, Anne Sibert, prófessor, og Gylfi Zoega, prófessor við Háskóla Íslands. Sjá má fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands hér.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira